Æskan

Árgangur

Æskan - 20.04.1932, Blaðsíða 5

Æskan - 20.04.1932, Blaðsíða 5
ÆSKAN 37 Afgreiðsla „ÆSKUNNAR“ Þetia er eitt af stærstu verzlunarhúsun- um í Reykjavík. Á neðstu hæð hússins er álna- og glervöruverzlun verzlunarinnar >Edinborg«, sem er ein af elztu og þekktustu verzlunum þessa lands. Á þeirri sömu hæð eru líka skrifstofur verzl- unarinnar, ásamt einkaskrifstofum eiganda hússins, Ásgeirs Sigurðssonar konsúls. — Á annari hæð, beint á móti stiga-upp- ganginum, blasir við afgreiðslustofa barnablaðsins „ÆSKAN“, herbergi nr. 11. Það er ekki ósennilegt, að mörgum af hinum ungu lesendum »Æskunnar« úti um landið, þyki gaman að sjá mynd af því húsi, sem blaðið þeirra hefir aðalbækistöð sína í. Hér er skrifað utaná blöðin til ykkar og hér eru þau látin í umbúðir. Þegar út- sölumenn »Æskunnar«, eða aðrir kaupendur hennar eru á ferðinni hér í bænum, þá væri það mjög æskilegt, ef þeir vildu líta inn á afgreiðslu blaðsins, sem er í þessu húsi. ®®®®®® ®®®®®®®®® ®®®®®®®®®®®® ®®® ®®®®®® ®®®®®® ®®®®®® ®®® ®®®®»®®®®®®®®®® fædd, en það var annar laugardagur í Þorra. Þess- vegna bar afmælið ekki alltaf upp á sama mán- aðardag). Þegar börnin voru búin að drekka og borða eins og þau gátu torgað og þakka Solveigu fyrir sig, þá sagði hún: »Hérna er svo dálítið, Palli minn, sem eg ætla að gefa þér á Kyndilmessunnk. Þá skildist þeim börnunum, að Solveig ætlaði einhvernveginn að geyma Kyndilmessuna hans Palla, þangað til þau gætu drukkið súkkulaði aftur. SAGAN AF MANNINUM, SEM SÓTTI TUTTUGU ÁRA KAUPIÐ SITT TIL GUÐS Þegar Solveig var ekki við eldhúsverk, sat hún á rúminu sínu. Pá komu börnin til hennar. Hún bað þau stundum að tina með sér fjallagrös«, því fjallagrös eru bezti matur og dæmalaust holl fyrir börn«, sagði hún. »Segðu okkur þá sögu«, sögðu börnin. Solveig las oft í Þjóðsögunum og kunni margar sögur úr þeim. Hún las líka oft í Nýja-Testa- mentinu og átti bæði Hallgrímskver og Þorlákskver. »Góða, segðu okkur sögu«. Þá sagði hún þeim ýmsar sögur, stundum úr æsku sinni, eins og söguna af ferð sinni út á Kjal- arnesið o. fl. Hún sagði þeim líka söguna af mann- inum, sem sótti tuttugu ára kaupið sitt til guðs«. Efni hennar var eitthvað á þessa leið: Einu sinni var drengur, er Sigurður hét. Ungur missti hann móður sína, en hann var svo lánsamur, að góð hjón tóku hann til sin og gengu honum í foreldra stað. En þau dóu bæði sama veturinn, þegar hann var 14 ára.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.