Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1932, Blaðsíða 7

Æskan - 01.02.1932, Blaðsíða 7
Æ S K A N 15 hafi meðhöndlað signetið hans fóstra. Eg skal að eins geta þess, að eg geymi það sem helgan menja- grip, til minningar um þann mann, er mér hefir þótt vænst um í lífinu. — 1 æsku eignast maður hugsjónir og takmörk, sem oft reynist erfitt að ná. — Ein af mínum hjart- fólgnustu hugsjónum var og er — að losa menn- ina við áfengið. Þess vegna er eg »templar« og ætla að vera það. Eg geymi templaramerkið mitt með sömu umhyggju og signetið hans fóstra. Og það vil eg segja ykkur, ungu vinir, að einmitt það, að eg hefi alltaf verið bindindismaður, hefir mest af öllu hjálpað mér til þess að nota réttilega sign- etið hans fóstra — og reynast æskuhugsjónum mín- um trúr. Prdfnn. Til „Æskunnar“. 1. »Æskan« ber um byggðir lands blíðar æsku-sögur, sólargeisla sannleikans og sigurljóðin fögur. 2. Þú gefur marga gleðistund og gæfuveginn sýnir. Unglingum með létta lund líka dálkar þínir. 3. Fylgi gæfan fagra þér fram um vegu bjarta. Blærinn ætíð beri þér beztu ósk míns hjarta. Sigurbjörg Porleijsdóttir, Valni (18 ára]. ooooooooo oooooooooooooooooooooooo ooooooooo ooooooooo ooooooooooooooooooooo ooooooooo Snjókornin. Erla litla sat við gluggann og horfði á snjókornin, sem féllu niður í glugga- kistuna hennar. Hún horfði á þau með lotningu og sagði við sjálfa sig: »l?etta hljóta að vera grjón sólar- innar, því að þau koma úr loftinu«. Atlt í einu tók hún eftir lillu fugl- unum, sem voru að kroppa korn á jörðunni. »Já, þetta grunaði mig«, sagðí hún. »Sólin gefur fuglunum grjón að borða«. En þegar hún sleppti orðinu, kom mamma hennar inn. Hún hafði heyrt til hennar og sagði við hana, að hún skyldi gefa fuglunum sjálf, því að snjó- kornin gætu þeir ekki borðað. Asta Lóa (11 ára). OottOO0999OOOOOOOO»9MO»MMIMOOOO Klukkan. Maður nokkur átti þrjá sonu. Ein- hverju sinni bað hann þá alla þrjá, að gæta að þvi, hvað kirkjuklukkan væri. Einn þeirra kom brátt aftur. »Klukkan er 12«, sagði hann. Seinna varð hann úrsmiður þar í borginni, og er það góð atvinna. Sá næsti kom inn litlu siðar. »Klukkuna vantar þrjár mínútur í tólf«, sagði hann. — Hann varð læknir. Sá þriðji fór fyrst og gætti á klukk- una. Síðangekkhannheim aftur. Reikn- aði hann út, hve lengi hann var á leið- inni, og fór nú í annað skipti og leit á klukkuna. Síðan fór hann inn til föður síns. »Iílukkuna vantar 13'/a sekúndu i 12, á þessu augnabliki«, sagði hann. — Hann varð frægur vísindamaður. OOCOOOOOOOMOOOOOMMOOIOOOOOOOOOO Nýjar barnabækur, sendar »Æskunni«: „BREKKUR". Lesbók fyrir börn, eftir Gunnar M. Magnúss. — Pessi höfundur er lesendum »Æskunnar« að góðu kunnur, því að hann hefir ritað' bæði sögur og æíintýri í »Æskuna«. — t »Brekkum« eru 16 smásögur, allar teknar úr lífi og uruhverfi íslenzkra barna. — Sög- urnar eru prentaðar með góðu letri á ágætan pappir og myndum prýddar. Pelta er góð og ódýr barnabók. „LÍSA OG PÉTUR“. Æfinlýri handa börnum og unglingúm, eftir Óskar Iijartansson. — Höfundur þessarar bókar er unglingur, ekki nema 18—19 ára gamall. Hann hefir þó áður samið leikrit fyrir börn, t. d. »Undraglerin«, sem sýnt var hér í Rvík í fyrravetur, og þótti skemmtilegt. — »Lísa og Pétur« er ekki íslenzkt æfintýri að efni til. En það er fjörlega skrifað, og börnum mun áreiðanlega þykja gaman að lesa það. — Myndir eru í bókinni, teiknaðar af Tryggva Magnússyni. OOOlotoottnm OO oooooooooooooOO OmooooopooooooooooooöoooooooooooO • o : ORÐSENDINGAR. ; Vdnskil hafa orðið með mesta móti á greiðslu til »Æskunnar« á liðnu ári. Unglingar mega ekki venja sig á það að panta blaöið, en gleyma að borga. Úr þessu má bæta enn, ef vilji er góður, og aðrar kringumstæður leyfa. Blöð þau, sem vanta (desember-blað og jólablað) verða send samstundis og greiðsla kemur. Hafið pið athugað og lesið kostaboð »Æskunnar« 1932 i síðustu Jólabók. Par er um mörg verðlaun að velja. Bendið jafnöldrum og leiksystkinum ykkar á, hvað þar er í boði. Fáið þau til að gerast áskrifendur. Gerist sjálf útsölumenn. Ngir kaupendur fá tvær síðustu Jólabækur (um 50 blaðsíður) i kaup- bæti. Mjög æskilegt, að þeir einstakl- ingar, sem óska að fá blaðið beint frá afgreiðslunni, sendi borgun með pönt- un, enda fá þeir þá kaupbætinn strax, annars verður hann ekki afgreiddur fyrr en borgun kemur. Heppilegast er að snúa sér til næsta útsölumanns með pöntun á blaðinu. »Æskuna«. vantar góða útsölumenn í Borgarnesi og Ólafsvík, og enda víðar. Sölulaun 20°/o af 5—20 eint., en 25°/o af 20 eint. og þar yfir. — Gjalddagi er 1. júlí ár hvert. oooooooooooooooooooooooooo OOOo»oooooooooo oo oooooooooooooOO ° S Ií R I T L U R g Kennari er að tala við börnin um skyldurnar við náungann og segir: »Pað er skylda vor allra að reyna að gera aðra ánægða og hamingju- sama. Mundu það Hálfdan!« Hálfdan: »Já«. Kennarinn: »Hvað hefir þú gert til þess að gleðja aðra?« Hálfdan: »Pegar eg var upp i sveit í sumar, hjá systur minni, í átta daga, þá urðu þau bæöi, hún systir mín og maðurinn hennar, ósköp glöð og fegin, þegar eg fór heim aftur«.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.