Heima er bezt - 01.03.1982, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.03.1982, Blaðsíða 27
HÉR Á JÖRÐ Hér á jörð í heimi efna, hér en ekki í loftsins geim, er þitt starfssvið, er þín stefna, er þinn skóli og prófið heim. Sú fegurð sem þú átt í orði, hin æðsta tign, er sál þín ber, í lífsins úfnu yfirborði, skulu eiga rudda götu af þér. Lauslega þýtt af Páli H. Árnasyni. FLJÚGÐU FUGL ... (Flyv, Fugl, Flyv.) Fljúgðu fugl yfir Furuvatnið blíða, fer brátt að skyggja af nótt. Sól byrgja skógar, við sjónarhringinn víða svífur burt dagurinn hljótt. Heim ertu að fljúga að hitta þinn maka, og hressa þín gulnefin smá. En aftur þú kemur með ársól til baka. Öllu þá skýrir mér frá. Fljúgðu lengra en nær Furuvatnsins bylgja, fullreyndu vængjanna dug. Tvo ástvini sérðu, þú átt þeim að fylgja, allt lesa þeirra i hug. Ef ég er söngvari, eg öll á að skilja, ástanna laðandi mál. Allt það sem brjóst hvert nam bæra og dylja ber þér að róma, mín sál. Fljúgðu fugl yfir Furuvatnsins strendur, fljúgðu um loftgeiminn blá. Einmana í skógi, um ókunnar lendur ástin mín reikar, ég sá í andvara sveifluðust lokkar gull ljósir, létt er hún, bein eins og ör, augað er svart, vanginn angandi rósir, Æ, kveðju beri þín för. EG LEITAÐI ÞÍN Eg leitaði þín lengi og loksins fann eg þig. Um græna grund og engi oft gekk eg blómstruð stig, en þig var hvergi að finna þá fór eg langt af leið í veröld vona minna samt vakti sólin heið. Þá gekk eg urðir einar og eyðilegan stig, ei voru brautir beinar og bágt að átta sig, þá heyrði eg hljóma strengi og heillaði það mig. Eg leitaði þín lengi þar loksins fann eg þig. Stefún B. Halldórsson. Fljúgðu fugl yfir Furuvatnsins hvískur, fljúgðu, ást dregur þig heim, Ljúflega sestu í laufrunnans pískur, ljóðandi um kærleikans seim. Sem þú gæti eg liðið í ljósvaka tómum, mitt líf stefndi, eg finn vel á hvað, En andvörp og draumar í angandi blómum, nú aldin míns kærleika er það. Fljúgðu fugl yfir Furuvatnsins öldur, fer þungt með andvörp sín nótt. Skógurinn niðar, með gráti líkt gnöldur, að góðri nótt hneigir sig rótt. Af sársauka hefir þú heyrt marga kvarta, heyrt slíkt í fuglanna þröng. Bjóð góða nótt mínu harmandi hjarta sem hlustar, og skilur þinn söng. Christian Winther. Þýtt af Páli H. Árnasyni frá Geitaskarði A. Hún., Þórlaugargerði Ve. Heima er bezt 99

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.