Heima er bezt - 01.09.1990, Side 11
Nýöld í Eyjafirði
Norðlenskir verktakar og athafnamenn munu að líkindum
vonsviknir og hrelldir yfir álversmálinu. Vonin um að loks
hlypi nú á snærið hjá norðlenskum byggingafyrirtækjum
hefur vafalaust frestað annars óhjákvæmilegum gjaldþrot-
um og búferlaflutningum. Atgervisflóttinn til Reykjavík-
ur heldur áfram þangað til fólk áttar sig á að vandamálin
eru til staðar þar ekkert síður en annars staðar og það
er í sjálfu sér engin gulltrygging fyrir hamingju og hagsæld
að hlaupa í fangið á strákunum með stóru peningana
handan fjallsins.
Víst hefði það verið búhnykkur fyrir Eyfirðinga að fá
álver einkum fyrstu 10-15 árin, meðan helstu framkvæmd-
ir stæðu yfir. Hins vegar má einnig Iíta á það sem blessun
að þessari blómlegustu og búsældarlegustu byggð landsins
verður nú, enn um sinn a.m.k., hlíft við því óyndi sem
óhjákvæmilega fylgir stóriðju af þessu tagi. Það eru nefni-
lega að líkindum jafnmikil verðmæti fólgin í því þegar
til lengri tíma er litið að halda svæðinu ómenguðu og
útlitslega óspjölluðu. Slík svæði verða fágætari með
hverju árinu og þarafleiðandi eftirsóttari af ferðamönnum
sem og þeim sem sækjast eftir hollum og ómenguðum
afurðum og ekki síst því fólki sem hreinlega kýs að búa
fjarri stóriðjuskarkala og stressi.
Ein af ástæðum þess að álversframkvæmdir við Eyja-
fjörð frestast um óákveðinn tíma var rödd hins fámenna
en háværa hóps sem setur ómengað loft og umhverfis-
vernd ofar gróðasjónarmiðunum. Alversmógúlar nenna
ekki að hlusta á slíkar raddir né að eiga yfir sér mótmæla-
göngur og kröfuspjöld þegar þeir geta plantað sér fyrir
austan eða sunnan án slíkrar hættu. Og einhverjir hefðu
vafalaust tilhneigingu til að kalla umhverfisverndarhópinn
fámenna í Eyjafirði bæði forpokaðan, þröngsýnan og
gamaldags. Þannig vill nú hins vegar til að raddir slíkra
hópa eignast sífellt betri hljómgrunn í löndum þar sem
mengunarvaldandi stóriðja hefur verið stunduð að ein-
hverju ráði. Og jafnhliða því hefur þegar tekið að gæta
áhrifa hinnar svokölluðu nýaldar, jafnt hér sem annars
staðar.
Hvað er nýöld?
Nýöld er þýðing á enska hugtakinu ,,New age“, en beggja
vegna Atlantsála hefur hugmyndafræði nýaldar vaxið fylgi
undanfarinn áratug. í heimspeki nýaldarinnar er að finna
ný sjónarmið og nýjar viðmiðanir í sambandi við flest
sem lýtur að lifnaðarháttum og velferð mannfélagsins.
Sagt er að allt kalli á andstæðu sína og nýöldin táknar
einmitt andhverfu hins háspennta lífsgæðakapphlaups
nútíma samfélags. Nýaldarsinnar gera sér glögga grein
fyrir því hvert stefnir í umhverfismálum plánetunnar og
breyta í samræmi við það. Samhengið á milli sjúkdóma
og mataræðis, streitu og hjónaskilnaða, umhverfis og
langlífis eru dæmi um einfaldar uppgötvanir í anda nýald-
ar, uppgötvanir sem kannski hafa legið ljósar fyrir lengi,
en eru í seinni tíð að hafa sífellt meiri áhrif á daglegt
líf og lifnaðarhætti fólks. Fleiri dæmi má nefna: Vinsældir
hinna margvíslegu slökunarnámskeiða, ásókn í hvers kyns
andlega iðkun, innan kirkju sem utan, breytt mataræði,
einkum meðal ungs fólks og síðast en ekki síst stóraukinn
áhugi á umhverfismálum. Allt eru þetta vísbendingar um
hin nýju sjónarmið sem víðast hvar eru kennd við ,,New
age“ eða nýöld.
Eyjafjörður - tákn nýaldar á íslandi?
í stað þess að sökkva sér í álversharminn er rétt að Eyfirð-
ingar skoði sína stöðu í nýju Ijósi og einbeiti sér í bili
að hinum fjölmörgu möguleikum og kostum því samfara
að vera lausir við álversörtröðina og mengunina. Þó svo
að suðvesturhornið muni smám saman hverfa í
koltvísýringsmettaðan og eiturmengaðan stóriðjumökk er
ljóst að margar þjóðir sem svipað er komið fyrir renna
Jakob Frímann Magnússon fæddist í Kaupmannahöfn 4.
maí 1953 sonur hjónanna Bryndísar Jakobsdóttur frá Ak-
ureyri og Magnúsar Guðmundssonar frá Hvítárbakka í
Borgarfirði. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð 1972, og stundaði jafnframt nám við Tónlist-
arskólann í Reykjavík. Stundaði nám við H.í. 1975-77,
og starfaði jafnframt sem blaðamaður á DV. Starfaði í
Bretlandi og Bandaríkjunum við hljómplötu- og kvik-
myndagerð og hefur framleitt fimm kvikmyndir, sjö
hljómplötur undir eigin nafni auk allra hljómplatna
hljómsveitarinnar Stuðmenn, sem hann stofnaði árið 1969
ásamt Valgeiri Guðjónssyni. Hefur starfrækt eigið hljóð-
ver og auglýsingafyrirtæki undanfarin ár samhliða hljóm-
leikafcrðum innan lands og utan. Sambýliskona Jakobs
er Ragnhildur Gísladóttir söngkona og eiga þau dæturnar
Bryndísi 3 ára og Ernu 13 ára.
Heimaerbezt 279