Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1932, Blaðsíða 7

Æskan - 01.03.1932, Blaðsíða 7
ÆSKAN 23 Hann tók eitthvað, sem hún sá óglöggt, og hljóp með það að læknum og kom aftur að vörmu spori. í*á sá hún, að þetta var gulrófa, sem hann hafði holað innan. »Þetta er skrítið staup«, sagði Solveig. »Já einhver ráð varð eg að hafa, þegar eg fann þig hér í yfirliði, með blóðpoll við hliðina á þér. f*ú hefur víst kastað upp blóði. Eg var fyrst al- veg ráðalaus. En svo þegar eg sá rófnapokann, þá var hægðarleikur að gera drykkjarilátið«, sagði hann og brosti. »Vertu nú bara róleg, meðan þú ert að hressast, eða viltu að eg fari til bæja og nái i brekán?« »Og sussu nei. Eg get bráðum staðið upp, ann- ars kalla eg það mestu guðsmildi, að þú skyldir koma hér, mér til bjargar, eða hvaðan ertu, og hvað heitirðu?« »Eg heiti Sigurður og er að fara í verið, suður á Miðnes. Eg er að norðan, og samferðamenn mínir koma bráðum til Kollafjarðar. Þar ætlum við að hittast. Eg skrapp dálítinn krók með bréf, sem eg var beðinn fyrir. Það var hundurinn minn, sem fann þig. »Blessað kvikindið I Eg vildi að eg gæti eitthvað hlynnt að honum. Viltu ekki að eg geymi hann fyrir þig. t*eim er svo illa við allan hundasæginn á verstöðinni«. »Jú, þakka þér fyrir. Það væri víst gott. Eg ætl- aði ekki að hafa hann með mér. Hann var lokað- ur inni, þegar eg fór af stað. En fyrsta kvöldið, nokkru eftir að við félagar vorum komnir í nátt- stað, heyrði eg hundsgelt, sem eg þóttist þekkja, og þegar bærinn var opnaður, var greyið komið, hafði snuðrað upp slóðina okkar«. Sólveig fór nú aftur að reyna að rísa upp, og þó að hún væri óstyrk á fótunum, lögðu þau af stað. Sigurður bar pokann og leiddi hana. Það vildi til, að ekki var langt að Saltvík. Þar var henni vel tekið. Seppi varð þar eftir hjá henni, en Sig- urður sneri aftur. Þakkaði Solveig honum fyrir sig og bað guð að launa hotium. En hann lofaði að koma aftur að Víðinesi, er hann færi norður og vitja um seppa. Solveig var svo næsta dag um kyrrt í Saltvík. Ekki af þvi, að hún treysti sé.r ekki til þess að halda áfram, en hún hafði lofað Sigurði því. Hún komst svo næsta dag þar á eftir til skyldfólks síns úti á nesinu. Framh. OOOoooo ooaccoooooasottitooooioooooQoo 000*000000000000 o OOO 0*m*oooo#«o»cooo»q«ioopooooom*#0 : DÆGRADVÖL • o Eldspýtnaprautir. 1. Raða 17 eldspýtum eins og | myndin sýnir. Flyt síðan 10 || || spýtur til, svo að fram komi —|— 2 fimmhyrningar, 4 þríhyrn- | ingar og 4 ferhyrningar. 2. Raðið 24 eldspýtum eins og myndin sýnir. Flyt siðan 14 spýtur til, svo að fram komi 2 sexhyrningar, 3 fer- hyrningar og 4 prí- hyrningar. Raða 40 eldspýt- um eins og mynd- in sýnir. Flyt síð- an 12 spýtur til, svo að fram komi 22 þrihyrningar. Oddur. Eins en pó annað. 1. Pað var góður — sem hann — hafði. 2. Hún — segir að Snati muni — sér hjá honum — gamla. 3. Eg kom í — og sá, hvar — gekk ofan fyrir — til að gá að, hvort þar væri nokkur —. P. Gáta. Eg er svæði ekki klætt, eg er klæði á svæði. Mig hafa þræðir margir fætt, mina fæöi eg þræði. X. Spurningar. 1. Hvaða jurtarnafn verður að karl- mannsnafni, ef skipt er um fyrsta staf? 2. Haða fuglsnafn verður að mánaöar- heiti, ef skipt er um fyrsta staf? Felunafnavisur. Karlmannanöfn. H — a-, B — i, H--n-,-á-l, - - ö - - u -, - j - - n -, E -- a -, A--a-, B - ö - - v - -, -n-r-s, N — J, - x -1, -a--u-, S-e--a. S. P. Ráðningar á dægradvöl í janúar- blaðinu: Eldspýtnaprautir. 1. \/ !> <1 /\ 3. \ I I I I \|__________I/ \ / IZ l\/l XXX

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.