Heima er bezt - 01.09.1990, Blaðsíða 22
af voru sex í Dalasýslu. Tekur þetta svipmikla nafn að
einangrast þar um slóðir. Árið 1845 hefur fækkað um
helming, og eru þrjár í Dölum en ein í Strandasýslu.5) Tíu
árum síðar eru enn fjórar og allar í Dölum. Árið 1910 eru
enn tvær Kolþernur. báðar fæddar í Dalasvslu. Síðan ekki
söguna meir. En nú skíra menn einstöku sinnum Kolfinnu
og Kolfrevju og mörgum sinnum Kolbrúnu.
La/íla er erfitt nafn að skýra. Það kemur aðeins fyrir í
samsetningunni Lilja Lalíla. Hin fyrsta, sem bar þessi nöfn.
fæddist u.þ.b. 1734 og varð ljósmóðir í Guðlaugsvík í
Hrútafirði.6) Eftir henni hétu nokkrar, eins og gerðist um
góðar ljósmæður. Nefndust þrjár konur Lilja La/íla 1801.
tvær á Kollsá áðurnefndar og ein á Fæti í Eyrarsókn í
ísafjarðarsýslu. Árið 1845 bera tvær konur nöfn þessi.
fyrrnefnd Lilja Lalíla í Heydal og alnafna hennar, 31 árs, í
Knarrarhöfn í Hvammssveit í Dölum. Tíu árum seinna
heita enn tvær konur þessu nafni, báðar í Strandaýslu. en
svo hverfur það.
Er þetta afbökun úr Dalíla? Er þetta trall: „la-lí-la“, eins
og sungið er. þegar í texta segir að hittast skuli í kvöld við
ósinn? Er þetta barnabuldur? Eða er þetta afbökun úr
Lalía? Ein var Lalía á íslandi 1703, Eiríksdóttir, sex ára í
Haga í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu. Lalía gæti verið
stytting úr Evlalia (= ,,fagurtalandi“), en það gæti líka
verið sjálfstætt nafn, „sú sem talar“, af grísku laleo = tala.
í sambandi við nafnið Lilja Lalíla verða spurningarnar
margar, en svörin fá.
Lýður er þýskættað nafn, skylt Leule á þýsku sem merkir
þjóð eða fólk. Nafnið mun hafa borist hingað um dönsku,
og til var þýsk-danska nafnmyndin Liutger (,,Lýðgeir“),
eiginlega sá sem berst fyrir fólkið. Má mikið vera, ef Lúther
er ekki sama nafn í upphafi sínu.
Einn var Lýður hér á landi 1703 og sá í Dalasýslu, en
1801 voru fjórir. þar af einn Strandamaður ungur. Lýður
Jónsson í Skálholtsvík í Óspakseyrarsókn, tveggja ára.
Mönnum með þessu nafni fjölgaði á 19. öld, ekki síst á
Ströndum. urðu þar þrír 1845 og sjö tíu árum seinna.
Nafnið Lýður hefur haldist allvel, eru 35 í þjóðskrá 1982
sem svo heita aðalnafni eða einu. Skírðir þrír 1976 og einn
1985.
Magndís er síðari tíma samsetning. í manntalinu 1845
eru tvær, hin eldri Magndís Magnúsdóttir, 24 ára, á Felli í
Fellssókn í Strandasýslu. Föðurnafn hennar kynni að hafa
haft áhrif á nafnsmíðina. Hin var Sveinbjörnsdóttir, átta
ára. á Ósi í Rafnseyrarsókn. Nafn þetta hélst í Strandssýslu.
voru þar þrjár 1855, og af 11 Magndísum 1910 voru sex
fæddar Strandamenn. Konur með þessu nafni eru 10-15 á
síðari árum. Þrjár voru svo nefndar 1982.
Magnlaug er einnig smíð þeirra Strandamanna. en miklu
sjaldgæfara. Magnlaug Magnúsdóttir. 17 ára vinnukona á
Reykjanesi í Árneshreppi 1845, er víst eina konan sem því
nafni hefur heitið.
Pantaleon er grískt nafn og talið merkja „sá sem hefur
samúð með öllum“. Heilagur Pantaleon frá Nicomediu.
5) Kolþerna Þórðardóttir. 47 ára. húsfrevja á Krossárbakka.
6) Jón Helgason: Islenskt mannlíflU.
læknir og píslarvottur. lét lífið fyrir trú sína árið 305.
Messudagur hans er 27. júlí. Sr. Sigurður Ketilsson á
Ljótsstöðum í Vopnafirði (1689-1730) orti rímur af Panta-
leon píslarvotti.
Elsta dæmi þessa nafns á íslandi er Pantaleon Ólafsson
prestur á Stað í Grunnavík, sá er Ögmundur Pálsson
bannfærði 1531. Árið 1703 hétu fjórir íslendingar nafni
þessu, en 1801 voru þeir tveir, annar þeirra barnungur
Strandamaður. Pantaleon Þórólfsson á Óspaksevri. Hann
var 1845 kominn að Kambi í Árnessókn, en horfinn 1855.
Árið 1910 var einn Pantaleon á Islandi. fæddur í Dalasýslu,
og síðan hverfur nafnið hér. Styttingin Panti var til í ísa-
fjarðarsýslu 1703.
Pálína er 19. aldar myndun af Páll að erlendum hætti.
Páll merkir lítill (lat. paulus). Mjög er erfitt í upphafi að
halda sundur gerðunum Pálína og Pálin, en hin fyrri varð
brátt alls ráðandi. Nafnið kom upp nokkuð skyndilega.
engin íslensk kona hét Pálína 1801, en voru orðnar29 1845.
ellefu þeirra Pálsdætur. Þá voru tvær Pálínur á Ströndum.
24 og 13 ára. Blómaskeið Pálínu-nafns á íslandi var síðari
hluti 19. aldar. og eru Pálínur 327 árið 1910. Síðan hefur
nokkuð fækkað. einkum hlutfallslega. Nafnið er þó enn
mikið notað, t.d. skírðar fimm 1976 og sex 1982.
Eins og fyrr segir, er Pálína myndað af Páll. Stundum hef
ég grun um að menn hafi haldið áfram. í stað þess að líta
við, og til verður karlheitið Pálínus. Ekki þarf þetta þó svo
að vera, því að til var latneska heitið Paulinus og kemur
fyrir í dýrlingatali.
Rósmundur er ung samsetning. Fyrstur með þessu nafni
mun vera Rósmundur Klemensson sem var átta ára á
Kambi í Árnessókn í Strandasýslu 1801. Vel má hugsa sér
að þessi maður hafi verið heitinn í höfuðið á Rósu og
Guðmundi til dæmis, en þá má ekki gleyma kvenheitinu
Rósamunda sem kunnugt var af bókmenntum. í því nafni
er fyrri liðurinn sennilega samstofna íslensku orðunum
hrós og hróður, en ekki latneska blómsheitinu rosa. En hvað
sem þessum vangaveltum líður, lifði nafnið Rósmundur,
einkum á Vestfjörðum. Árið 1910 heita 14 menn þessu
nafni. þrír þeirra fæddir Strandamenn. Nafnið er mjög
sjaldgæft í síðustu árgöngum.
Sakarías er úr hebresku Zecharja. Nafnið er þýtt á ís-
lensku með mismunandi hætti, eitthvað í sambandi við
minni, hugmyndir eða frægð guðs. Þetta heiti hafa borið
frægir menn á fjarlægum slóðum.
Einn var Sakarías á íslandi 1703, Ólafsson í Ási í Álfta-
neshreppi í Gullbringusýslu. Á 19. öld voru þeir jafnan
10-15, einna flestir 1845, og báru þá tveir Strandamenn
nafnið. Nú heita örfáir íslendingar Sakarías.
Sigurbjört er ung íslensk nafngift og sýnist eiga upptök
sín í Strandasýslu. 1 manntalinu 1845 var aðeins ein, Sig-
urbjört Hallgrímsdóttir, átta ára, á Eyri í Ámeshreppi. Þar í
sýslu helst nafnið á 19. öld og lifir enn. þó fátítt sé.
Steinríður var áður Steinfríður, enda er síðari hlutinn
samstofna frjá = elska, friður og friður. Nafn þetta á fornar
rætur. en var aldrei algengt. Árið 1703 hétu fjórar íslenskar
konur Steinríður (engin Steinfríður), þeirra á meðal ein í
Strandasýslu, Steinríður Þórðardóttir, tvítug „vinnukven-
290 Heima er bezt