Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 26
Jóhann Helgason frá Hnausakoti: Bundið af engjum á er nú komið að morgni þess 1] | dags þegar binda skal heim. Byrjað var á því að sækja hest- ana. Það gerði sá sem átti að fara á milli þann daginn. Þeir sem þetta starf höfðu voru kallaðir „milliferða- menn.“ „Það er um að gera að taka daginn snemma," sögðu gömlu bændurnir. „Morgunstund gefur gull í mund.“ Risið var úr rekkju milli kl. 6 og 7 að morgni til að sækja hesta. Síðan var lagður reiðingur á einn hest og sett á hann reipin, eins mörg og hest- amir voru margir hverju sinni. Síðan tók sá, sem átti að binda, við hestin- um og konan sem átti að vera í band- inu, eins og það var kallað, en henn- ar starfi var að setja föngin á reipin. Að jafnaði voru sett fimm föng á reipið, tíu föng í kapalinn. Mjög var misjafnt hvað sátumar voru þungar. Það fór eftir því hvort föngin voru blaut eða heyið hálfþurrt en ég giska á að yfirleitt hafi sátan verið milli 40-50 kíló að þyngd. Nokkurn tíma tók að binda á hest- ana. Gafst því góður tími fyrir þá sem heima voru að leggja á reiðing- ana, því það þurfti að vanda vel. Hver hestur hafði sinn reiðing yfir sumarið. Með hestunum kom svo annar umgangur af reipum. Mjög var misjafnt hve mikið var bundið yfir daginn. Það gat munað allt frá 50 köplum upp í 80 og þá var borið á tíu hestum, annars fimm. Ég ætla að lýsa einum degi við heyskap á fyrri tíð en þar voru vinnu- brögð óbreytt áratugum saman þar til heyvinnu- vélar komu til sögu. Fram að því var engja- heyskapur stundaður og hófst hann strax og búið var að hirða töðuna af túnum. Ég hygg að það hafi verið föst venja að binda heim, eins og það var kallað, einn dag í viku. Mjög var það misjafnt hve margir hestburðir voru bundnir hverju sinni. Fór það eftir því hvað slægjan var góð. Það var talið viðunandi ef góður sláttumaður sló fimm kapla á dag. Yfirleitt voru hestarnir reknir. Þeir lestuðu sig og oftast var sami hestur- inn fremst. Það þurfti að fylgjast vel með hvort hallaðist á og ef það gerð- ist þurfti snör handtök og hlaupa fram með lestinni til að „taka í“ áður en snaraðist af. Færi það svo og milliferðamaður ekki baggafær, varð að láta sátumar liggja eftir. Þótti þá gott ef það tókst hjá milliferðamanni að rétta reiðinginn af. Þegar komið var til baka með lestina og sagt frá tíðindunum var sá ávíttur fyrir að hafa verið of seinn að átta sig á hvað var að gerast og þetta skyldi verða honum víti til vamaðar eftirleiðis. Þegar heim á þurrkvöll var komið var einhver þar til staðar til að hjálpa milliferðarmanninum að hleypa nið- ur af hestunum. Þá voru höfð hröð handtök vegna hestanna svo að þeir þyrftu ekki að standa lengi undir sát- unum. Síðan voru reipin gerð upp og látin á klakk. Því næst snaraði milli- ferðamaðurinn sér á bak reiðhesti sínum og rak lestina af stað í næstu ferð. Þegar lokið var við síðustu ferð var eins og hestamir fyndu það á sér. Þeir röltu ótilkvaddir heint að hús- dyrum þar sem venja var að spretta af þeim. Voru þeir þá svitastorknir undir reiðingnum. Nú þótti þeim gott að velta sér, gerðu það hvað ofan í annað, stóðu upp á milli og hristu sig. Það er komið kveld. Fólkið á bæn- 310 Heima er best

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.