Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1932, Blaðsíða 8

Æskan - 01.01.1932, Blaðsíða 8
6 ÆSKAN Hann vaggaði og haltraði og skældi sig allan. Hin börnin litu undan fyrst, en svo gátu þau ekki stillt sig um að fara að hlæja. Nokkur fóru burt og sögðu, að þetta væri Ijótt, þar á meðal systkini Sigrúnar. En það voru alltof mörg sem hlógu. Þau ærslafullustu fóru meira að segja líka að herma eftir göngulagi hennar. Sigrún leit við, horfði á börnin litla stund og fór svo inn i skólann, og hún kom ekki oftar út i frimínútum þann dag. Þegar timar voru úti um kvöldið, þá var hún eitthvað að dunda, svo að hún var siðust allra ferðbúin og gekk alein heimleiðis. Þetta kvöld grét Sigrún sig í svefn. Henni fannst hún vera svikin af öllum vinum sínum. Það var ekki mikið, þó að ókunni drengurinn gerði gys að henni. En að hin börnin, sem þekktu hana skyldu geta hlegið og tekið þátt í þvi — að þau skyldu geta það. Þeir, sem þekktu Sigrúnu bezt, sögðu að hún hefði breyzt eftir þenna dag. Hún hafði alltaf verið hæglát og ómannblendin, en eflir þetta var hún blátt áfram mannafælin. Félagar hennar i skólanum söfnuðust utan um hana eins og áður, en hún var stöðugt á verði. Hún var orðin tor- tryggin. Foreldrar óttars voru fátæk og áttu fjölda barna. Móðir hans varð að vinna baki brotnu frá morgni til kvölds — og stundum næturnar með. Það var oft talað um það í sveitinni, hve örðugt þau ættu uppdráttar. Það var sagt, að það væri mest dugn- aði húsfreyju að þakka, að þau liðu ekki bein- linis hungur. Sigrún hafði aldrei skipt sér neitt af börnunum frá Hraunkoti eftir þann dag, er óttar gerði gys að henni. Hún var búin í skólanum og hafði nóg að gera heima. 1 hvert skipti, sem hún sá Óttar, hélt hún að hann myndi hlæja að sér, þótt honum dytti það alls ekki í hug. Og svo hélt hún, að systkini hans væru ekkert betri. Sigrún, sem var svo hjartagóð, fylltist beiskju og kulda gegn fólkinu frá Hraunkoti, Þegar hún heyrði talað um, hve bágt það ætti, hugsaði hún með sér: »Það á ekki betra skilið«. Faðir hennar stakk einhverju sinni upp á þvi, að taka Óttar fyrir smala. Þá fór Sigrún að gráta, og faðir hennar varð alveg hissa. En svo sögðu systkinin frá því, sem komið hafði fyrir í skólan- um, og eftir það var óttar aldrei nefndur á nafri á heimilinu. Haustið eftir að Sigrún fermdist geysaði illkynj- uð hálshólga þar í sveitinni. Margir urðu mikið veikir, einkum lagðist hún þungt á börn. Það var erfitt að uá í lækni og fólkið reyndi að bjargast á eigin spýtur, og veikin breiddist út. En svo dóu tvö börn og fullorðinn karlmaður úr veikinni, og þá varð fólk dauðhrætt, það forðaðist þau heimili sem veikin var á, eftir fremsta megni. Á heimili Sigrúnar hafði enginn tekið veikina. Það var eitt kvöld, er dimmt var orðið. Úti var kalsi og rigning, svo að gott var^ að mega vera inni í hlýindunum. Sigrún og móðir hennar sátu báðar við sauma. Húsbóndinn tegldi skaft á öxi, og börnin voru að leika sér á góltinu eða við borðið. Vinnukonan hrærði i grautarpottinum og var að tala um það, hve haustkvöldin væru skemmlileg, þegar búið væri að kveikja á lamp- anum og skiðlogaði í ofninum. Stofuhurðin stóð opin fram i eldhúsið, en enginn veitti þvi eftir- tekt, að drepið var á dyr. En svo var barið að nýju, og þá bauð húsbóndinn gestinum að koma inn. Það var hár og grannur drengur, sem kom inn. Hann var rauður og þrútinn í andliti af gráti, og fólkið ætlaði ekki að þekkja hann. En reyndar var þetta óttar frá Hraunkoti. »Gerðu svo vel og fáðu þér sæti«, sagði faðir Sigrúnar nærri því kuldalega. Hann minntist þess, að þetta var drengurinn, sem hafði gert Sigrúnu illt, »Þakka þér fyrir«, svaraði Óttar og leit vand- ræðalega í kringum sig. Hann sneri húfunni .milli handa sér og kom sér ekki að því að segja meira. »Áltu annars eitthvert erindi, fyrst að þú kemur svona seint?« bætti nú húsbóndinn við. »Ja-á. Hún mamma mín er svo veik — pabbi er ekki heima — krakkarnir eru veikir lika.------- Það er enginn til þess að hjálpa henni mömmu«. Orðin komu slitrótt. Það var auðheyrt, að hann barðist ennþá við grátinn. Loks bætti hann við hálf-þrjóskulega. »Við höfum engan mat fengið í tvo daga«. »Það er sjálfsagt, þú skalt fá nógan mat með þér«, sagði bóndi. Húsfreyja stóð samstundis á fætur, lagði frá sér saumana og fór að láta mat niður í körfu. Allir þögðu. Það var eins og sjálf ógæfan hefði komið inn i stofuna, og þar sem hún er á ferð hljóðnar allt. Sigrún sat kyrr og saumaði. Hún þagði eins og aðrir, en tveir rauðir dílar brunnu á vöngum hennar. Hún klemmdi saman varirnar. Það voru fáein orð, sem höfðu sezt að í huga hennar. »Hún mamma hefir engan til þess að hjálpa sér«. »Þetta er rétt handa honum«, hafði hún einu

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.