Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1932, Síða 4

Æskan - 01.04.1932, Síða 4
28 ÆSKAN GÓÐI MAÐURINN ÆFINTVRI EFTIR CARL EWALD FRÍÐA HALLGRÍMS ÞVDDI ®®®®®®®3®®®®®S®®®®®®®®®® Einu sinni var maður. Hann var svo dæmalaust góður, að honum fannst ómögulegt að lifa í þess- um heimi. Hvert sem hann leit, sá hann ekkert annað en ósamlyndi og óánægju meðal mannanna. Hver hugsaði mest um sjálfan sig og reyudi að hafa sem mest af nábúum sínum. Það var ófriður milli konunganna, ófriður meðal lýðsins og ófriður milli matjurta-salanna á strætishorninu. Enginn bjálpaði öðrum. Enginn fyrirgaf misgerðir. Að síðustu varð maðurinn svo þreyltur á þessu, að hann ákvað að setjast að langt uppi í sveit, og sneiða hjá mönnum eins og hann mögulega gæii. Þetta gerði hann. Hann fékk sér yndislegt hús langt langt, frá öllum mönnum. Það stóð í grenilundi rétt niður við haf- ið. Hann tók það á leigu hjá bónda, sem átti það, og flutti þangað samstundis. Nú gekk hann um og reykti pípu sína, sat við ströndina, horfði á hafið og hugsaði. Nú var ekki hætt við, að hans góða hjarta þyrfti að þjást af vonsku mannanna. Meðal annars, sem maðurinn hafði haft með sér, var sykursaltað svinslæri. Það var geymt niðri i kjallara, til þess að það skemmdist ekki. Dag nokkurn ætlaði hann í mesta sakleysi að fá sér fleskbita. En viti menn, það var þá horfið. Það er að segja beinið lá þar, en ekki annað. Þegar hann litaðist um í kjailaranum, sá hann á skottið á mús, sem var að skjótast i holu sína. Þetta var nú Ijóta sagan. Til þess að ekki færi nú eins í annað sinn, fór hann til bóndans, sem hafði leigt honum húsið. Heima hjá bóndanum sat köttur í dyrunum og malaði. Maðurinn heilsaði honum og sagði: »Heyrðu kisa, það er mús í kjallaranum mínum«. »Einmitt það«, sagði kisa. »Viltu veiða hana fyrir mig?« »Já«, sagði kisa. Svo lögðu þau af stað heim að lilla húsinu, og ekki leið á löngu, þar til kisa var búin að veiða músina. »Þakka þér fyrir«, sagði maðurinn. »Ekkert að þakka«, sagði kisa. Næsta morgun var maðurinn á gangi i skóginum. Hann gekk að hreiðri, sem var þar, í því Iágu þrír ljómandi fallegir ungar. Oft hafði hanii staðið álengdar og horft á þá. Nú var hreiðrið lómt. Hann vissi strax, að einhver óhamingja hafði hent, því að ungarnir voru langt frá að vera fleygir. Ungamamman sat líka hnípin á trjágrein, og grét. Nú snéri maðurinn hryggur burtu, en í þvi kom hann auga á kisu, sem sat þar á girðingunni og malaði. »Heyrðu kisa«, sagði hann. »í gær voru þrlr ungar þarna í hreiðrinu*. »Einmitt það«, sagði kisa. »Þú hefur étið þá«. »Já«, sagði kisa. »Eg skal beija þig fyrir það«, sagði maðurinn. »Hvaða bull«, sagði kisa. Maðurinn tók þá stein og kastaði í kisu, en hitti hana ekki, því að hún stökk upp í tré. Þar sat hún og hló að honum. »Eg get ekki frá því sagt, hvað það hryggir mig, að þú skulir hafa gert þetta«, sagði maðurinn. »Eg flýði vonzku mannanna og leitaði út í náttúruna, og þar rekst eg á annan eins þorpara og þig. Þú hlýtur að hafa steinhjarta, úr því þú gazt ekki glaðst yfir litlu saklausu ungunum og mömmu þeirra, sem var svo hamingjusöm. Sómatilfinningu hefir þú enga . . . það er ekki sæmaridi gömlum reyndum ketti að myrða þessa litlu unga«. Hann tók aftur upp stein og kastaði, en hæfði ekki heldur í þelta sinn. Kisa forðaði sér hærra upp í tréð.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.