Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1932, Blaðsíða 8

Æskan - 01.02.1932, Blaðsíða 8
16 ÆSKAN 'aldval$axlinn goSí. 1. Péturhafði nýlega eignazt Ijómandi skemmtilegt leik- fang. Pað var kafbátur. Hann gat kafað niðri í vatninu. Hann var vel útbúinn, með rafljósum, hvað þá öðru. 2. »Komdu Pétur«, sagði galdrakarlinn góði eitt- hvertkvöldið. »Við þurfum að reyna nýja bátinn þinn. Eg vona.að þú hafir ekki fengið óbeit á að ferðast«. 3. Síðan sigldu þeir afj stað niður eftir læknum. »Vertu óhræddur, Pétur«, sagði karlinn. »Nú förum við að kafa. Pú mátt trúa því, að þaðjverður gaman. 4. Pétur og galdrakarlinn fóru nú báðir niður í káetu. Vélin var sett á staö. Kafbáturinn stakk sér niður undir yflrborð lækjarins, og siðan kafaði hann til botns. 5. Peir Pétur og galdrakarlinn skemmtu sér nú við að horfa út um bátsgluggana. — Margt bar fyrir augu þeirra, og flest af því þótti þeira furðu kyn- legt. 6. Nú komu þeir auga á ein- kennilegan flsk. Hann synti umhverfis bátinn. Pétur og litli karlinn horfðu á hann með aðdáun, því að slíkan flsk höfðu þeir aldrei séð áður. 7. En i sama bili kiþpt- ist báturinn til, svo hart, að þeir félagar féllu báðir um koll. Stór krabbi hafði gripið bátinn. 8. En þá kveikti karlinn á öllum rafljósunum. Krabbinn varðsvo hrædd- að hann sleppti tak- ur, inu á augabragöi og hvarf ofan í forarleðjuna. oooooooooooooooöoooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooœooooooooo Gamall maður var á gangi eftir götunni. Sá hann þá lítinn dreng- hnokka, sem var að reyna að ná i dyrabjölluna á húsi einu, en gat það ekki, af því að hann var svo stuttur. — »Eg skal hríngja fyrir þig, drengur minn«, sagði gamli maðurinn, og hann hringdi, svo að það heyrðist um allt húsið. Pá leit snáðinn á hann og sagði: »Nú held eg, að það sé bezt fyrir okkur að hlaupa burt og fela okkur«. »Hvað er það sem nefnist eyja?« spyr kennarinn. »Pað er staður, sem aðeins er hægt aðkomast til á báti«, svaraði Nonni litli. Frœnkan: »Hvað ætlar þú að verða, Ólafur, þegar þú ert orðinn stór?« Ólafur: »Hermaður«. Frœnkan: »En þá verður þú ef tii vill drepinn«. Ólafur: »Hver gerir það?« Frœnkan: »Óvinurinn«. Ólafur (hugsar sig um litla stund). »Pá vil eg vera óvinurinn«. »Eg hefi verið á ljónaveiðum«, segir ferðamaðurinn, er hann kemur heim úr langferðinni, »Hvernig gekk það? Varst þú hepp- inn?« »Já, heldur en ekki. Eg mætti engu Jjóni«. Oo000000»00000000000000000000»..o0 Fimmtán fyrstu árgangar „Æskunnar“, í góðu standi (eitt eintak) óskast keyptir. — Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins, sem fyrst. iiiiiiiiiiii ..... Ritstjóri: Margrét Jónsdóttir. Ríkinprentsmiöjan Gutenberg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.