Heima er bezt - 01.03.1982, Page 19

Heima er bezt - 01.03.1982, Page 19
og gekk þó jámvinnsla hér treglega. Þegar fram liðu stundir eyddust skógarnir, svo að torvelt hefir verið að afla þeirra viðarkola, sem við þurfti til að bræða járnmálminn. Járnleysið eitt var næg ástæða til þess, að ekki var unnt að afla heyja handa búpeningi, þótt engir aðrir erfiðleikar hefðu komið til sögunnar, en þegar útbeitina þraut vegna versnandi veðráttu, og heyja varð ekki aflað vegna verk- færaleysis, hlaut kvikfjárbúskapurinn að vera úr sögunni. Og vitanlega hafði járnleysið fleiri afleiðingar. Ekki var lengur unnf .ð smíða vopn og veiðar- færi. Þjóðin hlaut að taka upp stein- aldarhætti. Þess má geta í því sam- bandi, að fundist hefir í grænlenskum rústum öxi úr hvalbeini. Má fara nærri um biturleik slíks vopns. Hvernig, sem vér lítum á málið var járnskorturinn einn út af fyrir sig nægileg ástæða til að grænlenska þjóðfélagið leið undir lok. Og þar er sökin hirðuleysi erlendra valdhafa. Ég minnist þess ekki, að hafa séð nokkurn þeirra ágætu manna, sem um eyðingu grænlensku byggðanna hefir ritað, tala um járnskortinn og afleiðingar hans. Enn kemur eitt til. Sagnir eru um að erlendir menn hafi framið mannrán í Eystri byggð, og má ganga að því nær vísu, að svo hafi verið. Þegar kom fram á miðaldir tóku skip ýmissa Evrópuþjóða og sækja norður í höf til hvalveiða, voru þau frá Englandi, Spáni, Portúgal og sjálfsagt víðar að. Er ekki ósennilegt að frá slíkum sjó- farendum hafi Grænlendingar fengið fyrirmyndir að klæðnaði þeim er fannst í kirkjugarðinum á Herjólfs- nesi, og þykir bera vitni um sambönd við Evrópu lengra frameftir en al- mennt var talið. Til eru grænlenskar sagnir um komu ræningjaskipa til Eystri byggðar, og þegar vér hugsum til aðfara Englendinga, Þjóðverja og Spánverja hér á landi, sem hingað sigldu til kaupskapar og fisk- og hvalveiða, mætti það ótrúlegt heita, ef þessir sjófarendur hefðu farið öðruvísi að á Grænlandi, þar sem varnir voru enn minni, og þjóðin gleymd að kalla. Merkileg er sagan, sem gamall Grænlendingur sagði Niels Egede (1710-1782) syni trúboðans og bar forfeður sína fyrir. Fyrst segir þar frá tveimur ránum, sem framin voru, þar sem einkum var rænt fénaði og matvælum. Niðurlag sögunnar er svo: „Næsta ár komu hinir skelfilegu sjóræningjar á ný. Þegar við (þ.e. forfeður hans) sáum þá, flýðum við og tókum með okkur nokkrar norrænar konur og börn, en skildum hina eftir án hjálpar. Við flýðum inn í firðina, en þegar við komum aftur á sömu slóðir um haustið, höfðu allir verið færðir á brott ásamt öllu dóti sínu en hús og bæir höfðu verið brennd, svo að ekkert var þar eftir látið. Þegar við sáum þetta tókum við konumar og börnin með okkur og flýðum á ný lengst inn í fjörðinn og bjuggum þar í friði og spekt árum saman. Við kvæntumst norrænu konunum, þær voru aðeins fimm með nokkrum börnum, og þegar flokkur okkar var orðinn fjölmennur fluttum við brott settumst að víðs vegar í landinu.“ Knud J. Krogh þykir saga þessi bæði furðuleg og trúleg, og tek ég fyllilega undir það En raunar virðist mér hún endurspegla merkilegt atriði úr loka- þætti sögu Grænlendinga hinna fornu. Þegar búskaparskilyrðin voru þrotin inni í fjörðunum, fluttist fólkið út á nesin, og bjó þar í sambýli við Eskimóana. Erlendir sjóræningjar gera þar strandhögg, Eskimóarnir flýja og taka með sér konur og börn Grænlendinganna, svo að þau falli ekki í hendur ræningjanna, sem gjör- eyða byggðina, bæði að mönnum og verðmætum. En Eskimóarnir taka sér síðan konurnar til eiginkvenna. Er þetta ekki saga síðustu byggðanna í hnotskurn? Enda þótt málum væri blandað um einstök atriði virðist mér sögnin ótvíræðlega benda á raun- veruleikann, svo að nærri stappar að um áþreifanleg sönnunargögn væri að ræða. Annars vegar, sjórán voru framin og fólkið flutt á brott en hins vegar konur þær sem eftir lifðu giftust Eskimóum, eða með öðrum orðum þjóðirnar blönduðust. Einnig má ráða af sögunni að forn Grænlendingarnir voru orðnir fámennir, má vafalítið rekja til fámennis þeirra, hversu litlar minjar blóðblöndunar sjást á Græn- lendingum nútímans. En ekki er ótrúlegt að blóðblöndun hafi átt sér stað löngu fyrr en þetta gerðist. Það er t.d. ólíklegt að Grænlendingar þeir, sem dvöldust langdvölum í Norður- setu, hafi látið Eskimóastúlkurnar þar nyrðra afskiptalausar með öllu. Saga Jóns Grænlendings vitnar einnig óbeint um sjórán. Hann og fé- lagar hans finna engan lifandi mann í veiðistöðinni, sem gæti bent til þess, að þaðan hefðu allir flúið af ótta við ræningja, þegar þeir sáu skipið nálgast. Líkið sem þeir fundu hefði getað verið af manni, sem hnigið hefði niður á flóttanum. Hann var klæddur bæði í vaðmál og skinn, sem sýnir, að þá eru forn Grænlendingar farnir að taka upp klæðavenjur sambýlisþjóð- arinnar. En þó að fom Grænlend- ingar hafi blandast Eskimóum, virðist því fara fjarri, sem Jón Dúason heldur fram, að nútíma Grænlendingar og raunar allir Eskimóar Norður- Ameríku séu að verulega leyti runnir frá Grænlendingum hinum fornu, og Eskimóaþjóðin komin fram við þá blóðblöndun, og sé því fjarri því að vera sama þjóðin og fomsögur vorar nefna Skrælingja. f stuttu máli gætum vér rakið hvarf grænlensku þjóðarinnar svo: Árferði versnaði, svo að gróðri hnignaði bæði af því og rányrkju, heyja varð ekki aflað vegna áhaldaleysis sem stafaði af járnskorti. Við þetta tor- veldaðist kvikfjárbúskapurinn uns hann lagðist niður með öllu. Fólkinu fækkaði verulega, og geta drepsóttir hafa átt þar einhverja sök. Þeir flytja út á nesin, því að þar var meiri veiði- skapur og ef til vill verið léttara að framfleyta síðustu leifum búfjárins. En þá koma mannrán til sögunnar, og getur vel verið að Grænlendingar hafi að lokum ekki verið nema nokkur hundruð manns. Þeir tóku smám saman upp siðvenjur Eskimóanna, tóku upp tungu þeirra og blönduðust þeim. Sakir fámennis hurfu líkams- einkenni þeirra fyrir hinu sterkara svipmóti Eskimóanna. Nútíma Grænlendingar eru því fjarskyldir frændur vorir að langfeðgatali, og svo fjarri fer því, að oss beri að skoða þá sem fjendur forn Grænlendinga, að Heima er bezt 91

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.