Heima er bezt - 01.04.1978, Page 9

Heima er bezt - 01.04.1978, Page 9
Torfi 20 ára. sitthvað amaði einnig að í öðrum undirstöðu at- vinnugreinum. Bændur myndu áreiðanlega finna lausn á sínum innri málum, enda væri þeim best treystandi til þess. Ég kvaddi þennan upplitsdjarfa bónda og hús- freyju hans með kærri þökk fyrir spjallið og mót- tökur og var enn sannfærðari en áður um gildi landbúnaðar og öflugrar bændastéttar. félagi, þar sem gífurlegar breytingar hafa orðið á flestum sviðum þjóðlífsins, ekki síst í landbúnaðin- um. Torfi kvaðst ekki þurfa miklu við að bæta sem fulltrúar bændastéttarinnar hefðu sagt um þau mál að undanförnu og flestir hefðu heyrt, frá fjölmiðl- um. Einu langaði sig þó að koma að í þessu sambandi. Um íslenska bóndann hefði einu sinni verið sagt að hann væri kerra, plógur og hestur. í þessum orðum fælist mikill sannleikur. En í dag þyrfti bóndinn að vera miklu meira. Hann þyrfti að vera tæknifræð- ingur, búfræðingur og brot af hagfræðingi. Bóndinn yrði sem sagt að vera miklu betur menntur í dag en talið hefði verið nægilegt þegar hann og ýmsir aðrir samferðamenn hófu búskap. Hinar öru breytingar í þjóðfélaginu bókstaflega kölluðu á meiri menntun, og ef bændastéttin gætti þessa myndi hún halda sínum hlut. Torfi kvaðst ekki vera svartsýnn á framtíð íslensks landbúnaðar, ekki síst þar sem landkostir og ræktunarmöguleikar væru víða miklir, eins og t.d. í Húnavatnssýslu. Allt skraf um að land- búnaðurinn væri baggi á þjóðarbúinu væri rökleysa sem varla væri orðum að eyðandi. Hitt væri svo annað mál að sjálfsagt mætti ýmislegt finna að skipulagi landbúnaðarins, en sér hefði nú skilist að Ástríður 15 ára. Sæmundur G. Jóhannesson: Vorvísur Hýrnar loftið, hækkar sól, hvetur margur sporið, jörðin fer úr klakakjól, kemur blessað vorið. Vorið græðir veika best, vorið fræðir spaka. Vorið glæðir vonum flest, vorið bræðir klaka. Heima er bezl 117

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.