Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1932, Blaðsíða 3

Æskan - 01.03.1932, Blaðsíða 3
ÆSKAN fé Dag nokkurn var kennslukonan að yfirheyra Mongó í sögu, en hún kunni lítið og gat fáu svar- að. Ungfrú Ruud spurði meðal annars: »Hvernig fór að lokum fyrir Eiríki konungi, hvernig stóð á, að hann vildi ferðast til landsins helga?« Mongó leit í kring um sig i þeirri von, að ein- hver yrði til þess að hjálpa henni. Karen, sem sat fyrir aftan hana, kenndi í brjósti um hana og hvíslaði: »Hann vildi bæta fyrir brot sitt«. En Mongó misheyrðist og sagði: »Hann eignaðist barn og vildi bæta fyrir það«. Allar telpurnar fóru að skellihlæja. Mongó roðn- aði og leit reiðilega til Karenar. Hún hélt, að Karen hefði viljað gera gys að sér. Karenu þótti þetta leiðinlegt, og undir eins og hún gat komið því við, sagði hún Mongó, hverju hún hefði hvísl- að að henni. En Mongó trúði henni ekki, og varð svarinn óvinur hennar upp frá þessu. Nokkrum dögum seinna átti Mongó afmæli. t*á bauð hún öllum bekkjarsystrum sínum heim til sín. Karen og Bergljót urðu einar útundan. Mongó átti ríka foreldra, og daginn eftir gátu telpurnar ekki um annað talað en afmælisveizl- una. Þær höfðu fengið rjómafroðu út í súkkulaðið, og ísbúðing seinna um kvöldið — og svo hafði verið dansað. Glóa talaði meira að segja varla orð við þær Karenu og Bergljótu þenna dag. Hún var alltaf með hinum skólasystrum sinum að tala um veizluna hjá Mongó. »Pað var reglulega leiðinlegt, að við vorum ekki í veizlunni líka, sagði Bergljót. Eg gæti bezt trú- að, að það hafi verið af þvi, að þú hvíslaðir skakkt að henni um daginn«. »t*að er ekki satt«, svaraði Karen. »Eg hvislaði alls ekki skakkt að henni. Eg gat ekki að því gert, þó að henni misheyrðist. Það sagði eg henni strax á eftir — svo hefði hún lika getað boðið þér, þó að hún sé reið við mig«. »Nei«, svaraði Bergljót. Það hefði nú veríð skrítið, að bjóða annari okkar, en skilja hina eftir, þegar þú ert hjá okkur«. Karen skildi það, að í hjarta sinu kenndi Berg- ljót henni um það, að hún hafði orðið af þessari skemmtun. Frú Holm grunaði, að eitthvað hefði komið fyrir. Hún hafði séð þær út um gluggann, Glóu og Mongó. Meðan þær sátu og borðuðu miðdegisverð, spurði hún. »Hvers vegna var Glóa ekki með ykkur i dag eins og hún er vön?« Bergljót var vön að segja frá öllu, sem kom fyrir í skólanum. En hún hafði sagt við Karenu, að það væri ekki vert að þær minntust á afmælis- boðið hjá Mongó, það gæti skeð að mömmu sinni þætti leiðinlegt, að þær hefðu verið settar einar hjá. En nú, er hún spurði um þetta, sagði Karen frá öllu saman. Hún sagði, að sér þætti á- kaflega leiðinlegt, að hún hefði óviljandi orðið or- sök til þess, að Bergljótu var ekki boðið í veizluna. Frú Holm hló og sagði, að þær væru báðar mestu flón. En næsta sunnudag skyldi hún lofa þeim að fara að heimsækja frænku, og þær mættu gjarna bjóða Glóu að koma með sér, ef hún vildi. Frænka Bergljótar hét Maria. Hún bjó skammt fyrir utan borgina og átti yndislegan garð. Til hennar áttu vinstúlkurnar að fá að fara. Glóa var auðvitað mjög glöð, þegar þær fóstursysturnar buðu henni að koma með. Sunnudagurinn rann upp bjartur og blíður. Það var sólskin frá morgni til kvölds og hlýtt í veðri eins og um hásumar, þó komið væri langt fram í septembermánuð. Blómin í garði Maríu frænku ljómuðu í öllum regnbogans litum. Aldrei eru lit- brigðin í ríki jurtanna fegurri en á fögrum haustdegi. María var komin um sextugt. En hún var ung- leg eftir aldri, fjörleg og mjög dugleg. Hún hafði séð Karenu í fyrsta sinni fyrir fjórtán dögum síðan: »Þetta er efnileg telpa«, hafði hún sagt, og um leið hafði hún kysst Karenu á kinnina. »Þú verður að kalla mig frænku«, hafði hún því næst bætt við, »og koma sem allra fyrst að heimsækja mig«. Þá hafði Karen brosað svo innilega og svarað: »Nú á eg bæði mömmu, ömmu, systur og frænku, að hugsa sér, hve eg er orðin rík — og eg hlakka fjarskalega til að heimsækja þig, frænka!« Veðrið var svo golt, að þær fengu að drekka kaffíð úti í garðinum. Undir gömlu, stóru perutré hafði borð verið dúkað. Og það var engin hætta á, að nokkur stæði svangur upp frá því borði. Kynstrin öll af góðum kökum voru á borð borin. Þar var bæði jólabrauð og kleinur, lagkaka, sykur- kringla og allskonar smákökur. Karen var alveg hissa á að sjá allt þetta góðgæti. Þegar þær höfðu drukkið kaffíð og etið nægju sína af kökunum, fóru þær að leika sér. Þær fóru í knattleik og ýmsa aðra leiki. Eu allra mesta gamanið þótti þeim að fá að koma á bak Gránu gömlu. Það var gömul hryssa, sem var höfð heima við bæinn. Þær voru heldur óvanar að koma á hestbak, vinkonurnar, og hrutu framaf, þegar Grána fór að bíta, og þá var hlegið dátt í hvert skipti. [Framh.]. ...................................................

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.