Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1994, Page 30

Heima er bezt - 01.09.1994, Page 30
Framhaldssagan „ÁRNI í KLOMBRUM ÍO. HLUTI Jón Guðmundsson frá Beruvík: túlkurnar gátu að vísu ekki hrakið þessa staðhæfingu þeirra með öðru en að setja á sig þykkjusvip, því engir vottar voru við höndina, eins og gefur að skilja. En háðfuglarnir létu ekki sitja við orðin tóm. Þeir þurftu ekki annað en hvísla því að náunganum að margar ungu stúlkumar, þeir vissu ekki tölu á þeim, væru í óða önn að búa sig út í bónorðsferð að Klömbrum til að biðja Áma. Þegar þeir voru búnir að koma undir þetta fótunum, flaug það um alla sveitina á fáum dögum. Ungu stúlkurnar urðu náttúrlega svo reiðar þess- um fréttum að þeim kom ekki dúr á auga í margar nætur. Hve margir urðu til að trúa þessum fréttum, greinir ekki sagan frá, en hins getur hún að Árni hafi trúað þessu fyrstur manna. Vonin í brjósti hans blossaði upp að nýju með tvöfalt meira afli en nokkurn tíma fyrr. En fátt er svo illt að ekki fylgi nokkuð gott því upp frá þessu þvoði Ámi sér rækilega á hverjum morgni og þurrkaði framan úr sér með treyju- ermum sínum. Fór síðan upp á bæ, setti hönd fyrir augu og skyggndist í allar áttir. En dagamir liðu svo að stúlkumar létu ekki sjá sig í Klömbrum. Mánuð eftir þetta bar svo til að Ámi þurfti að fara út á Eyri. Var þá komið undir jól og ótíð hin mesta. Einn morgun skömmu fyrir jólin var Ámi árla á fótum og leit til veð- urs. Var logn en þykkt í lofti og með sígandi frosti. Snjór var mikill svo hvergi sá á dökkan díl. Fór hann inn aftur og bjó sig í skyndi. Kvaðst hann vilja komast heim sama daginn því ekki væri gott að treysta morgun- deginum. Lagði hann síðan af stað. Fylgdi hundur honum sem Dindill hét. Gekk Áma vel ferðin og stóð hann stutt við á Eyri en þó var farið að líða á dag- inn þegar hann lagði af stað þaðan aftur. Var hægðarveður en allur kaf- þykkur. Hélt Ámi nú áfram þangað til fór að rökkva. Var þá komið hlaðningskafald, sem birti þó til með köflum. Var Árni orðinn vondaufur um að komast heim um kvöldið en vildi þó komast sem lengst áleiðis. Hugðist hann helst gista á bæ þeim, sem á Hamri hét. Sá bær var á leið hans og var hann oftast vanur að gista þar í kaupstaðarferðum sínum. 314 Heima erbest

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.