Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1990, Page 15

Heima er bezt - 01.09.1990, Page 15
Okkur þótti þetta ákaflega skemmtilegt, okkur fannst leikararn- ir stórkostlegir, litum upp til þeirra og óskuðum okkur, að mega líkjast þeim. Við dáðumst að Soffíu í Mið- gerði, sem lék vinnukonuna í Happ- inu, hve vel hún sýndi ástarsorg sína, hún grét fögrum tárum svo eðlilega - en síðar fréttist, að hún hafði falið lauksneið í lófa sínum, sem auðveld- aði táraflóðið. Snjallt? Ekki er nú vitað, hve mikill ágóði varð af þessum leiksýningum, en sjálfsagt hefur hann verið umtals- verður, leikritin voru sýnd oft við góða aðsókn. Eftir að skólahúsið á Grenivík var byggt (1925) batnaði aðstaða til leiksýninga allmikið. Man eg eftir að þar voru leikin ,,Apakötturinn“ og ,,Upp til selja“, skemmtileg þýdd stykki. Voru Grenivíkursystur, Gunnhildur og Steingerður Arna- dætur, þar fremstar í flokki, ágætis leikarar og sungu vel. Frægt varð, er þær fengu eldri mann sem aldrei hafði leikið, Benedikt í Sæborg á Grenivík, til að leika skólakennar- ann í ,,Upp til selja“, klæddu hann í ,,sjakket“ af föður sínum, sr. Arna, og gerði hann hlutverkinu sérlega góð skil. Þetta eru nokkrar æskuminningar frá fyrstu kynnum mínum af leik- starfsemi í Grýtubakkahreppi. Mér eru þessar sýningar mjög hugstæðar, barnshugurinn opinn og næmur fyrir öllu nýstárlegu og skemmtilegu. Aðrir taka ef til vill upp þráðinn og lýsa seinni tíma leikendum og Ieikrit- um, sem sýnd hafa verið í Grýtu- bakkahreppi. Læt eg hér staðar numið. Heima er bezt 283

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.