Heima er bezt - 01.09.1990, Page 5
að örmagnast á Vestfjarðamiðum. Það er rétt að töluvert
veiddist, - en bara í örfáar vikur. Svo byrjaði harkið aftur.
Engar fréttir hafa birst um það að sjómenn væru að ör-
magnast úr leiðindum vegna aðgerðaleysis. En svona er
nú sjómennskan.
Ætt, uppruni, skólaganga
Ég spyr Kristján um ættir og uppruna. Hann hrósar happi
yfir því að ættarmót var haldið á liðnu sumri, þar sem
hann fékk gleggri upplýsingar um ættir sínar en hann
hafði aflað sér fram að því.
Ég er fæddur 17. ágúst 1955 í Reykjavík. Ættir á ég
þó ekki þar, hvorki móður- né föðurætt. Faðir minn heitir
Helgi Veturliðason. Hann ólst upp á Hesteyri við Isa-
fjarðardjúp. Þegar hann var tólf ára gamall missti hann
föður sinn. Eftir það þurfti hann að sjá um sig sjálfur, mikið
til. Svona var þetta oft áður fyrr. Veruleg hnignunarmerki
voru þá komin á byggðina í Jökulfjörðum og þess ekki
langt að bíða að hún legðist af. Þarna veit ég þó að bjó
kjarngott fólk, sem vildi þrauka í sinni heimasveit. Pabbi
hefur sagt mér ýmsar sögur af því. Hann þurfti að hafa
mikið fyrir lífinu í þá daga. Þó sá hann ekkert eftir því
síðar og ég held að hann hafi viljað láta mann hafa nokk-
uð fyrir lífinu. Það myndi herða á unglingsárunum að
verða að standa á eigin fótum og taka ákvarðanir. Það
getur líka verið að það erfist, að vilja vinna mikið. Ég
byrjaði snemma að vinna og verð alltaf að hafa eitthvað
fyrir stafni. Mér leiðist ef ekkert er að gera.
Móðir mín heitir Anna Kristjánsdóttir. Hún er fædd
í Ólafsfirði og ólst þar upp þar sem faðir hennar var bak-
ari. Hann hafði búið hér í Skagafirði í nokkur ár þar
Kristján ásamt foreldrum sínum, Ónnu Kristjánsdóttur og Helga
Veturliðasyni.
Kristján í brúnni, einn á skipstjóravakt.
sem hann lærði bakaraiðnina hjá Snæbirni bakara á Sauð-
árkróki. Lengra aftur á ég ættir hér í Skagafirði. Langa-
langafi minn hét Jón Guðmundsson, öðru nafni ,,Jón
brennir". því að hann bjó í Brennigerði. Hann var lengi
hreppstjóri hér, bóndi og útgerðarmaður. Hann lét mikið
að sér kveða á fleiri sviðum, t.d. í verslun en hann var
m.a. einn af stofnendum Kaupfélags Skagfirðinga. Það
er skrýtin tilviljun að ég skyldi setjast að á slóðum þessa
forföður míns hér á Sauðárkróki.
Skólagangan var eins og hjá öðrum, stundum lært og
stundum ekki. Fótbolti og handbolti voru miklu meira
spennandi heldur en ferkantaðar námsbækurnar, enda
þótt einkunnir væru fyrst og fremst gefnar fyrir bóklegu
fögin. Fyrst eftir að ég tók til við handboltann var það
eftir nær vetrarlanga þjálfun að þjálfarinn tók sig til og
hundskammaði okkur. Aðeins einn maður hefði tekið
framförum allan veturinn, en það hefði verið ég vegna
þess að ég hefði lært að grípa boltann. Það var semsagt
ekki úr háum söðli að detta. Það vantaði þó ekki áhugann
og metnaðinn og mér var farið að ganga sæmilega í hand-
boltanum þegar ég hætti vegna sjómennskunnar. Það var
hins vegar ekki fyrr en í Stýrimannaskólanum sem ég
hafði virkilegan áhuga fyrir náminu.
Sveitadvöl í Eyjafirði
Á sumrin var ég í sveit norður í Eyjafirði, nánar tiltekið
á Kambi í Öngulsstaðahreppi. Þangað fór ég fyrst á sjö-
unda árinu og var fram yfir fermingu. Á Kambi bjó ákaf-
lega gott fólk, Guðmundur Jóhannsson og Helga Sigurð-
ardóttir ásamt fósturdótturinni Sólveigu. Þau voru fjöl-
skylda mín á sumrin. Sérstakt við aðstæðurnar var það,
að á Kambi var búið í torfbæ. Eftir á finnst mér mikið
til um að hafa átt heima í slíkum bústað, þótt ég kynntist
því ekki yfir veturinn. í gamla bænum var alltaf hlýlegt
og snyrtilegt þótt auðvitað væri miklu erfiðara að halda
Heimaerbezt 273