Alþýðublaðið - 26.03.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.03.1923, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUB LA ÐIÐ Um þrifnað. Salernin við höfnina hafa nú að undanförnu ekki verið fuil- nægjandi. Þau hafa verið að t ins A einum stið rétt við H dn- srstræti, svo sem kunnugt er. Vinnan er dreifð um svo stórt svæði við hö'nina, að það hefir verið ókleift fyrir alla að fara þangað, t. d. af austuruppfyll- ingunni. En nú hefir nokkuð verið bætt úr þcssu með salernunum í verkamannaskýlinu austanvert við Zimsensbryggju, og eru þau til almennings afnota gegn io aura gjaldi. Þetta mun nú ekki þykja hátt gjald, en >salnast, þegar saman kemur<, og þess ber iíka að gæta, að þetta gja!d kemur sér- staklega niður á bláhitækum verkamönnum, sem etu að vinna eða bíða atvinuulausir við höfnina. Margir erum við ekki betur stæðir en svo, að okkur munar um hverja 10 aurana, enda er það nú strax auðsætt, að þetta gjaid hefir mikið dregið úr notkun salernanna. En við því mun eiga að gera með því að af leggja salernin, er fyrir voru, en af þeim hafa verið ókeypis afnot, og fyrir þau mun verða tull þörf framvegis, annað hvort á þeim stað, er þau nú eru, eða á öðrum heppilegú. En með því að leggja þau alveg niður mun að nokkru leyfi takast að koma þessu gjaldi á verst stæðu stéttina í bænum. Þetta mun þó ekki verða ein- hlítt. Ýmsir munu fara í fjöruna og aðra afvikna staði, og myndi það mjög auka á óþrifdað í bænum og umhverfis hann. Það mun þó mörgum finnast, sem það sé ekki alveg yansa- laust fyrir þá, er hér eiga heil- brigðismálum að stýra, að gefa ekki þessu gaum, eða þeim öðr- um, er ráða hér niestu um, að gera gyllÍDgar til þess að auka á óþrifnað og þar af leiðandi vansæmd fyrir bæjarfélagið. Það virðist því alveg sjálfsagt bæði frá þrifnaðar- og heilbrigði- sjónarmiði, að næg salerni séu til niðri við höfnina, til þess að hver, sem msð þarf, hafi ókeypis aðgang að þeim, M, 0. Epla-réttir. Loiðbeiniug í'yiir húsiuaður. Epli og flestallar ávaxtateg- undir eru mjðg góð og holi fæða; þótt þau hér heima séu mest notuð sem sælgæti. Þau breinsa blóðið, örva meltinguua og — bæta skapið. Og á þann hátt lengja þau lífið. Bofðepli kallar maður venjulega fínni og dýrari tegundirnar, sem eru fög- ur á að líta og girnileg til fróð- leiks, en niatepli ýmsar smærii og óæðri tegundir, sem aðallega eru notuð í tilbúinn mat á marg- víslegan hátt. Til þeirra nota eru þau jafngóð eg dýrari teg- undirnar, sem skemmast fijótt og geymast illa. Þar eð Kaupfélagið hefir til sölu dáfítinn >slatta< af norskum mateplum, sem voru send hingað til reynsiu og því seld afarbdýrt, datt mér í hug að koma mér vel við húsfreyjurnar og fræða þær ofurh'tið um matargerð úr eplum. Svo geta þær sjálfar reynt. Og sjón er sögu ríkari — og reynslan jafnan ódýiust. Ég vona, að húsfreyjurnur fyrirgefi, þótt ég sé ekki í piisi; ég kann dá- Iítið í eldhúsfræði fyrir því. Eg set hér fáeinar einfaldar >upp- skriftir<: 1. Sodin epli eru handhægur, ódýr og hollur réítur. Eplin eru þvegin vel og skorinn úr stöng- ull og toppur, síðan látin í gler- aðan (emaij.) pott og soðin í ofur- iitlu vatni. kanel og sykri, undir þéttu loki, þangáð til þau eru orðin meyr. Ofurlítil smjörsneið út í vatnið þykir sumum mesta þing. Soðin epli eru ágætur kvöldmatur með brauði eða þá eftirréttnr (dessert), t. d. á eftir kjöti eða öðru þungmeti. 2. Eplagrautur. a. Eplin eru flysjuð (skræld) og skorin í sneiðir og soðin í vatni með ofurlitlu af kanel og sykri eftir smekk. Þegar eplin eru orðin meyr, >vispar< maður út í i skeið af kartöflu- mjöli, sem búið er að hræra út í köldu vatni. — b. Einn bolli af sa'gógrjónum og einn diskur af hreinsuðum og sundurskorn- um eplurn er soðið í 2 — 2'/i ifter af vatni. Sykureftir smekk. 3. Eplastappa (með kjöti eða út á brauð). Góð epli hreinsuð og þvegin og fræhylkið skorið úr, soðin í litlu vatni með sykri og kanel (eða >ef líat skal yera<, >vani!je< og >citrónskal<), og sjóða þau alveg í mauk. Hrærðu þáu svo í gegnum síl (>dörslag<), og berðu stöppuna fram kaldá, (Stappan verður fegurri á að l<ta, ef hún er >puntuð< með rauðu >sultutaui<). Einnig má sjóða súpu úr epl- um á sama hátt og úr þurkuð- um eplum. En bezt er að láta sneiðarnar ofan í vatn jafnóðum og þær eru skornar, svo að þær blakni ekki.. Súpuna má >jafna< með mjöli (kartöflu- eða maísmjöii). Síróp er ágætur smekkbætir. Ég skai hvísla því að yjtkur, húsfreyjur góðar! að þessar >uppskri tir< hefi ég eftir erlendri skáldkonu. En þær eru jafngóð- ar fyrir' því. Góður matur og — þu- nur skáldskapur fer vel sam- an. — Að iokum ætla ég að kenna ykkur að búa til >skáp- bætis-te< handa— >manninum<! Eplate. Hreinsuð epli eruskorin í smábifa og brúnuð í potti þur (án smjörs eða feiti). Þola langa geymslu. 2 teskeiðar nægja í 3 tebolla af sjóðandi vatni. Te- vatnið látið sjóða í 10— 15 mín. Drukkið með mjólk og sykri, Ef >Alþýðubiaðið< skyldi vilja gefa út »Kokkabók« eða >Kvennafræðara<, . þá skal ég semja hann smán saman handa ykkur — svoná til smekkbætis! Þið getið spurt hann! En reynið nú eplin fyrst! Verði ykkur að góðu! Kvenhollur, Gnðlast. í þriðjudagsblaði »Morgun- blaðsins< er haldið uppi því áliti, að eignarétturinn sé »helgur«, og að það sé »heilög skylda að vernda hann. Þetta orðbragð fyllir mig svo miklum viðbjóði, að ég get ekki látið hjá líða að lýsa opinberiega yfir því og vara menn við þeirri spillingu í hugsun og máli, sem í því birt- ist. Það er svo svívirðileg meið- ing á máltilfinningu óspiltra manna og svo hrottaleg árás á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.