Æskan

Árgangur

Æskan - 20.04.1932, Blaðsíða 4

Æskan - 20.04.1932, Blaðsíða 4
36 ÆSKAN 1 HUNDRAÐ ÁRA MINNING I SOLVEIGAR j EFTIR M. H. ]ÓNSDÓTTUR FRÁ H]ARÐARHOLTÍ 7 Niöurl. 0*'«^*-© VISTRÁÐIN Solveig vár nú lengur í ferðinni en hún hafði ætlað sér, og sagan um veikindi hennar barst út. Þótti ekki rétt, að hún væri i erfiðri vist, og fór hún þá til Þorkells hróður síns um vorið. Hann bjó að Brekku á Kjalarnesi. Pilturinn Sigurður, sá er bjargaði Solveigu, drukknaði um veturinn, og hafði Solveig hundinn með sér. Solveig var eftir þetta heilsulitil, þó að hún gengi alltaf til vinnu. Henni varð illt af öllum mat. Og ekki var mágkona hennar alltaf nógu nærgæt- in við hana. Solveig átti annan bróður, er Pórólfur hét. Hann leitaði til læknis fyrir systur sina. Læknir ráðlagði Solveigu að fara til prestshjónanna, sem bjuggu að Móum á Kjalarnesi. Var prestskonan systur- dóltir læknis og alin upp hjá honum, og var hún því vön að hjúkra sjúkum. Nokkru eftir að Solveig réðist að Móum, dreymdi hana, að hjá henni var drengur, ljóshærður og bláeygur. Heyrir hún svo, að einhver segir: »Nú ertu trúlofuð«. Solveig hélt að draumurinn boðaði sér feigð. Solveig fór nú að Móum. En þegar prestshjón- unum fæddist bláeygur, ljóshærður drengur, og Solveig leit á barnið, þá vöknaði henni um augu. Hún gekk að vöggunni, laut að barninu og kyssti það á vangann. »Fékkstu kossinn drengur«, sagði stúlka ein, sem nærstödd var. »Ekki var nú mikið«, sagði Solveig. »Nú er eg trúlofuð. Þessi ungi sveinn var Gísli Jónsson. Hann varð augasleinn Solveigar og eftirlæti. Tók hún þá tryggð við hann og foreldra hans, að hún hugsaði aldrei til vistaskipta eftir það, og fluttist með for- eldrum hans að Hjarðarholti, vorið 1867. ÞORLÁKSMESSAN »Hæ gaman! Nú kemur Þorrinn á morgun«, sagði Magga litla í Hjarðarholti. Hún var að renna sér á sleða með Söllu. Pær fóru ofan skaflinn á fljúgandi ferð, en svo teymdi Salla sleðann upp aftur. »0g þá kemur Porláksmessan«, bætli Magga við og brosti alveg út að eyrum. »Porláksmessan«, át Salla eftir. »Hún er liðin fyrir löngu. »Mannstu ekki, að hún var fyrir jólin, daginn, sem hangikjötið var soðið, og baðstofan þvegin hátt og lágt. »Jú, jú«, sagði Magga. »Eg man það, en það er önnur Þorláksmessa, miklu, miklu, margfalt skemmtilegri, nærri því eins og jólin eða afmælið mitt á gamlaárskvöld. Veiztu þetta ekki?« »Nei«, sagði Salla. »eg þekki ekki þá Þorláks- messu, (Salla haíði komið að Hjarðarholti um vorið, en Magga var aðeins 6 ára gömul). »Þarna kemur Palli, þá getum við spurt hann«, sagði Magga. Palli var bróðir Möggu, tveimur ár- um eldri, og hún áleit hann mesta speking. »Palli! Kemur ekki Porláksmessa á Þorranum?« spurði Magga. »Jú, eg held nú það«, sagði Palli. »Hún er ann- an laugardaginn í Þorra. Og hann renndi sér nið- ur skaflinn á fleygiferð á fjölinni, sem hann hafði fyrir sleða. »Já, eg vissi það«, sagði Magga. En Salla var enn að malda í móinn. Hún var svo miklu eldri og fermd meira að segja, og hún hafði aldrei heyrt nefnda neina Þorláksmessu á Porranum. »Pú meinar auðvitað Kyndilmessu«, sagði hún við Palla, næst þegar þau mættust. »ónei; Kyndilsmessa er afmælið hans Palla«, greip Magga fram i. »Hún er stundum á undan og stundum á eftir Porláksmessu«. »Hvaða ógnar vitleysa er nú í þér, Magga mín«, sagði Salla. »Nei«, sagði Palli. »Þelta er alveg satt, og núna verða þær báðar sama daginn. Pað þykir mér verst«. »Já«, sagði Magga. »Pað er leiðinlegt. — Þá fá- um við ekki súkkulaði, nema einu sinni. Það er nú það allra versta«. »Fáið þið þá súkkulaði á þessari Porláksmessu ykkar?« spurði Salla. »Já, hvað heldurðu«, sagði Magga. »Það er ekki okkar Þorláksmessa«, sagði Palli. »Það er afmælið hennar Solveigar, og Nonni sagði, að bezt væri að kalla það Þorláksmessu, af því að Solveig er Þorláksdóttir«. Nú kom annar laugardagur í Þorra, og þá sann- færðist Salla um, að þetta var tyllidagur. Börnin fengu eitthvað til að gleðja Solveigu, en hún veitti öllu fólkinu súkkulaði og kaffibrauð, og ekki í smáum stíl. Börnin höfðu forgangsrétt, en voru ekki látin bíða þangað til fullorðna fólkið var búið að drekka, eins og venjulega. (Solveig hélt upp á afmælið silt vikudaginn, sem hún var

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.