Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1932, Side 2

Æskan - 01.04.1932, Side 2
26 Æ S K A N | Aumingja Karen. | i Eftir Hellen Hempel. X Framhald. Um kvöldið fengu þær hæsnasteik og fleira gott að borða, og svo máttu þær hafa svo mikið heim með sér af perum, sem þær gátu borið. Þetta hafði vissulega verið skemmtilegur dagur. Telpurnar komu heim til sín rjóðar og hraust- legar og höfðu um margt að tala og frá mörgu að segja. Daginn eftir sagði Glóa öllum bekkjarsystrum sinum frá ferðalaginu og dáðist mjög að, hve það hefði verið skemmtilegt. Þá hugsaði Móngó með sér: »Ef til vill hefðu þær fóstursystur boðið mér líka, ef eg hefði ekki sett þær hjá, þegar eg hélt upp á afmælið mitt um daginn«. En í stað þess að finna til þess, að sjálf hafði hún byrjað á því að vera óvingjarnleg, fannst henni, að þær hefðu gert sér rangt til, og nú beið hún eftir tækifæri til þess að hefna sín. Skömmu síðar var mánaðarleyfi í skólanum. Ungfrú Ruud hafði gengist fyrir því, að telpurnar í bekknum notuðu daginn til þess að fara upp í sveit. Þær ætluðu að leggja af stað fótgangandi, snemma um morguninn, og vera að heiman allan daginn. Síðan ætluðu þær að koma heim með lestinni, en þær áttu sjálfar að leggja sér til nesti. Bergljót og Karen hlökkuðu báðar ákaft lil þessarar ferðar. Karen svaf hjá gömlu frú Holm, eins og áður er sagt. Hún vaknaði snemma, þenna umrædda morgun, því að mikill ferðahugur var í henni. En á meðan hún var að klæða sig, heyrir hún eitt- hvert undarlegt hljóð frá rúmi gömlu konunnar. Hún gengur nær og sér, að hún baðar út hönd- unum og er að berjast við að ná andanum. Karen vissi, að hún fékk svona »köst« við og við, en hún varð samt ósköp hrædd. Hún hljóp niður stigann og inn í mjólkurbúð- ina, sem var í kjallara hússins, og bað afgreiðslu- stúlkuna að síma til frú Holm. Sjálf flýtti hún sér upp aftur til gömlu konunnar. Hún hlóð koddum og svæflum við bakið á henni, opnaði glugga, en vissi svo ekki, hvað hún átti að gera meira. Frú Holm kom að vörmu spori. Hún gaf gömlu konunni inn meðal, og fór henni þá ofurlítið að létla. Karen var ekki búin að ná sér eftir hræðsluna. Hún stóð þarna föl og skjálfandi, dauðhrædd um, að amma gaœla mundi deyja. Þá hvíslaði frú Holm að henni: »F*ér er nú alveg óhætt að fara heim til Berg- ljótar. Fú lýkur við að smyrja brauðið og ganga frá nestinu ykkar. Eg varð að hlaupa frá því. Þið getið svo búið ykkur og lagt af stað«, bætti hún við. »Og munið þið nú eftir að læsa stofuhurðinni og hengja lykilinn á krókinn i forstofunni eins og við erum vanar, þegar enginn er heima. Góða ferð, skemmtið ykkur nú vell« Karen fór nú heim til Bergljótar, hjálpaði henni til þess að búa sig, smurði brauðið og lét nestið niður i körfu. Hún vissi, að óvenjulega mikið var að gera i þvottahúsinu þenna dag, og því sagði hún Bergljótu, að hún ætlaði að vera heima og sitja hjá ömmu. Hún væri of mikið veik til þess að hún mætti vera ein. Bergljót reyndi að telja henni hughvarf, og fá hana til þess að koma með sér, en Karen vildi ekki heyra það nefnt. »Eg bið kærlega að heilsa kennaranum og Glóu«, sagði hún, þegar Bergljót kvaddi hana. Það var með naumindum, að hún gat byrgt niðri í sér grátinn, þegar hún sá Bergljótu hoppa af stað með grasatínu á bakinu. Karen hafði líka eignast fallega grasatínu, og hún hlakkaði svo undur mikið til fararinnar. Þegar Karen hafði lagað til í eldhúsinu, flýtti hún sér til ömmu. »Hvað er þetta, Karen mínl« sagði frú Holm. »Verður nú ekkert úr ferðinni?« »Jú, Bergljót er farin, en eg ætla að vera heima og hjúkra ömmu, henni þykir svo vænt um að eg lesi hátt fyrir hana, þegar hún liggur í rúminu. Eg veit, að þú hefir svo mikið að gera í dag í þvottahúsinu«. »Þú ert góð telpa, Karen litla«, sagði frúin, en um leið leit hún á úrið sitt. »Það eru fimmtán mínútur, þangað til þið áttuð að leggja af stað. Flýttu þér heim og hafðu fataskipti. Þú verður að fá að fara líka. Þú skalt vera alveg óhrædd um ömmu. Eg verð hjá henni og les fyrir hana. Hún hressist bráðum aftur. Flýttu þér nú!« Frú Holm kyssti Karenu á kinnina og ýtti henni út úr dyrunum. Karen kom að skólanum á siðasta augnabliki, lafmóð með grasatínuna á bakinu. Hún var nú glaðari en nokkur kóngsdóttir. Ó, hvað það var gaman! Allir voru svo glaðir og ánægðir. Það var undarlegt, að það skyldu að- eins vera nokkrir mánuðir síðan hún bjó í kjall- aranum hjá Olgu, sem var sifellt drukkin — og barði hana. Hvilíkur munur!

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.