Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 32
fjórar stúlkur. Ég hef þrjár núna og þyrfti að fá þá fjórðu. Ég vona, að mér takist það. Það verður mannmargt hér í sumar og mikið að gera.“ Nokkur glettni er í svip Hermanns. Hann sér, að allir brosa nema Guðný. Hún segir: „Þú ætlar bara að hafa heilt kvennabúr. Ég hélt nú, að þú mundir hætta þessum búskap og flytja til Reykja- víkur. Þar gætir þú valið úr meira en fjórum. Þar er betra úrval en þessar sveitastúlkur, sem ekkert þekkja nema þetta eilífa strit og basl. Þú heldur kannski, að Sigríður eiri hjá þér. En slíkt þarftu ekki að ímynda þér. Hún er ekki vön því að vera lengi á sama stað. Það ertu líklega búinn að sjá. Þegar hún er búin að vefja ykkur um fingur sér, sem hún er svo lagin við, þá lætur hún ykkur róa, og þið sitjið eftir með sárt ennið. Ert þú ekki búinn að fá nóg af þessum eltingaleik við hana?“ Meðan Guðný lætur dæluna ganga, hafa þær Kristín og Sigríður komið inn og heyrt að mestu orð Guðnýjar. En nú þykir Hermanni nóg komið, og hann segir í hvöss- um róm: „Það situr síst á þér, Guðný, að rógbera Sigríði. Hún er nú búin að bjarga ykkur öllum systkinunum úr bráðri hættu eða jafnvel dauða. Þetta eru svo þakkirnar, sem hún fær. Þú ert búin að gleyma, hvemig hún hjúkraði þér í fyrra sumar, þegar illa stóð á fyrir þér. En þetta bara auglýsir innræti þitt og kemur þér einni í koll. Því að enginn trúir einu orði af því, sem þú hefur sagt um Sigríði. Ég veit, að þið Sigríður og Kristín takið ekkert mark á því, sem Guðný var að rausa. Hún á eitthvað erfitt með geðsmunina núna.“ GRASBOLLINN HEILLAR Nú er sumarið komið, og vorangan ilmar um bæ og byggð. Fuglasöngur ómar um loftið. Ár og lækir fossa af brekkum og brún. Allt lifnar og vaknar á ný. Menn og málleysingjar fá nýja krafta, endumærast af sól og sumri. Vorgróðurinn teygir upp kollinn eftir vetrardvalann. Vorannimar hafa upptekið hug og hönd. Á Stóra-Felji er mikið að gera. Byggingin gengur vel, enda er henni flýtt eftir megni. Hermanni gengur vel að fá vinnukraft, þegar þörf er á. Það hefur orðið hlutskipti Sigríðar að taka við störfum móður sinnar. Er starf henn- ar ærið umfangsmikið, því að oft er mannmargt á Stóra- Felli um þessar mundir. Það fer ekki fram hjá Hermanni, að Sigríður leggur mikið á sig, því að hún afkastar miklu og hugsar um allt, sem að heimilinu lýtur. Það er eins og hún kunni þetta allt utan að. Það léttir mikið störf hans að hafa jafnforsjála og hyggna ráðskonu. En eitt skortir á: Glaðlyndi Sigríðar er horfið. Söknuðurinn vegna móður- missisins hefur náð djúpum tökum á sálarlífi hennar. Stundum kemur það fyrir, að hún tekur sér smástund og grípur í hljóðfærið. Hún leikur þá oftast angurblíð sorgar- lög. Á blíðviðriskvöldum fer hún stundum upp í brekkuna fyrir ofan bæinn, situr þar og horfir yfir sveitina, hug- fangin af fegurð náttúrunnar. Þar situr hún í svolitlum grasbolla. Hún gleymir þar öllu yfir hinni töfrandi feg- urð, sem sólarlagið getur framkallað. Það er eins og verm- andi hönd strjúki um vanga hennar og unaðskenndur straumur fari um allan líkamann. Hún er horfin úr veru- leikanum og veit ekki af neinu í kringum sig. En svo þegar hún vaknar af þessum dvala, er sem skuggar tilverunnar flykkist að og dimmur veruleikinn blasi við. Hún þráir vin og þráir kærleika. Sá eini, sem hún getur hugsað sér að gefa sitt falslausa hjarta, er Her- mann. Hún finnur, að það er hann, sem hún þráir, en það er eitthvað, sem vantar. Hún vill ekki gefa sig neinum, sem tekur hana af hagsmunalegri þörf. Hún veit, að Her- mann þarf að hafa góða bústýru, en hún vill ekki vera nein varaskeifa. Líklega væri réttast að fara suður aftur og halda áfram að kenna. Þar á hún víst starf, sem hún hefur ánægju af og áhuga á. Það er eitt laugardagskvöld rétt fyrir sláttarbyrjun, að hún situr í grasbollanum góða. Hermann er ekki heima. Henni finnst svo einmanalegt inni. Veðrið er svo dásam- legt. Sólin er að síga niður í sæ og kvöldkyrrðin að fær- ast yfir hlý og mild. Hún hrekkur upp af hugleiðingum sínum við það, að nafn hennar er nefnt, og að baki hennar stendur Björn læknir brosandi. Hún hendist á fætur, snýr sér að komumanni og regir: „Hvað ert þú að fara á þessum tíma, Bjöm læknir?“ „Ég er að gá að sjúklingunum mínum," svarar hann og horfir mildum, broshýrum augum á Sigríði. Hann geng- ur til hennar og tekur í hönd henni. En hún vindur sér frá honum og segir: „Ég er enginn sjúklingur.“ En Björn lætur hana ekki sleppa svo auðveldlega. Hann nær í handlegg hennar og segir: „Ég hef fylgst með líðan þinni lengi og veit, að þig vantar vin, sem getur bætt þér upp móðurmissinn. Ég hélt, að Hermann yrði þér nægjanleg raunabót, en svo virðist ekki vera. Má ég vera þér aðstoð?“ Þau horfast í augu. Sigríður er alvarleg, en henni er órótt undir þessari ræðu Björns. Hún segir: „Við skulum koma heim. Það er orðið framorðið.“ Hún gengur af stað og segir: „Ég vil ekki, að þú leiðir mig heim.“ Hún losar sig við hönd Bjöms. Þegar þau koma heim á hlað á StóraJFelli, þeysir Hermann í hlaðið jafnsnemma með tvo til reiðar. Hann stekkur léttilega af baki, heilsar glaðlega og segir: „Ég ætlaði að vera kominn fyrir löngu og bjóða þér í smá reiðtúr.“ Hann beinir máli sínu til Sigríðar, og augu þeirra mætast. Hermann heldur áfram: „Við verðum líklega að láta það bíða til morguns, ef þú vildi skreppa með mér fram að Lækjamóti. Jóhanna systir er nýbúin að eignast strák. Kannski hefur Björn sagt þér frá því? Varstu þar ekki í morgun?“ Og Her- mann lítur á Bjöm. „Þar kom ég víst, en mín var ekki þörf. Drengurinn var fæddur, þegar ég kom.“ Sigríður hefur gengið til hestanna og klappað þeim. Hún gengur nú til þeirra og segir: „Við skulum koma í bæinn og fá einhverja hressingu. Á morgun förum við svo fram eftir og finnum litla mann- inn.“ Um leið og hún segir þetta, lítur hún til Hermanns, og honum finnst hún segja meira með augnatillitinu en orðin gefa til kynna. Afbrýði Hermanns er fokin burt úr huga hans, eins fljótt og hún hafði komið, þegar hann sá þau Sigríði og Björn ganga heim á hlaðið. Hann lét ekki á því bera. En það kom illa við hann, að Björn væri á kvöldgöngu með Sigríði. Það var eins og hinum fyndist hann hafa einkarétt á því að vera með henni. Þó hafði 430 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.