Æskan

Árgangur

Æskan - 20.04.1932, Blaðsíða 1

Æskan - 20.04.1932, Blaðsíða 1
BARNABtAÐ MEÐ MYNDUM. XXXIII. árg. Reykjavík, apríl 1932 5. blað AHRIF AFENGIS A LIKAMA MANNSINS EFTIR BJARNA SNÆBJÖRNSSON, LÆKNI (FYRIRLESTUR ÞESSI VAR FLUTTUR í ÚTVARPIÐ í 1ANÚAR { VETUR) Við samning þessa erindis, er ég flyt hér i kvöld, hefl ég stuöst við bækur þær, sem hafa verið og eru enn notaðar við kennslu í læknadeild háskólans hér. Sérstaklega hefi ég þó farið eftir því, sem Paul Edvard Poulsen, sem er prófessor í lyfja- fræði við háskólann i Osló, ritar um Alkohol í lyfjafræði sinni. Pessi bók hans, lyfjafræðin, nýtur svo mikils álits, að hún er ekki ein- ungis notuð við kennslu í háskólunum á Norð- urlðndum heldur lík.-i í nær hálfan manns- aldur við þýzka há- skóla. Pjóðverjar eru þó ekki vanir að seilast út fyrir landamærin eftir kennslubókum í læknisfræði, og sýnir þetta hvorttveggja, hve áreiðanlegur og ráðvandur visinda- maður prófessor Paulsen er talinn að vera. Pótt flestir yðar hafl séð ölvaðan mann, og sumir yðar, ef til vill orðið ölvaðir einhvern tíma æfinnar, þá ætla ég samt að byrja á því að fara nokkrum orðum um þau al- mennu áhrif, sem vinandinn hefir á líkamann, eða réttara sagt á taugakerfið. Litill skammtur af vinanda hefir á fiesta þau áhrif, að þeim líður vel andlega og líkamlega; þeir eru ánægðir, greiðviknir og ræðnir. Sé skammturinn aukinn, verða menn kátir, þeir verða framfærnari en ella, halda ræður, syngja og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Petta er mjög almennt og sérkennilegt einkenni, að óíramfærnir Bjarni Snœbjörnsson. menn og feimnir að eðlisfari, verða hinir ræðnustu, enda ætið harla ánægðir með það, er þeir segia. Blóðsóknin eykst að höfðinu og slagæöin slær örara en ella. Sumir, sérstaklega þeir, sem stunda erfiðisvinnu, eru þá gjarnir á að gorta yfir því, hve vel þeir séu að manni, og er þá oft- ar frekar laus höndin. Peir, sem stunda andleg störf, eru oftar rólegri, en þeir eru lika mjög ánægðir með sjálfa sig, flnnst þeim ekkert vera ókleyft og telja sig færa um að vinna bug á hvers kyns erfiðleikum daglega lifsins; enda er það þetta stig áfengisnautnarinnar, sem hefir komið of mörgum manninum til að álíta, að flaskan væri bezti vin- urinn, er hann ætti. Haldi maðurinn áfram nautninni verður hann drukkinn, það er að segja, að þa fer að bera á eitrunareinkennum. Andlegt og líkamlegt jafnvægi raskast; hann heflr ekki lengur stjórn á sjálfum sér, er gjarnan uppstðkkur og þver i skapi eða öfugt. Hann fer að slaga sem kallað er, verð- ur loðmæltur og fer að syfja. Fær hann þá oft ógleði og uppköst, kaldur sviti sprettur af andliti hans, roðinn hverf- ur af andlitinu og fölleiki kemur i staðinn. Eftir stóra á- fengisskammta verða áhrifín þau sðmu eins og við svæf- ingu með klóróformi eða æther: Maðurinn verður með- vitundarlaus, finnur ekkert til, þótt hann sé klipinn eða stunginn, vöðvar verða máttlausir, andardrátturinn hrjót- andi, og andlitið verður bláleitt. Pannig getur hann legið í marga klukkutíma, en sem betur fer, þá raknar hann oft- astnær úr rotinu, þótt hins vegar dauðinn geti barið að dyrum, þegar hann er í þessu ástandi, og deyr hann þá vegna andardráttarlömunar. En rakni maðurinn hinsvegar við úr þessu roti, þá koma þessi eftirköst, sem margir yðar haflð heyrt um, þótt þér hafið ekki reynt þau, og á ég þar við hina svokölluðu timburmenn. Skapið er þá bölvað af nagandi samvizkubiti, það er eins og höfuðið ætli að klofna í sundur, og liðanin öll er hin herfilegasta. Pessi einkenni, sem hér heflr verið lýst, eru verkanir vín- anda á taugakerflð aðalléga. Áhrifin koma fyrst fram á heil- anum sjálfum, siðan á mænunni og loks á mænuhöfðinu.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.