Heima er bezt - 01.03.1982, Síða 32

Heima er bezt - 01.03.1982, Síða 32
hótelhaldari á Akureyri, hún var einu ári eldri en ég, því Sigurður faðir hennar vildi ekki láta séra Pétur Jónsson háyfirdómarasoninn ferma hana árið áður, þann mikla prestakallakúgildasérfræðing. Þá voru þeir nú góðir Ingólfur Bjamason, Fjósatungu, Hallur á Steinkirkju og þeir frændur mínir, Bjarni og Kristján á Vöglum, Ásgeir í Nesi og Kristján, og Jón Sigurðsson á Fornastöðum, o. fl. Af ungum stúlkum man ég best eftir Veigu og Þrúðu í Lundi. Sigurveig var systir Arnþrúðar á Hróastöðum, þeirrar glæsilegu konu. Ég fór oft á bæina þarna í kring, allt suður að Lundi og Fjósatungu, og Hróastöðum, kom oft í Skóga og Nes og Fornastaði, einu sinni í Hallgilsstaði. Geirfinnur Trausti bjó á Hálsi fyrsta árið móti séra Einari Pálssyni frænda mínum. Geirfinnur Trausti var skemmti- legur og gestrisinn með afbrigðum, tók stundum vökvun- arskálarnar sem fólkið átti að fá, og bar þær fram í þinghús og gaf einhverjum ferðamönnum úr þeim. Svo varð Kristjana kona hans að skammta aftur fólkinu. Svo flutti hann í Garð í Fnjóskadal vorið eftir. Veturinn eftir ferminguna var ég einnig á Hálsi. Þá fékk ég að fara ríðandi út í Garð að heimsækja Geirfinn og Kristjönu og börn þeirra, Björn, Sigurð, Hallgrím, Sigríði og Karítasi. Var okkur þar vel fagnað, riðum síðan heim í tunglsskini um kvöldið og hrökk þá klaki af hvössum skafli og hvein í þaki strauma Fnjóskár. Það þótti mér nú ekki ónýtt að þreyta eftir ísunum. Það voru sannir sæludagar margir á Hálsi þá, aldamótaveturinn. Aldamótaveturinn var ég á Akureyri að læra handverk, söðlasmíði og aktygja, sem ég hef æ stundað síðan, en ekki man ég eftir að hafa oft fengið peninga fyrir hnakka eða annað sem ég hef smíðað, látið það fyrir lítið eða alveg gefið oftast. Sama máli gegnir um sleða, þeir hafa oftast farið án staðgreiðslu, og eru þó orðnir margir. Ég var ekkert oft á skemmtunum, en það kom fyrir að ég fékk Blakk, gráan klár sem Jón Borgfjörð húsbóndi minn átti. Hjá Jóni lærði ég söðlasmíði. Blakkur var sæmilega góður hestur, og riðum við Benedikt Einarsson söðlasmiður, fermingar- bræðumir, þá inn á Krókeyri, þá voru engin hús frá Schiöthsbakaríi og út að svo kölluðu Bergsteinshúsi. Sem sagt engin byggð sunnan úr bæ og út að Torfunefi, þar sem kaupfélagshús K.E.A. er nú, nema hús Boga veitinga- manns, og kannski leikhús minnir mig á hægri hönd eða sjávarmegin, en Amtmannshús Páls Briem á vinstri, uppá brekkunni nú kallað sýslumannshús. Þegar kom norður úr frambænum Akureyri, þá hleyptum við á sprett útundir Torfunefslæk, en rétt um leið og við vorum að stoppa klárana, kom Björn Jónsson „pólití“ vaggandi utan veginn. Við veifuðum til hans með miklum viðhafnarlátum, og riðum svo á hægu tölti það sem eftir var leiðarinnar. Þá keypti ég gullfallega, rauðskjótta hryssu á 90 krónur um vorið, en þegar ég byrjaði búskap 3 árum seinna átti ég kost á rauðblesóttri hryssu, 8 vetra, dugnaðarhrossi á 50 krónur, og gráa folaldshryssu, ágæta reiðmeri, keypti ég þá um haustið á 90 krónur, með folaldinu. Söngurinn göfgar Svo bráleiftur tindra und brúnaskörum. Aldamótaveturinn þá ég var á Akureyri, lærði ég að spila á orgel hjá Magnúsi Einarssyni organista 3 tíma á viku, og æfði mig aðra 3 tíma. Magnús var framúrskarandi gestris- inn höfðingi, góður og skemmtilegur, og unni hljómlistinni öllu öðru fremur. Ég fékk mér rétt fyrir páskana fíólín hjá Friðbirni Steinssyni, það kostaði 12 krónur, mjög fallegt og var að byrja að læra á það, en þá var ég kallaður heim til að passa rollur, sem ég hef gjört í 65 ár meira og minna, þó aðeins óbornar ær og kvíaær fyrstu árin, 6-7 ára, með öðrum. Oft hefur mér kólnað á kló. Karlmennið þó ei bilað. Það er langur tími að stíma við fjárhirðingu, gjöri aðrir betur, þá er vel. Ég held að aldamótaveturinn sé sá fyrsti er böm voru æfð í söng, og látin syngja fyrir fólkið á Akureyri. Magnús organisti æfði bamahópinn í söng, það var gaman að hlusta á börnin syngja hjá honum. Nú er það 60 ára fólk, sem enn hugsar til þeirra tíma með ánægju. Þá var mikið sungið á Akureyri. Lögin Heil og blessuð Akureyri, Eyjafjarðar höfuðból. Fáar betri friðarstöðvar finnast bakvið skýjastól. Börnum þínum bauðstu hlýjan, Blíðufaðm 3 sinnum, og líknarskjól. Hvað er líf og hvert er farið, og Þegar ævin líður að banablundi. Þegar Aðalbjörg Anna Stefánsdóttir systir mín, nú á Bergstaðastræti í Reykjavík, var fermd, þá var henni komið austur í Hofteig, og var hún þar um tíma um vorið. Við fórum austur í krapa og vondri færð, móðir mín og ég. Móðir mín var framúrskarandi dugleg kona við flest, og hugsaði aldrei um að hlífa sér við verk eða annað. Þá bjó í Hofteigi séra Einar Þórðarson og kona hans, Ingunn Loftsdóttir. Mesta rausnar og myndarkona, gestrisin vel. Það var víst fyrsta ferð mín austur á (útá) Jökuldal. Þá sá ég fyrsta sinn Eirík Sigfússon, sem síðar varð stórbóndi á Skjöldólfsstöðum, sem giftur var Ragnhildi Stefánsdóttur systur Amar skálds. Þau bjuggu þar með hinni mestu rausn og höfðingsskap mörg ár. Eiríkur var óvanalega gjöfull maður, og sagði bara: „Farðu með það“, eins og hann yrði feginn að losna við það sem menn voru að biðja hann um. En ef hann gaf kú eða hest, þá sagði hann: „Þú ættir nú að vera að þakka fyrir þetta afstyrmi,“ þó það væri fallegasta skepna. Enda þótti öllum vænt um hann sem hann þekktu og þau hjón bæði, þau voru af öllum dáð. Ragnhildur er nú hjá Sigfúsi syni þeirra á Einarsstöðum í Kræklingahlíð við Akureyri. Þar í grennd eru dætumar þrjár, Anna, Ingveldur og Þórdís, en Jón Skjöldur er skólastjóri á Skjöldólfsstöð- um. Framhald. 104 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.