Mosfellsblaðið - 01.01.1999, Blaðsíða 6

Mosfellsblaðið - 01.01.1999, Blaðsíða 6
Heilsugæsla Mosfellsumdæmis að hruni komin Fyrsti héraðslæknir Mosfellinga var Daníel Fjeldsted, hann bjó í Reykjavík og mun hafa verið með læknastofu á Laugavegi til þjón- ustu fyrir héraðsbúa, li'klega frá 1950 til 1965, en þá tók Ólafur Jónsson, læknir við og flutti hann starfsemina í Hlégarð, sem mun hafa verið gífurleg breyting fyrir fólk í læknisumdæminu. sem spannar yfir Mosfellsbæ, Kjalar- nes, Kjós og Þingvallasveit. Ólafs naut ekki lengi við, því hann andaðist um ári eftir komuna hingað. Fyrsta læknamiðstöð landsins Árið 1966 var ráðinn nýr héraðslækn- ir í Álafosslæknishérað, sem svo hét þá. Var það Friðrik Sveinsson, en hann hafði verið um 9 ára skeið héraðslæknir á Þórshöfn á Langanesi. Um svipað leyti og hann tók til staifa í Hlégarði hófst bygging á nýjum læknisbústað við Varmá, sem síðar varð Hand- menntahúsið og hýsir nú félagsmiðstöð unga fólksins. Áður en til þess kæmi að Friðrik ílytti í hinn nýja læknisbústað, samdi þáVerandi yfirlæknir á Reykja- lundi, Oddur Ólafsson við Friðrik um það að starfsemi héraðslæknisins færði sig að Reykjalundi. - Varð þetta fyrsti vísir að læknamiðstöð á Islandi, þar sem náin samvinna var höfð milli héraðs- læknis og sjúkrahússlækna. Þetta sam- starf hélst óslitið með góðum árangri og mikilli samvinnu í læknisumdæminu, þar til Heilsugæslustöðin var ílutt í nú- verandi húsnæði í Kjarna þann 22. apr- íl 1998. Um leið fór heilsugæslan und- an yfirstjórn Reykjalundar undir stjórn heilbrigðisráðuneytis og þeiira sveitar- félaga, sem að henni standa. Ný Heilsugæslustöð - ný vandamál Við flutning Heilsugæslunnars.l. vor úr þröngu húsnæði í rýmri og betri vistarverur horfði starfsfólkið björtum augum fram á veginn. Þessari breyt- ingu fylgdi ný fimm manna stjórn, skipuð þremur fulltrúum sveitarfélag- anna, tveir frá Mosfellsbæ úr minni-og meirihluta llokka sem standa að bæjar- stjórninni, einn úr Kjós, einn úr röðum starfsmanna og formaðurinn, Björgvin Njáll Ingólfsson, sem er varabæjarfull- trúi Framsóknarmanna og skipaður er af heilbrigðisráðheira. Ennfremur var ráðinn sérstakur framkvæmdastjóri Q Mosrcllsblaðlð Heilsugæslunnar, Elísabet Gísladóttir, sem skv. tilskipan heilbrigðisráðuneyt- isins er sett yfir yfirlækninn. Á haust- dögum var ljóst að eitthvað mikið var að inni í Heilsugæslunni. Vitað var að læknamir áttu í launa- Gyjfi Guðjónsson skrífar baráttu, sem vísað vartil Kjaradóms og þeir sættu sig við þá málsmeðferð, jafn- framt virðist hafa verið brotið á þeim af ráðuneytisins hálfu hvað varðar skil- greiningu á stöðinni hvort hún starfi sem dreifbýlisstöð eða ekki og er hún skilgreind Heilsugæslustöð í þéttbýli. Læknar og stjórn Heilsugæslunnar virðast sammála um, að stöðin eigi að skilgreinast í dreifbýli, enda spannar hún yfir Mosfellsbæ, Kjalarnes, Kjós og Þingvallasveit. Framangreind atriði eru ekki að kné- setja Heilsugæsluna, heldur sú stað- reynd að miklir samstarfsörðugleikar hafa verið milli staifsfólksins annars vegar og stjórnarformannsins og fram- kvæmdastjórans hins vegar. Þessari staðreynd virðist stjórnarformaðurinn reyna að halda leyndri f viðtölum við fjölmiðla. Undir jól var samstarfið í nýju Heilsugæslunni brostið. Uppsagnir starfsfólks hófust Ásdís Sæmundsdóttir, hjúkrunar- fræðingur ritaði bréf 2. okt. 1998 til stjómar Heilsugæslunnar og bað um árs leyfi frá stöifum. Hún hóf leyfið um áramót. Sama dag ritaði hún annað bréf til starfsmannafélags Heilsugæslu- stöðvarinnar, þar sem hún sagði sig úr stjórn Heilsugæslustöðvarinnar sem varamaður. Ástæðan fyrir þessum að- gerðum Ásdísar munu vera samskipta- örðugleikar við framkvæmdastjórann og stjórnarformanninn, en ekki stuðn- ingur við launadeilu lækna eða önnur ágreiningsefni. Rósa Sveinsdóttir, annar læknarit- aranna hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. jan. 1999 og fer úr staifi 1. apríl. Þann 23. desember s.l. sendi starfs- fólk Heilsugæslunnar bréf til heilbrigð- isráðuneytisins þar sem m.a. var lýst yfir miklum .samstarfsörðugleikum við framkvæmdastjóra og stjórnarformann og óskað eftir starfsfriði. Afrit af þessu bréfi var sent landlækni, sveitarstjórn- um Mosfellsbæjar. Reykjavíkur. Kjós- arhrepps og Þingvallahrepps og stjórn- ar Heilsugæslu Mosfellsumdæmis. Þengill Oddson, yfirlæknir sagði upp störfum 1. jan. 1999 og fer úr starfi I. mars. Ingvar Ingvarsson, læknir sendi bréf 14. jan. s.l. og sagði starfi sínu lausu 1. febr. 1999 og fer úr starfi 1. maí. Gríma Huld Blængsdóttir, læknir sendi bréf 15. jan. s.l. og sagði upp starfi sínu 1. febr. 1999 og fer frá starfi 1. maí. Guðmundur Oskarsson, nýráðinn læknir við stöðina, hefur ekki staðfest ráðningarsamning sinn. Við Heilsugæslustöð Mosfellsum- dæmis starfa 19 manns, með þeim sem eru í hlutastörfum. Þegar þelta er ritað er ekki vitað hvort fleiri starfsmenn segja upp starfi. Þann 23. desember s.I. sendi starfsfólk Heilsu- gæslunnar bréf til heilbrigðisráðuneytis- ins þar sem m.a. var Iýst yfír miklum samstarfsörðugleikum við framkvæmdastjóra og stjórnarformann og óskað eftir starfsfriði. Afrit af þessu bréfí var sent landlækni, sveitar- stjórnum Mosfellsbæj- ar, Reykjavíkur, Kjós- arhrepps og Þingvalla- hrepps og stjórnar Heilsugæslu Mosfells- umdæmis. Viðbrögð Eins og nú er háttað málum er heil- brigðisráðuneytið með málið í skoðun og mun það einnig komið inn á borð land- læknis. Blaðið hafði samband við Jó- hann Sigurjónsson, bæjarstjóra. Hann kvað bæjarstjóm Mosfellsbæjar bíða átekta meðan heilbrigðisráðuneytið væri með málið í skoðun. - Haft var samband við Elísabetu Gísladóttur, fram- kvæmdastjóra Heilsugæslustöðvarinn- ar og hún spurð um ástæður þessa mis- sættis. Hún kvað miklar breytingar hafa orðið við flutninginn og að fá nýja stjórn með aðrar áherslur, ýmsar óvin- sælar ákvarðanir hefðu verið teknar sem einhverjir værn ósáttir við, að öðru leyti kvaðst hún ekki vilja tjá sig um málið á þessu stigi. Þengill Oddsson, yfirlæknir sagði nánast ekki vinnufrið á stöðinni vegna samskiptaörðugleika. Ef það leysti málin það eitt að hann færi frá stöðinni væri það í lagi, en málið leystist ekki með því, heldur risti það miklu dýpra milli starfsfólks og stjórnenda. - Fag- leg málefni ásamt rekstrarlegum þátt- um skýrðu þetta að hluta og eins mætti geta þess að stöðin væri skilgreind sem hluti af þéttbýlissvæði en læknarnir störfuðu í anda dreifbýlis, þar sem þarf einn lækni á hverja 1000 íbúa og því þurfi að fjölga læknum um a.m.k. einn til að ástandið bitni ekki á skjólstæðing- urn Heilsugæslunnar. Það sé ekki verið að veita þá þjónustu, sem stöðin geti gefið. Yfirlæknirinn árétlaði, að ætíð gætu komið upp málefni, sem ekki væri samstaða um, en slfk samskipti, sem væru inni á stöðinni gætu ekki gengið lengur og ekki hægt að una við það ástand. Erfiður flutningur Það var ljóst strax í upphafi, þegar í athugun var flutningur á Heilsugæsl- unni frá Reykjalundi, að sá fiutningur yrði ekki sársaukalaus, vegna hinnar löngu og farsælu sambúðar við Reykja- lund. Þetta átti bæði við starfsfólk og eins bæjarbúa. Þetta gerðist þó og þessi glæsilega heilsugæslustöð leit dagsins Ijós. Það virðist hins vegar hafa mistek- ist hjá stjórnarformanninum að rækta upp þá hlýju og vinsemd í garð staifs- fólksins, sem því var nauðsynleg við þessar miklu breytingar. Starfsfólkið hefur staðið vörð um heilsu og velferð

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.