Heima er bezt - 01.06.1998, Blaðsíða 22
E/s Suðurland.
Farþega- og flutningaskip, smíðað í Dan-
mörku 1891, til ferjusiglinga milli Kaup-
mannahafnar og Borgundarhólms. Stærð:
217 brt. Eimskipafélag Suðurlands keypti
skipið til Reykjavíkur árið 1919. Það var í
ferðum milli Reykjavíkur, Akraness og
Borgarness 1922-1935, þar afþrjú síðustu
árin í eigu Skallagríms hf. Skipstjóri: Sig-
urjón R Jónsson. Suðurlandið var selt til
Djúpuvíkur á ströndum til íbúðar jyrir síld-
arvinnufólk og mátti til skamms tíma sjá
skipsflakið í jjörunni þar.
M/s Laxfoss.
Farþega- og jlutningaskip, smíðað í Danmörku
1935,jyrir Skallagrim hf. í Borgarnesi.
Stœrð: 280-312 brt., með rými fyrir 8 fólksbif-
reiðar. Ganghraði 10,5 sjómílur og 14 manna
áhöfn. Skipstjórar Pétur Ingjaldsson 1935-1944
ogÞórður Guðmundsson 1945-1952.
Laxfoss var í feróum milli Reykjavíkur, Akraness
og Borgarness 1935-1944 og 1945-1952. Auk
þess var skipið í ferðum til Breiðafjarðarhafna
og Vestmannaeyja 1941-1942.
Laxfoss strandaði tvívegis. Ifyrra sinnið við
Örfirisey i janúar 1944 og hlaut þá viðgerð. í
síðara skiptið við Kjalarnes í janúar 1952 og
eyðilagðist. Mannbjörg varð í bæði skiptin.
Smíði Laxfoss og þegar hann hóf ferðir 1935,
markaði tímamót í samgöngum þessa lands-
hluta. Mikill og ört vaxandi ferðamannastraum-
ur varð um þetta leyti milli Reykjavíkur og
Borgarness, þar sem eins konar ferðamiðstöð
fyrir sérleyfishafa áætlunarbifreiða til Vestur- og
Norðurlands reis upp og síðar á Akranesi, þang-
að til greiðfær bílvegur var lagður fyrir Hval-
förð. Eftir að Laxfoss hóf ferðir að nýju árið
1945 til 1. ágúst 1951,flutti skipið um 210 þús-
und farþega og sigldi 110 þúsund sjómílur í
2800ferðum. Flesta farþega flutti Laxfoss árið
1948, eða 48.901 talsins.
Endalok Laxfoss
við Kjalarnes árið
1952.
M/s Fagranes.
Farþega- og jlutningaskip, smíðað í Noregi fyrir útgerðarmenn á
Akaranesi, til ferða milli Akraness og Reykjavíkur árin 1934-1942.
Stœrð: 60-70 brt. Ganghraði 8,5 sjómílur. Skipstjóri: Ármann
Halldórsson, 1934-1942. Fagranes var selt til ísafjarðar 1942, til
póst-, farþega- og flutningaferða um Isajjarðardjúp.
Skipið eyðilagðist í bruna á Djúpinu 1963.
222 Heima er bezt