Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1994, Page 20

Heima er bezt - 01.09.1994, Page 20
inn til að sækja móður sína. Þau hjónin þurftu að vera komin til Reykjavíkur aftur um kvöldmat. Þau þurftu að nota kvöldið í heimsókn. Það var líka ólíklegt að liann gæti eytt einum degi handa móður sinni. Rósa átti svo erfitt með gang. að hún gat ekki farið með áætlunarbíl- um. Hún hafði dottið og brotnað og þurfti síðan að ganga við hækju. Helga og Rósa höfðu skrifast á síðan hún og Bjarni fluttu burtu og líka eftir að Rósa flutti á dvalar- heimili aldraðra. í haust sem leið hafði Rósa skrifað Helgu, að Sveinn sonur sinn hefði boðið sér í vor þegar hann kæmi til Reykjavíkur að keyra hana til þeirra Bjama og sækja hana svo áður en hann færi úr Reykjavik, sem alltaf yrði vika eða meira. Nú væru bömin sín, sem að voru erlend- is, búin að senda sér nýjar myndir af fjölskyldunum. Hún ætlaði að koma með allar myndirnar frá þeim og bréfin líka. Þær hlökkuðu til þess allan veturinn að vera saman þessa daga og töluðu um það í hverju bréfi. Þau hjónin glöddu sig sameiginlega við að tala um þegar Rósa kæmi og að undirbúa komu hennar. Eitt af því var að bera dív- im neðan úr geymslu í kjallaranum upp í stofukrílið, svo Bjami gæti sofið þar. En Rósa átti að sofa í hjónarúminu hjá Helgu vinkonu sinni. Svo kom Jóhann nágranni þeirra eitt kvöldið um vorið. Þá bað Bjami hann að bera með sér dívaninn úr kjallar- anum upp í stofuna, svo að ekki þyrfti að fara að snúast í því þegar Rósa væri komin. Nú var Rósa komin og farin á einum og sama deginum með bréfin frá bömunum sínum ólesin. eins og þau Bjami hefðu haft gaman af að heyra þau. Þau höfðu þekkt bömin hennar Rósu frá því að þau fæddust og þar til þau fóm að heiman. Marga flíkina og fleira höfðu þau gefíð þessum bömum, en þau voru boðin og búin til að hjálpa þeim eða fara í sendiferðir fyrir þau. Alltaf kom gleði og hlýja með komu þeirra á þetta barnlausa heimili, og þau nutu þess að hafa bömin hjá sér og gleðja þau með því að gefa þeim það sem þau vantaði mest. Syst- umar höfðu skrifað henni fyrst eftir að þær fluttu til Am- eríku og sent þeim smágjaftr fyrir jólin. Bróðir þeirra kom til þeirra fyrir fáum árum, og þá var hann tvo daga hjá þeim. Síðan ók hann með þau til móð- ur sinnar. og þau fóm öll í ferðalag um gömlu átthagana. Nú höfðu systkinin í Ameríku þrábeðið móður sína að koma í heimsókn til sín, þegar Sveinn kæmi vestur til þeirra. Það væri ekki svo sérstaklega erfitt fyrir hana að fljúga þangað, af því hún væri ekki svo biluð til heilsu nema til gangs. En fargjald og allt sem þetta kostaði hana skyldu þau borga, og þau væru búin að senda sér pen- inga. Raunar hefðu þau gert það oftar og beðið hana að kaupa sér það sem að hún þyrfti fyrir þá. En Sveinn og frúin voru svo sannfærð um að hiin þyldi ekki svona mik- ið ferðalag. Hún gerði sér ekki ljóst hvað þetta væri mikil breyting á öllu frá því sem hún væri vön og hitamir í Ameríku hættulegir gömlu fólki. Það var þá sem Sveinn bauð henni að flytja hana og sækja hana aftur til Helgu og Bjarna. Nú í dag fann hún að Rósa átti bágt, hún Rósa sem var svo rík að hennar mati að eiga þessi duglegu og góðu böm, nema Svein, sem hún gat ekki talið með böm- um Rósu á þann hátt. Eftir að hún talaði við Rósu í dag, vissi hún að hún þráði að hitta bömin sín og treysti sér í ferðalagið, því að hún sagði: „Mig vantaði aðeins að þau hvettu mig í ferðalagið og að ég fyndi að ég væri velkomin að fara með þeim. En þau hafa skammast sín fyrir að hafa mig með sér, og það hefði eitthvað breytt þein-a ferð um Bandaríkin að koma mér fyrst til dætra minna. Ég hefi nú heyrt hjá tengdadóttur minni að ég ætti að kaupa mér þessi og þessi föt, en þau hafa ekki boðið mér að keyra mig til þess eða fengið mér peninga til eins eða annars. Ég á nóg fyrir mig, og geymi það t sparisjóðsbók. Þau hafa nú líka bætt við það Ameríkubömin mín. Séra Jónas Ingjaldsson geymir sparisjóðsbókina mtna, þú manst eftir honum. Hann var leikfélagi drengjanna minna heirna fyr- ir vestan. Hann ætlar að sjá um þegar ég dey að ég verði flutt vestur og jarðsett hjá manninum mtnum og drengj- unurn, sem við misstum. Þau koma öðru hverju til mín prestshjónin, síðan ég flutti til Reykjavíkur. Þau hafa ver- ið ntér mjög góð. Það var prestsfrúin sem fór með mér í búðir og valdi handa mér þessa kápu sem að ég er í núna. Hún sagði um leið að ég gæti farið í þessari kápu til Am- eríku, ef ntér dytti það í hug. Þá var ég nærri búin að segja prestshjónunum frá boði bama minna, en gætti að mér í tæka tíð, því að þau hefðu þá gengið í málið að ég færi með þeim. en ég vil ekki fara með þeim til að skemma fyrir þeitn ferðalagið, eða það fannst mér liggja í loftinu. Það ntá líka vel vera að þau hafi verið hrædd um að ég hefði ekki heilsu til að dvelja úti í Ameríku. En til hvers á ég að lifa áfram og verða kannski rúm- fastur aumingi? Það eru mér allir góðir á elliheimilinu, en enginn tími til að það sé heitnilislegt. Það er oft skipt um starfsfólk, svokallaðar vaktir, og allir eru alltaf að flýta sér, bæði að heiman og heim. Mér væri santa þó ég kæmi heim í kistunni minni, ef ég væri búin að lifa þann sum- arauka að vera með burtfluttu bömunum mtnum og sjá barnabörnin rnín og tengdabömin. Svo ætluðu þau að flytja mig á milli sín og sýna mér svo margt, sent er tnér ótrúlegt." Helga fór að taka af borðinu og undirbúa kvöldnrat, sem var veislumatur á mælikvarða þeima hjóna, en átti að vera í kvöld til að fagna Rósu. Það var venja hennar að hafa matinn til á réttum tíma handa Bjama, þó að þau væru sjálfs sín húsbændur. Gott var meðan hægt var að hlakka til að eiga von á Bjama heim og hafa fleiri en sjálfan sig að hugsa um. Itlafll 304 Heima er best

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.