Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1978, Qupperneq 29

Heima er bezt - 01.04.1978, Qupperneq 29
— Við tölum betur saman seinna, Dísa mín, sagði Ranka. Hún sá að Dísa var þungt hugsandi, aldrei þessu vant. Já, hugsaði Ranka. Þessi stúlka er ekki eins barnaleg og hún sýnist. Hún er að hugsa um söguna á bak við söguna, sem ég sagði henni. í ljós kom seinna, að hún hafði getið sér rétt til um það. Þær voru að ganga frá farangri sínum og notuðu tímann til að spjalla saman, meðan þær voru einar í baðstofunni. Þær höfðu þekkst lítillega áður en þær réðu sig í vistina í Hvammi, enda ættaðar úr sömu sveit. En þær ræddust lítið við fyrr en á leiðinni í nýju vistina og fór vel á með þeim, þó aldursmunur væri nokkur og þær á margan hátt ólíkar, en Ranka var rúmum fimm árum eldri. Ranka var að mestu leyti alin upp hjá frænku sinni og manni hennar, sem bjuggu stórbúi í næstu sýslu. For- eldrar hennar höfðu átt við mikla ómegð og fátækt að búa um það leyti sem þessi frænka hennar bauðst til að taka hana til sín, þá sjö ára gamla. Henni leiddist þar ætíð, en hún harkaði af sér og duldi óyndi sitt svo enginn vissi, hvað henni leið. Seinna sagði hún, að margt kvöldið hefði hún grátið sig í svefn, svo mjög þráði hún að vera heima aftur. Hún var látin vinna mikið, kannske meira en hún þoldi. Seinna sagði Ranka þó, að hún hefði lært mikið af veru sinni þarna, sem kom sér vel síðar í lífinu. Hún fór þaðan um leið og hún gat farið að bjarga sér sjálf, enda ekki um annað að gera. Eftir þetta var hún stundum heima hjá foreldrum sínum, en vann annars hér og þar, því hún var bæði verklagin og rösk til allrar vinnu. Hún lærði fata- saum og fleiri hannyrðir inni á Eyrarvik og vann jafn- framt fyrir fæði og húsnæði. Að þessari menntun, þó ekki væri hún mikil, bjó hún æ síðan. Rannveig var gerðarleg stúlka í útliti, ekki verulega lagleg, en mjög myndarleg. Meðalhá, svolítið þybbin, en þó ekki til lýta. Brjóstafögur og mittisgrönn, hand- og fótsmá. Við hana var eitthvað sérlega kvenlegt, eða öllu heldur konulegt. Hún var fag- urljóshærð og björt í andliti og stundum var eins og lýsti næstum af henni. Augun voru gráblá og augnaráðið ákveðið, fast og athugult. Að jafnaði var hún frekar al- varleg, en gat stundum verið gráglettin. Skapið var rnikið. ef hún þurfti að beita því. Hun lét ekki eiga hjá sér ef því var að skipta og ef á reyndi var hún hörð sem klettur, en jafnframt bjó hún yfir mikilli viðkvæmni gagnvart öllu, sem aumt var og bágstatt, einnig var hún mjög barngóð og lagin og ráðagóð við að hjálpa sjúkum. Oft var sagt við Rannveigu, að hún hefði góðar hendur. Eins og áður segir var hún mjög athugul, tók vel eftir hlutunum í kring um sig af hvaða tagi sem þeir voru. Það var eins og hún væri að festa sér hvaðeina í minni, svo vel að hún gleymdi því aldrei síðan. Að vanda tók hún vel eftir því sem fyrir augum bar í nýju vistinni. Hún athugaði heimilisfólkið svo lítið bar á. í rauninni var hún að mynda sér skoðun um það, gera á því nokkurs konar sálarlega úttekt. Þessi forvitnigáfa fylgdi henni alla ævi á fleiri sviðum en þessum. Kannske mátti segja, að hún hafi látið sér fátt óviðkomandi. í eðli sínu var hún glöggur mann- þekkjari. 5. KAFLI í dag átti að borða í gestastofunni, sem svo var nefnd. Aðkomufólkið voru gestir í dag og farið var með það sem slíka. Á morgun tæki hinn venjulegi vinnudagur við og allt, sem honum fylgdi. Þar var helst Dísa sem kveið svolítið fyrir. Hún var svo lítið húsleg í sér eins og hún orðaði það. — Vertu róleg! — hvíslaði Ranka að henni. — Þú verður ekki lengi að komast upp á lagið. Við skulum bara sjá. Þeim var boðið að setjast að stóra borðinu í gestastof- unni, ásamt öllu heimilisfólkinu. Var búið að framreiða bæði mikinn og góðan mat af ýmsu tagi. Má segja, að þarna hafi aðallega verið á borðum það sem nú er kallað þorramatur og enn þann dag í dag þykir lostæti mikið. Séra Halldór sat við borðsendann og var hýr í bragði. Þarna var hann bóndinn og kunni sýnilega vel við sig í því hlutverki. Kennimaðurinn var eins konar sparihlutverk, Heima er beil 137

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.