Heima er bezt - 01.03.1982, Page 34

Heima er bezt - 01.03.1982, Page 34
það allt veí fram í bókinni, en þó hygg ég Pétur hafi verið helst til nískur á að telja fram öll þau gamanmál, sem hann á í fórum sínum. En allt um það verður því ekki neitað að þeir Indriði og Pétur hafa gert hér skemmtilega bók, en fyrir óbíl- fróða menn er fullmikið um bíla, bilanir og varahluti, og kemur þar fram sameig- inlegur áhugi sögumanns og skrásetjara. En mörgum mönnum og atvikum er lýst á skemmtilegan og skilningsríkan hátt. Nokkur lýti er að sums staðar er rangt farið með nöfn t.d. verður Svartárkot í Bárðardal að Skógarkoti og Valgerður á Hofi er nefnd Auðbjörg, og eitthvað fleira mætti til tína, og aldrei hefi ég heyrt Hallgilsstaði í Hörgárdal talda til Brekkutorfu. Þetta eru að vísu smámunir, sem mátt hefði laga. Frásagnir Þórarins ylja hverjum manni um hjartarætur Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum: HORFT TIL LIÐINNA STUNDA. Rvík 1981. öm og örlygur. Þessi minningabók Þórarins skólastjóra frá Eiðum er ekki æfisaga, heldur sund- urlausir minningaþættir um ýmis atvik úr æfi höfundar, og minningargreinar um samferðamenn. Víða er komið við allt frá baðstofunni á Valþjófsstað í bernsku höf- undar til Péturskirkjunnar í Róm og páfagarðs, en höfundur hefir víða farið og skoðað margt með athugulum augum og skilningi meira en ferðamönnum er títt. Minningargreinar eru allmargar og góðar, en mest þykir mér koma til greinanna um Pál Hermannsson á Eiðum og síra Sigur- jón Jónsson í Kirkjubæ, og enginn hefir skrifað betur um Jón í Möðrudal en Þór- arinn. En ég sakna þess, að ekki skuli vera meira sagt frá skólastarfinu á Eiðum. Öll er frásögn Þórarins hin skemmtilegasta, og blandar hann þar saman alvöru og góðlátlegu gamni, enda er hann gleði- maður og ætíð reiðubúinn að hressa um- hverfi sitt með gamanmálum og söng, þar sem hann kemur, og þeir þekkja best, sem verið hafa með honum á mannamótum. Það er góður fengur að bók Þórarins, hún sýnir ljóslega, hvernig gagnmenntaður maður lítur á samtíð sína og lífið í kring- (Framhald af bls. 74) um, að hún eigi ekki stóran hóp and- stæðinga, jafnvel litlu færri en fylgis- menn. Sumir menn eru svo harðir í sinni stjórnarandstöðu, að þeir sjá engan hvítan blett á gjörðum stjórn- arinnar eða henni sjálfri, og þeir leggja sig fram um að vinna gegn henni. En engu að síður greiða þeir henni fúslega daglegan aukaskatt, sem nemur tugum króna og láta sér ekki hvarfla í hug að svifta hana þeim stuðningi. Allar ríkisstjórnir skatt- leggja borgarana með því að selja þeim tóbak og áfengi, enda þótt þær viti að með því er verið að spilla heil- brigði þjóðarinnar og rýra hag ein- staklinganna, og hafa má það fyrir satt, að því ráðlausari sem hver ríkis- stjórn er og blindari á hvað gagna muni efnahag þjóðarinnar því ákafari verður hún í að hækka verð á þessum vörum og nota sér þannig mannlegan veikleika. Það hneykslar oss, að leynivínsalar selja áfengi, jafnvel unglingum, við okurverði, en vér segjum já og amen við samsvarandi atgerðum ríkisstjórnanna. Flestum mönnum er í blóð borið, að vilja ekki valda samfylgdarmönn- um sínum óþægindum eða tjóni. Þessu gleyma reykingamenn alltof oft enda þótt þeir séu í eðli sínu háttvísir um sig með skilningi og bjartsýni, sem raunar kemur fram í öllum málum, sem hann snertir við, en kannske þó hvergi eins og í skógræktarmálunum. En þótt höfundur taki að eldast þá væntum vér, að hann megi enn lengi geyma ónotaða lerkiviðarkistuna sína, sem myndin er af í bókinni, og segja oss margt fleira af litríkri æfi. Frásgnir hans ylja hverjum manni um hjartarætur. menn eða að minnsta kosti vilji vera það. Þeir hika ekki við að spilla and- rúmsloftinu kringum sig, og valda þar hinum, sem ekki reykja, óþægindum eða jafnvel spilla heilsu þeirra. Fæstir hugsa út í þetta en kasta frá sér síga- rettunni, ef þeir eru beðnir þess. 9. mars var reyklaus dagur. Þjóð- trúin sagði að öskudagurinn ætti „átj- án bræður líka sér“. Vel má vera að reyklausi dagurinn eigi það einnig, og hann geti af sér aðra 18. Og þegar þeir bræður allir eru komnir í halarófu, verður eftirleikurinn sífellt léttari, og fyrr en varir er árið eða æfin öll orðin reyklaus. 1 stuttu máli sagt: Reykingamaðurinn spillir heilsu sinni. Hann spillir fjárhag sínum. Hann styrkir málstað andstæðrar ríkisstjórnar. Hann veldur samfylgdarmönnum sínum tjóni eða a.m.k. óþægindum. Þetta allt flýgur manni í hug á reyklausum degi, og einnig það að einn reyklaus dagur getur ef til vill orðið upphaf þess að firra hann öllu þessu, og gera bæði honum sjálfum og samferðamönnunum lífið léttara. Minnumst þessa og sjáum hvað setur. St. Std. Reyklaus dagur 106 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.