Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1932, Blaðsíða 2

Æskan - 01.02.1932, Blaðsíða 2
10 Æ S K A N Karen grét sáran og hrópaði: »Eg hefi ekki tekið peningana — eg hefi ekki snert þá. Ó, þið megið ekki berja mig«. En nú tók Pétur Olsen í handlegg hennar og dró hana með sér inn í stóra stofu hálf-tóma. Par var ekkert inni, nema nokkrir kassar og kistur. Hann lokaði dyrunum og tók vönd úr einu stofu- horninu og sló Karenu eitt högg á bera fótleggina. Karen æpti upp yfir sig og þreif í handlegg Péturs, dauð-skelkuð. Nú leið ofurlítil stund, en síðan sló hann hana aftur og aftur, þar til hún að lok- um jálti því, að hún hefði tekið peningana. Pá hætti hann, sleppti henni og lét hana liggja á gólfinu og gekk út. Skömmu seinna kom Anna ásamt Óla. »Pað gekk illa, að fá þig til að segja sannleik- ann«, mælti hún. »Hver mundi hafa trúað þvi, að þú værir svona forhert«. »Líttu á þessar rauðu rákir á fótleggjunum á henni«, sagði Óli og horfði forvitnislega á Karenu, en þó dálítið vandræðalega. »Pú gleymir vonandi ekki þessari ráðningu fyrst um sinn«, sagði húsfreyja. »Hvar hefir þú falið peningana?« Karen leit upp með örvæntingarsvip. »Peningana«, endurtók hún, og um leið skildi hún, að það dugði ekki, þó að hún hefði sagt já, fyrst að hún gat ekki komið með peningana. Hún varð dauðhrædd, og þegar Anna bætti við: »Pú hefir ef til vill grafið þá niður, það væri al- veg rétt eftir þér«, þá játti Karen því. »Hvar eru þeir þá?« »Eg veit það ekki, eg man það ekki«. En þá sá hún, að Anna seildist eftir vendinum. »Peir eru úti hjá kúnum«, veinaði hún yfir- komin af hræðslu. »Parna kom það. Upp koma svik um síðir. Við skulum þá koma þangað. Pú getur komið lika, Óli. Ef hún skyldi taka upp á því að hlaupa burtu, þá getur þú víst náð i hana«. Karen grét í sifellu meðan Anna dró hana af stað með sér. Óli kom í humáttina á eftir þeim. En þegar þau gengu fyrir búrdyrnar, heyrði Karen, að Lisa var þar inni, og í einu vetfangi sleit hún sig af Önnu, þaut inn um opnar dyrnar og hljóp upp um hálsinn á Lísu og hrópaði: »Góða Lisa, hjálpaðu mér, eg hefi ekki tekið peningana. Eg er saklaus«. »Guð minn góður!« sagði Lísa. »Hver ósköpin ganga á? Hvað er að sjá þig, barn? Hver hefir farið svona með þig?« »Hún er búin að stela eggjapeningunum mín- um«, sagði húsfreyja. »Hún hefir sjálf meðgengið það, og nú á hún að sýna mér, hvar hún hefir látið þá«. »Pið hafið sjálfsagt barið hana, þangað til hún hefir meðgengið það, sem hún er saldaus af, því að nú segist hún ekki hafa gert það. Þú veizt það þó líklega, Anna, að þú hefir ekki leyfi til að berja ókunnugt barn«. Lísa hafði lagt handlegginn utan um Karenu, sem skalf eins og hrísla í vindi og þrýsti sér fast upp að henni. »Þetta mál kemur þér ekki við, Lísa«, sagði Anna. »Iíomdu nú, Karen! Eg hefi ekki tíma til þess að standa hér lengur«. »Þarna kemur Jón að borða«, sagði óli. Jón kom að rétt í þessu og nam staðar, til þess að heyra, hvað um var að vera. »Jæja«, sagði Lisa. »Nú ætla eg að spyrja Jón. Hann getur séð, hvernig telpan er útleikin, og svo getur hann borið vitni í þessu máli, ef á þarf að halda«. Lisa hafði stutt höndum á mjaðmir, og eldur brann úr augum hennar. En nú reiddist Anna líka og hrópaði: »Pétur, Pétur, komdu fljótt út!« Ekki leið á löngu, þar til fótatak Péturs heyrð- ist. Lísa greip hönd Karenar, hún leit á Jón og sagði honum í fáum orðum frá því, sem við hafði borið. Hún lauk máli sinu á þessa leið: »Jafnvel þó að vesalings barnið hafi tekið pen- ingana — eg veit auðvitað ekki um það með vissu — þá hafa þau ekki leyfi til að fara svona með hana. Littu bara á, hvernig fótleggirnir á henni lita út«. »Eg skal útkljá þetta mál«, sagði Jón rólega. Hann gekk til hjónanna, benti á óla og sagði þurr- lega: »Parna er þjófurinn«. ÓIi fölnaði og leit vandræðalega í kringum sig. Jón hélt áfram: »Það er bezt fyrir þig að segja undir eins, hvað þú hefir gert við peningana, ÓIi — annars fer eg beina leið til sýslumannsins og segi honum upp alla sögu«. Óli fór að háskæla — en hann bar ekki á móti því, sem Jón sagði. Og þegar faðir hans leit til hans ógnandi og spurði, hvort hann vissi um pen- ingana, þá gekk hann að gömlu tré, sem óx þar í garðinum, og tók peningana fram úr holu á trjá- bolnum. Pélur varð mjög reiður, og Óli fékk refsingu, hvað sem móðir hans sagði. Ltsa kom því til leiðar, að Karen fekk 4 krónur fyrir mánuðinn, sem hún var búin að vera, og

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.