Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1932, Blaðsíða 7

Æskan - 01.04.1932, Blaðsíða 7
ÆSKAN 31 HVAÍNING Kæru »Æsku« lesendur! Mig langar til að fara nokkrum orð- um um málefni, sem eg veit að ykkur muni flestum pykja gaman að, a. m. k. þegar pið farið að hagnýta ykkur það. — Pað er ekki nein ný uppfundning, sem eg ætla að benda ykkur á, heldur ein af þeim leiðum, sem legið gætu í áltina til reglusemi, gagnsemi og ánægju. Þetta, sem eg á við, er það sem kallað er, að halda dagbók. Að halda dagbók, er i stuttu máli þetta: Pið skrifið niður, hvað þið starfið daglega, hvað þið lesið og lærið, hvað þið skemmtið ykkur o. m. fl. sem þar get- ur komið til greina. Ennfremur skrif- ið þið hið helzta, sem gerist á heim- ilinu, svo sem störf heimilisfólksins, gestakomur o. fl. Ekki skyldi gleymt að minnast á veðrið, sem daglega á svo stóran þátt í lífi fjölda manna. — Margt fleira getur komið til greina að skrifa í dagbók, og kemur það mest undir áhugamálum og hæfileikum hvers eins, hve vítt það nær. Nú á timum er öllum islenzkum börnum kennt að skrifa, og eiga þau að vera sæmilega fær í þeirri list um fermingaraldur, En eftir hann er fjöldi unglinga, sem aldrei skrifa neitt nema sérstök nauðsyn beri til. Par sem nú allri æfingu er hætt, þá hlýtur það, sem numið hefur verið, að gleymast og fyrnast, jafnt I skrift sem öðrum námsgreinum. Með stöðugri ritun dagbókar, er ekki aðeins hægt að halda skriftinni við, heldur er hægt, að taka stórum framförum í rithönd og réttrilun með hinni daglegu æfingu. Pegar ár og áratugir líða, þá vilja allir hinir smærri atburðir og atvik úr lífi manns förlast og gleymast með öllu. Aftur á móti ef dagbók hefur verið haldin, þá má alltaf finna upp á dag, hvenær þessi og þessi alburð- ur hefur gerzt, og hvað fram hefur farið hvern einn dag sem vera ska), og getur oft verið að því mikið gagn og fróðleikur. Eg, sem þessar línur rita, hef haldið dagbók samfleytt I 10 ár, (síðan eg var 13 ára). Eg hef aldrei, hvernig sem á liefur staðið, sezt svo niður að skrifa í dagbókina mina, að eg hafi ekki haft ánægju af því. Ef maður er ánægður með lífið, þá eykur það gleði manns að skrifa um það; en aftur á móti ef dimmt er i hugskotinu, þá er eins og létti af sál manns að skrifa um það i dagbókina, næstum eins og að segja góðum vini, frá þungum áhyggjum. Hvar er veiðimaðurinn? 0»oo»oooo*««»»oooooooooooooooooo»0 Eg get nú hugsað mér, að margir sem þetta lesa, munu segja sem svo: »Petta getur ekki náð til mín; eg hef ekkert til að skrifa í dagbók, því lif mitt er svo tilbreytingarlaust; eg hef engan tíma til þess, og eg held, að eg hafi ekkert gaman af því«. Peim, sem svona kynnu að hugsa, vil eg svara á þessa leið: Líf mannsins, hin fullkomnasta allra gjafa, er aldrei meðöllutilbreytingarlaust,íhvaðastöðu og við hverskonar lífsskilyrði sem maður á að búa. Sérhver dagur hefur alltaf eitthvað nýtt að færa í líf hvers einasta manns: nýjar hugsanir, ný viðfangsefni á andlegu eða verklegu sviði, nýtt veðurfar o. m. fl. eftir um- hverfi og atvikum. Fáir munu vera svo störfum hlaðnir, að ekki hafi þeir ofurlitla stund að kvöldlagi til að rita niður minningar hins liöna dags, ef vilji er til. Um ánægjuna, sem þetta starf hefur i för með sér, ætla eg ekki að fjölyrða. Hún berst þegjandi þeim, sem starfið vilja stunda. — Pað er með þetta starf, sem flest önnur, að það þarf nokkra reglusemi og vilja- festu til að inna það af hendi, svo að fullu gagni megi koma. Margir ungl- ingar, sem byrja að halda dagbók, hætta aftur, eftir stuttan tíma, hafa ekki þolinmæði til að halda áfram. Sumir hætta þá aö fullu og öllu, en aðrir byrja aftur og vinna loks bug á tilhneigingunni til að hætta. Pað, sem um er að gera fyrir ykkur, sem byrjið á þessu verki, og það vona eg að verði sem flest, er það, að byrja á nýjan leik, þótt ykkur verði það á, að hætta um stundarsakir. Pá fer áhug- inn vaxandi og þetta verður að sterk- um og skemmtilegum vana, sem ekki má vanrækja. Auk hinna fyrrnefndu kosta sem dagbók hefur I för með sér, má vekja athygli á þvi, að húu er hinn tryggasti og áreiðanlegasti grundvöllur sem hver og einn getur lagt að sinni eigin æfisögu. Eg læt nú máli minu lokið, með von og ósk um góðan árangur. Með vinsemd Guðm. M. Þorláksson. • ooooooortoooooooO00000000*00000 0 • VERÐLAUNIN Einu sinni var drengur, sem álti heima í sveit á íslandi. Hann hét Gunnar, og var 12 ára gamall. Hann átti 4 systkini, öll yngrí en hann. Foreldrar hans voru fátækir. Gunnar langaði mjög til að eignast reiðbeizli, en ekki sá hann nein tök til að eignastþað. Fyrir jólin var honum send Jólabók Æskunnar. Honum þótti mjög gaman að lesa hana, og síðast rakst hann á auglýsingu um, að hver, sem útvegaði flesta nýja kaupendur að Æskunni, en minnst 40, gæti fengið reiðbeizli með nýsilfursstöngum í verðlaun. Parna sá hann tækifærið; Æsk- an var ekki komin í sveitina áð- ur, og var því ekki óhugsandi, að hann gæti útvegað 40 nýja kaupendur, ef hann legði kapp á. Hanu byrjaði strax, og fyrir nýár var hann búinn að fá 7 kaupendur á næstu bæjum. Síðar auglýsti hann í samkomuhúsi sveitarinnar, að hver, sem vildi fá Æskuna, skyldi skrifa nafn sitt undir auglýsinguna, eða koma orðum til sín og senda sér borgunina. Seint um vet- urinn voru komin 30 nöfn á auglýs- inguna, en 10 höfðu skrifað honum, eða sent honum orð, og enn siðar bættust 3 við. Um vorið þegar kaup- endur voru alvég hættir að bætast við, skrifaði hann bréf til afgreiðslunnar og bað um að senda sér 50 eintök af Æskunni. Par með sendi hann borgun fyrirfram. Nokkru seinna fékk hann Æskuna, sem hann hafði beðið um. Rétt fyrir nýárið var honum sent spánnýtt reiðbeizli í verðlaun fyrir að hafa útvegað Æskunni svo marga nýja kaupendur. í bréfi, sem hann fékk með þvi, var honum sagt að sá, sem næstur honum var, hefði haft 49 kaup- endur. Sjaldan hafði hann verið glað- ari en þá, og bezt af öllu var, að hann hafði unnið fyrir beizlinu sjálfur Guðjón Guðnason. (12 ára). OeeooooocoMOMMeee*oMo««ooo90oO

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.