Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1932, Blaðsíða 4

Æskan - 01.02.1932, Blaðsíða 4
12 Æ S K A N HB9S ALBERT THORVALDSEN Albert Thorvaldsen. eldrar hans voru bláfálæk og höfðu um nóg annað að hugsa. Það hefir líklega ekki verið haldið mikið npp á afmælisdaginn hans, þegar hann var litill drengur. Faðir hans var drykkfelldur, og móðir hans hefir víst verið mjög fáfróð. Seinna valdi hann sjálfur daginn 8. marz til þess að halda upp á af- mælið sitt, en það var mánaðardagurinn, er hann kom til Rómaborgar í fyrsta skipti. Þá byrjaði líka í raun og veru lif hans sem listamanns. Ekki vita menn held- ur með vissu, hvað hann hét, fullu nafni. Finnst ykkur það ekki skritið? Hann var nefndur Bertel í Danmörku, en sjálfur nefndi hann sig Albert, eða Albertó, eftir að hann var kominn til Ítalíu. Faðir Thorvaldsens hét Goltskálk og var Þorvaldsson, og af því er ættarnafnið, Thor- valdsen, dregið. Hann var fátækur prestsson og ólst upp á Islandi, en fór ungur til Dan- merkur og vann þar fyrir sér með því, að skera út myndir i tré, aðallega til þess að skreyta með skip, eins og þá var siður. Hann hefir því verið hagur, þó ekki yrði honum mikið úr sér. Föðurælt Thorvaldsens hefir verið rakin alla leið til Ólafs pá, föður Kjartans ól- afssonar, þið kannist mörg við þá feðga úr. lslandssögunni ykkar. ólafur var mikill höfðingi og skar sjálfur út mynd- ir úr tré, til þess að prýða með veizluskála sinn. Móðir Thorvaldsens hét Karen og var bónda- dóttir frá Jótlandi, af lágum stigum. í þá daga var ekki skólaskylda eins og nú, og Berlel litli gekk því aldrei í barnaskóla. Faðir hans hefir líklega kennt honum að lesa og skrifa, og sjálfsagt hefir hann líka veitt honum fj'rstu tilsögn í teikningu. En alla æfi galt hann þess. hve lítið hann lærði í bernsku. Þegar hann var fyrir löngu síðan orðinn frægur listamaður, var hann stund- um að æfa sig í réttritun, til þess að geta sjálfur skrifað bréfin sin. Begar íslendingur kemur í fyrsta sinn til Kaup- mannahafnar, þá er þar eilt safn, sem hann mun ekki draga lengi að skoða, ef hann á annað borð ætlar sér að sjá það, sem fegurst er og mark- verðast, í þeirri borg. En það er listaverkasafn Alberts Thorvaldsens. Bæði er nú það, að hann er langfrægastur allra myndhöggvara þar i landi, og svo vita flestir Islendingar, að hann var íslenzkur í aðra ætlina, átti islenzk- an föður. Það hvetur þá til þess að skoða þessi fögru listaverk. Eg ætla nú að segja ykkur ofurlitið um þenna fræga listamann, aðallega frá bernsku hans og æsku. Eg þykist vita, að allir unglingar og stálp- uð börn, sem eiga heima hér í Reykjavik, og sveita-unglingar.er hing- að hafa komið, muni eftir myndastyttunni af Thorvaldsen, sem staðið hefir á Austurvelli um iangan aldur, eða síðan árið 1874, þegar íslendingar héldu þúsund ára minni lslandsbyggðar. Þá gáfu Danir íslandi þessa styttu. Síðastliðið haust var styttan tekin niður og á framvegis að standa í skemmtigarði borgarinnar við tjörnina, en myndastytta af Jóni Sigurðssyni var aftur sett á Austurvöll, þar sem Thorvaldsens stytlan stóð. Hér í Reykjavíkur dómkirkju er líka skírnarfontur úr marmara eftir Thorvaldsen. Hann er gjöf frá Thorvaldsen sjálfum til íslendinga. Það er einkennilegt með þenna fræga mann, að enginn getur sagt með vissu, hvaða dag hann er fæddur, er það ekki undarlegt? Það er talið, að hann hafi fæðst 19. nóv. árið 1770. En skirnar- vottorðið hans týndist, og þetta er því óvíst. For-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.