Heima er bezt - 01.04.1978, Side 7

Heima er bezt - 01.04.1978, Side 7
Ástríður, Torfi og synirnir ungir. hann tæki við jörðinni, hefði hann reynt að spjara sig sem best hann kunni og reynt að fylgjast með tím- anum í búskaparmálum. Hann hóf sjálfstæðan búrekstur árið 1943. En áður höfðu hann og Jóhann bróðir hans búið saman, þar til Jóhann fluttist suður á land. Búskapur Torfa hófst því á mæðiveikiárunum, en þá var bústofninn hruninn. Hann byrjaði aftur með um 30 kindur, en fór smám saman að snúa sér að mjólkurframleiðslu sem hann stundaði, þar til Jó- hannes sonur hans tók við kúabúinu í ársbyrjun 1969, en eftir það sauðfjárbúskap alfarið. Á Torfa- læk 2 (hjá Jóhannesi) er aftur á móti eingöngu kúa- búskapur. Það getur engum dulist að á Torfalæk er búið með miklum glæsibrag, enda leynir sér ekki stoltið í rödd Torfa bónda þegar hann ræðir um uppbygginguna, einkum þann stóra hluta hennar sem hann vann að með eigin höndum og aðstoð heimafólks, en lítilli aðkeyptri vinnu, og lán hrukku varla til fyrir efninu. Torfi og Jóhann byggðu saman íbúðarhús árið 1942, en gamli burstabærinn var rifinn. Síðar stækkaði Torfi þetta hús með viðbyggingu, svo það er nú hið ágætasta. Á Torfalæk hjá Torfa er nú fjárhús yfir 400 fjár og fjós yfir 32 gripi sem nú er notað fyrir sauðfé. Hlöður eru 950 rúmmetrar, votheystum 40 rúmmetrar og geymslur 529 rúmmetrar. Túnið er 44 hektarar, áhöfnin rúmlega 500 fjár, 40 hænsni og 35 hross. Húnvetnskir bændur hafa löngum talið hrossin ómissandi í búskap sínum. Á Torfalæk 2 er tún talið um 45 ha og þar er nýtt og vandað íbúðarhús á einni hæð. Lausagöngufjós er þar yfir 48 gripi, með mjaltabás, mjólkurhúsi og áburðarkjallara. Hlaðan er þar 1125 rúmmetrar og svo eru þar rúmgóðar geymslur. Áhöfnin er 35-38 mjólkurkýr og 30-35 geldneyti og 3 hross. Og svo eru á báðum býlum Torfalækjar nýtísku vélar og tæki til heyskapar, og það fleiri en eitt af sömu gerð, 4 traktorar, fólksbílar og vöruflutninga- bíll o.fl. Árið 1945 var Torfi kosinn í hreppsnefnd Torfa- lækjarhrepps og í henni hefur hann setið næstum 23 ár. Oddviti hefur hann verið frá árinu 1962. Sveit- arstjómarstörfin hafa auðvitað tekið sinn tíma frá bústörfunum, en það létti mikið þegar yngri sonur- inn, Jón, fór að búa með foreldrum sínum á Torfa- læk 1. Heima er bezi 115

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.