Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1932, Blaðsíða 6

Æskan - 01.02.1932, Blaðsíða 6
14 Æ S K A N SIGNETIÐ ®®®®£©®®® ®®®©©®®®e [Grein sú, er hér fer á eftir, var fyrir nokkrum árum birt í skrifuðu blaði, er haldið var út í undirstúku í Rvík. Höf. hefir verið bindindismaðar alla æfl og er það enn]. Engan mann undir sólunni hefir mér þótt eins vænt um og hann fóstra minn. Eg kom til hans eins árs gamall. Eg hafði verið látinn heita i höf- uðið á honum, og það varð meðal annars til þess, að hann tók mig til fósturs. Hann vildi láta mig njóta nafns. Eg var orðinn tíu ára. Það var sumar. Við vor- um að slá túnið. Fóstri minn hafði hólmað mig af og sagðist ætla að sjá, hve duglegur eg væri. Eg kepptist við af fremsta megni að Ijúka við hólmann fyrir dögurð. En það tókst ekki. Fóstri kallaði til fólksins, að bezt væri að fara að borða, og fólkið gekk af stað heim að bænum. Eg hélt áfram að slá, 'eg vildi ekki borða fyrr en hólminn væri sleginn. Fóstri kom til mín og spurði, hvort eg ætlaði að koma heim. »Ekki alveg strax«, svaraði eg. »Fyrst ætla eg að ljúka við hólmann«. »Jæja«, sagði hann. »t*ú ræður þvi. Eg hefi haft hann full-stóran handa þér. Er ekki hezt, að eg slái hann með þér?« Eg svaraði engu. Mér fannst það bera volt um lítilmennsku að fá hjálp. Fóstri fór nú að slá hólmann með mér. Og eins og oftar las hann hugs- anir mínar, því að hann sagði: »t*ykir þér verra, að eg hjálpi þér? Heldur þú, að þú getir alltaf unnið ætlunarverk þín einn í lífinu?« Eg var ekki fljótur til svars. Eg hafði lítið hugsað út í það, hvað það væri að berjast einn áfram í gegnum lífið. Eg fór nú að hugsa um það og sagði síðan: »Helzt vildi eg nú verða svo stór og sterkur, að eg gæti einn unnið þau verk, er mér ber, að minnsta kosti þegar eg er hættur að vera með þér, ef eg lifi það«. »Það væri nú ef til vill bezt«, svaraði fóstri minn. En því er valt að treysta. Allir, sem vilja komast áfram í lífinu, þurfa á samúð og samvinnu annara að halda. Það skilur þú síðar. Eg vildi óska, að þú ættir alltaf einhvern vin, sem væri jafn Ijúft að hjálpa þér eins og mér er það nú. Helzt vildi eg, að þú værir orðinn fulltíða maður, og eg mætti vera hjá þér. Þig vildi eg heJzt mér til hjálpar, þegar eg er orðinn gamall og get ekki unnið lengur. — En þvi miður nýt eg víst ekki þeirrar ánægju, að sjá þig fulltíða mann. Eg ætla að treysta þvi, að þú verðir góður og siðprúður drengur, og að þér takist að rata rétta leið«. Hólminn var sleginn. Við gengum heim. Mér var þungt fyrir brjósti. Eg var að hugsa um það, sem fóstri hafði sagt við mig. Eg hugsaði um, hve sárt það væri, að vera ekki orðinn stór, svo að eg gæti hjálpað honum fóstra mínum í ellinni. Hve einmana eg yrði, ef fóstri dæil Þá ætti eg engan vin, þá yrði víst enginn til þess að hjálpa mér, ef mig dagaði uppi með hólmann minn. Og þá ætti eg ekki lengur hérna heima. Fara héðanl Gat það verið? Átti eg að yfirgefa þetta unaðsríka heimili. Yfirgefa húsið mitt, sem eg átti úti i móum, yfir- gefa alla hólana mína fögru, balana, lautirnar, gilið, sem fossinn minn var í. Hann, sem eg hafði svo oft talað við. Það var óttalegt! Það gat ekki orðið. — Guð er svo góður. Hann tekur ekki fóstra minn frá mér svona unguml Eg leit í kringum mig, til þess að gá að fóstra. Hann var farinn frá mér og hafði líklega farið inn i stofu. Eg gat ekki verið einn og flýtti mér því inn í stofuna á eftir honum. t*ar var fóstri minn að skrifa bréf. Signetið hans stóð á borðinu. Eg tók það og fór að skoða það. Eg setti það á hönd- ina á mér, og nú sá eg nafnið hans fóstra þar. Eg óskaði, að það yrði þar óafmáanlegt. Eg vildi vera merktur fóstra. Allt í einu athugaði eg, að það var líka mitt nafn. Við vorum alnafnar og gátum því báðir notað sama signetið. Þetta hafði mér aldrei dottið í hug áður. En mér fannst það ánægjulegt, að geta notað sama innsigli og fóstri. Auðvitað vildi eg vera hon- um líkur í sem flestu, og það var gott að bera nafn hans. Fóstri hefir víst séð, að eg handlék signetið með áhuga, og spurði því, hvort mig langaði til þess að eiga það. Eg kvað já við því — eg vildi eiga það til minningar um hann, ef eg lifði lengur. »t*ú mátt eiga það með mér á meðan eg lifi, og svo áttu það einn eftir minn dag«, sagði fóstri. »t>ú ber nafn mitt, hvort sem er. t*ú átt að reyna að bera það með sóma. Og signelið máttu ekki misbrúka. Eg vil biðja þig að hafa það hugfast, að senda aldrei frá þér bréf, sem þú getur ekki innsiglað með signetinu mínu. 1 hvert skipti, sem þú skrifar, þá skaltu hugsa þér, að eg standi hjá þér, og spurðu svo sjálfan þig, hvort eg rnundi leyfa að innsigla það með signetinu okkar«. Nú eru liðin mörg ár síðan þessi saga gerðist. — Eg ætla ekki að fjölyrða um það, hvernig eg

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.