Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1990, Síða 3

Heima er bezt - 01.09.1990, Síða 3
Út af þessari reynslu leggur Guð- laug síðan í grein sinni og viðurkennir fúslega, að þessi gamaldags kennslu- aðferð, sem talin var úrelt, hefði komið sér á óvart sem rétt leið í kennslunni. Hún vekur athvgli á því, að texti íslendingasagna láti einkar vel í eyrum, enda var hefðin sú að segja þær eða lesa upphátt í aldanna rás. Síðan bætir hún við: „Evru manna hafa lítið breyst, en ungling- arnir nú til dags. sem komnir eru langt frá sagnahefðinni, þurfa leiðahnoð til að nálgast bókmenntaarfinn. Þessi leið reyndist fær. Allir lásu, allir heyrðu og allir voru með þegar staldrað var við fleygar setningar sem hugsanlega hefðu farið framhjá nem- anda sem af skvldurækni þvældi sér til að lesa nokkra kafla heima.“ Þessa athyglisverðu játningu kenn- arans hefði enginn skilið fyrr á öld- inni, því þá efuðust rnenn ekki um gildi þeirrar aðferðar. sem hún strauk rykið af og lét eftir sér að nota. Það er ekki ofsögum sagt. að nýjungagirnin hlaupi ósjaldan með okkur Islendinga í gönur og ég hvgg að það eigi ekki síst við á sviði menntamála. Þetta sýnist ekki flókið, en ef til vill er erfitt að kyngja þeim mistökum virtra uppeldis- og kennslufræðinga. að varpa fyrir róða hefðbundnum að- ferðum, sem vel hafa dugað, m.a. þeim, að kenna börnum og ungling- um ljóð og láta þau lesa upphátt sem lengst hvert fyrir annað. — B. G. Heima er bezt. Þjóðlegt heimilisrit. Stofnað árið 1951. Kemur út mánaðarlega. Útgefandi: Bókaforlag Odds Björnssonar. Ritstjóri: Bolli Gústavsson í Laufási. Áhyrgðarmaður: Geir S. Björnsson. Heimilisfang: Tryggvabraut 18-20. pósthólf 558, 602 Akureyri. Sími 96-22500. Áskriftargjald kr. 2.000,00. í Ameríku USD 30.00. Verð stakra hefta kr. 250,00. Prentverk Odds Björnssonar hf. HEIMA ER BEZT 9. tbl. 40. árg. SEPTEMBER 1990 Bolli Gústavsson í Laufási „Lesa og skrifa list er góð“ - Leiðari 270 Hjálmar Jónsson Hann stökk um borð með sængina og bíómiða Viðtal við Kristján Helgason skipstjóra á Sauðárkróki Jakob Frímann Magnússon Sjónarmið 279 Sigríður Guðmundsdóttir Schiöth Leikstarfsemi í Grýtu- bakkahreppi árin 1922-1930 281 Erlendur Sigmundsson Tvö ljóð 283 Bolli Gústavsson í Laufási „Það að yrkja er þjóðar- gaman“ - Vísnaþáttur 284 Guðrún E. Jónsdóttir Leiðrétting 285 Sögulegar ljósmyndir XXXII 286 Guðrún E. Jónsdóttir Hrognin sótt 287 Bolli Gústavsson í Laufási Selárdalskirkja 288 Gísli Jónsson Um nöfn Strandamanna 1703-1845 Síðari hluti 289 Einar Haukur Eiríksson Bréf til Gísla Jónsonar 296 Forsíðumyndin er af togaranum Skagfirðingi SK 4 á siglingu. — Ljósm.: Páll A. Pálsson. Innfellda myndin er af Kristjáni Helgasyni, skipstjóra á Sauðárkróki. 298 Bolli Gústavsson í Laufási Bókahillan 302 Árni Davíðsson Sjóferðaminningar Arna Davíðssonar 1875-1878, fjórði hluti Kristmundur Bjarnason bjó til prentunar Heima er bezt 271

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.