Alþýðublaðið - 31.03.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.03.1923, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Barnaskóla-byggingin, Á fundiSjómannafélagsReykja- vtkur fyrralaugardagskvöld var samþykt í einu hljóði svolátandi tillaga: »Sjómannafélag Reykjavíkur skorar á bæjarstjórnina hér að Iáta tafarlaust fara að vinna að skólthússbyggingu fyrir börn bæjarins, þar sem skólahúsrúm er orðið svo lítið, að til stór- vandræða horfir.« Mannslát. Svo mörgum góðum manns- etnum hefir tæringin stytt aldur hér á landi, að okkur er farið að finnast það mannfall sjáltsagt, þó við vitum vel, að þeim sjúk- dómi mætti alveg útrýma, et hvergi væru vond hásakynni og hvergi fátækt. £n hvorugt þyrfti, eins og við vitum, að vera til á voru landi, ef það væri þjóðin sjálf, en ekki einstakir menn, sem sætu að þjóðarauðinum. Það er rétt, þegar íramúr- skarandi mannsefni hníga óvænt í válköst tæringarinnar, að við minnumst þess með gremju, að svo að segja ekkert er gert til þess að stemma stigu fyrir tær- ingunni; — berklaveikislögin, sem samin voru með ærnum til- kostnaði, eru látin sofa. Eitt slíktframúrskarandi manns- efni var Gunnlaugur Nielsen Magnússon, sem lézt 15. þ. m. um borð í Gullfossi, er hann var staddur í Flatey nú í siðustu ferð. Gunnlaugur heitinn varð að eins 22 ára; hann var fædd- ur 29. apríl 1901 á Flateyri við Önundarfjörð. Gunnlaugur heitinn var fram- úrskarandi bæði að afli, vitsmun- um og drengskap, og er ekki ofsagt, að með honum eigi sjó- mannastéttin að sjá á bak einum efnilegasta manni stéttarinnar, þó ungur hafi verið. Eins 0g oft er um þá, sem skara fram úr, var hann mjög bráðþroska; var hann þegar, er hann var 16 ára, að burðum sem sterkustu menn; hann var maður fríður sýnum og allur hinn skörulegasti. 'Móðir hins látna er í Svíþjóð hjá syni sínum, Ingóifi Magnús- syni. Sonarmissir er jafnan sár, en sárast má þó vera að missa afburðamennina á unga aldri, og sárt þykir vinum hans, að hann skuli nú vera horfinn frá þeim. Gunnar. Lístastyrker 1923. Ríkissjóðsstyrknum til skálda og listamanna fyrir árið 1923, sem alls nemur 15 þúsundum króna, hefir nýlega verið úthlut- að, og hafa þessir menn hlotið: 3000 kr.: Einar H. Kvaran rithöfundur. 1000 kr.: Ásmundur Sveinssoa myndhöggvari, Jóhannes Kjar- val listmálari, Jón Stefánsson listmálari, Jón Þorleifsson list- málari og Stefanía Guðmunds- dóttir íeikkona. 800 kr.: Guðmundur Friðjóns- son rithöfundur og Sigvaldi S. Kaldalóns tónskáld. 700 kr.: Ðavíð Stefánsson skáld. 500 kr.: Guðmundur Thor- steinsson listmálari, Gunnlaugur Blöndal listmálari, Ingibjörg Benediktsdóttir söngnemi og Sig. S. Skagfeldt söngnemi. 400 kr.: Ben. Á. Elfar söng- nemi, Guðmundur Einarsson myndhöggvari, Guðmundur J. Kristjánsson söngnemi. Nfna Sæmundardóttir myndhöggvari, Sigurður Birkis söngnemi og Þórður Kristleifsson söngnemi. 300 kr.: Jón Jónsson listmálari. Vitaskuid má enginn álíta, að hér sé listin >virt til króna«. Sýnilega kemur margt til greina. SamsOngurinn. Þegar blöðin hafa hrópað til mín og annara um það, að þar og þar væri skemtun til boða, hefi ég gert mér að regiu, að halda mig' heima. Hefi skoðað það skyidu mína. Þessar skemt- anir virðast fáar vera svo heil- brigður hamingjustofn, að heima- setunni sé skaðí skeður. Þó eru hér eflaust und ntekningar. 9 Afgrelisla hlaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti. Auglýsingum sé skilað fyrir kl. 8 að kveldinu fyrir úfkomudag þang- . að eða í prentsmiðjuna Bergstaða- stræti 19 eða í síðásta lagi kl.. 10 útkomudaginn. Ásk-iiftargjald 1 króna á mánuði. Auglýsingavei ð 1,50 cm. eindálka. Ústölumenn eru beðnir að gera skil afgreiðslunui að minsta kosti ársfjórðungsl'ega. Fólk segir, að dýrtíðarok nú- tíinans sé lítt þolandi, og kvartar og kveinar undan því. En þó eru skemtanir svo rækilega sótt- ar, að húsíyllir (er kvöld eftir kvöld. Samræmið í þessu virðist mér ansi einkennilegt. — — Nú, — þegar samsöngur Pá.ls Isólfssonar var auglýstur, gegn einnar krónu gjaldi, gat ég ekki látið hann tara svo hjá, að sitja heima og sinna honum ekki. Þegar kvöldið kom, sem um var að ræða, var blautt um að gang, dimt yfir og umhverfis, rok og regn. Miðarnir voru keyptir að deginum og giltu að eins þetta eina kvöld. En ekki tjáði að hika; — hik er talið tap. Yér hófum ferðina fimm saman, og nú gein við oss napur húmfaðm- ur næturinnar. En vissan um það, að vér áttum holla og heilbrigða skemtun í vændum, lýsti oss engu síður en rafljós borgarinn- ar, þótt björt séu. Þegar komið var inn í kirkjuna, kvað orgelið við í hásal hennar. Allir sátu þögulir í sætum sín- um, drúptu í djúpri lotning, og sýnileg hélgi hvíldi yfir öllum. Þá gekk söngfólkið fram og skipaði sér í íylkingu í kór kirkjunnar, karlar sér og konur sér. > Svo hófst söngurinn. Kirkju- gestir virtust nú f áuægjuþrung- inni draumleiðslu, þegar hljóm- brimið freyddi um hlustir þeirra. Það er ekki á mínu færi, að dæma um söng þennan frá sjón- armiði listarinnar. En þó vil ég

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.