Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1975, Qupperneq 30

Heima er bezt - 01.12.1975, Qupperneq 30
GUÐRUN DEYR PÁLL ÁSGRÍMSSON: LAUNDÓTTIRIN 13. HLUTI „Þú hefur ævinlega verið mér svo góð, og ég vona, að þú þiggir þetta boð mitt.“ „Já, Kristín. Ég sé, að þér er alvara, og þigg því boð þitt með þökkum.“ Rósa hefur nú komið til þeirra, og nú þarf að fara að hugsa um góðgerðir. Kristín segist skulu fara inn til Guð- rúnar, þegar læknirinn komi fram. Bjöm læknir segir Sigríði, að hún skuli vera við öllu búin. „En við verðum þó að vera vongóð. Ég get ekkert gert. Ef eitthvað breytist, þá látið mig vita. Ég kem svo á morgun að vitja um hana. Ég hef talsvert að gera núna. Það er lasleiki víða.“ Hann kveður og fer. Heil vika er nú hðin. Bjöm læknir hefur komið á hverj- um degi. Guðrún hefur að mestu verið meðvitundarlaus þennan tíma. Nú hefur verið ákveðið að jarða Jón á morgun. Búist er við fjölmenni, bæði úr sveitinni og neðan úr kaupstað. Reynt hefur verið að útbúa skálann til að taka á móti gestunum. Allt þetta umstang hefur dreift döprum hugsunum, sera sótt hafa á Sgríði. Hún hefur að mestu stjómað öllum undirbúningi með góðri hjálp Kristínar. I kvöld situr hún ein inni hjá móður sinni. Einhver kvíði og órói er yfir henni. Þegar líður að miðnætti, finnst henni breyting verða á móður sinni, og nú ætlar hún að biðja Kristínu að vera hjá sér. Þegar hún er á leið til að sækja hana, mætir hún Hermanni, sem spyr hana, hvort breyting sé orðin. Það er eins og fari um hana nýr kraftur og ró við návist Hermanns. „Ég ætlaði að finna Kristinu og biðja hana að vera hjá mér eitthvað fram eftir.“ „Má ég ekki vera inni hjá henni, ef þetta eru síðustu stundimar?" Þau setjast og fylgjast með síðustu andtökum deyjandi konunnar. Aldrei hafa þau verið við andlát fyrr. Það er eins og brosmildi breiðist yfir hið fölnaða andlit. Eftir nokkra stund stendur Hermann upp og segir: „Við skulum veita henni síðustu handtökin í þessu lífi.“ Þau hagræða líkinu eins og við á, og að því loknu segir Hermann: „Nú skulum við koma og lofa henni að hvíla í ró.“ Hann tekur í hönd Sigríðar, dregur hana hægt að sér, og hún fellur að brjósti hans. Tárin streyma úr augum hennar. Þannig standa þau nokkra stund. Hermann strýk- ur mjúklega um herðar hennar og segir: „Við skulum bera harm okkar í félagi, þá verður hann léttari.“ Það er eins og rafstraumur fari um Sigríði við snertingu og orð Hermanns. Hún réttir sig upp og segir: „Fyrirgefðu, Hermann, þetta ístöðuleysi í mér. Ég veit líka, að mamma hefði viljað, að ég léti ekki bugast, heldur tæki öllu með skynsemi og viljastyrk. Ég vona, að mér takist það.“ Sigríður er alvarleg og ákveðin, er hún lítur á Her- mann. „Þakka þér fyrir, að þú komst mér til hjálpar.“ Hún gengur ákveðin til dyra og Hermann á eftir. Mest langar hann til að taka hana í faðminn á þessari sorgar- stund og hugga hana. En hann vill ekki notfæra sér það, að hún er lömuð. Hann skal heldur bíða, þar til sárasti broddurinn hefur sljóvgast. Þá skal hann tala sínu máli. Morgundagurinn rennur upp bjartur og mildur. Snemma byrjar fólk að koma til að vera við jarðarför Jóns. Heita má, að einhver sé mættur frá hverjum bæ í sveitinni og auk þess margt neðan úr kaupstað. Guðný hefur komið frá Reykjavík. Hún er ráðrík og aðfinnslu- söm eins og vant er, og hefur talað við Hermann um ýmsar breytingar, en hann hefur ekki fallist á þær. Hann segir við hana: „Okkur hefur komið saman um að hafa þetta svona. Sigríður og Kristín hafa ráðið þessu með mér, og því breyti ég ekki, enda er ég ánægður með það eins og það (( er. Mikið fjölmenni er við kirkjuna á Hofi. Margir vilja votta hinum látna hreppstjóra vináttu og samúð. Mörg- 428 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.