Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1932, Blaðsíða 2

Æskan - 01.05.1932, Blaðsíða 2
42 Æ S K A N sÞarna er dálítill lækur, eins og þið sjáið, og á bökkum hans er vant að vera mikið af allskonar jurtum um þetta leyti árs. Nú skuium við fyrst setjast niður hérna undir trjánum og hvíla okkur. Svo borðum við dálitið af nestinu okkar, eg býst við, að þið séu orðnar svangar. Siðan farið þið að leita að jurtum. Eg hefi hérna í töskunni minni marga miða. Á hverjum miða stendur nafn ein- hverrar sérstakrar jurtaættar. Þið dragið hver sinn miða og eigið svo að finna jurt, sem tilheyrir þeirri ætt, sem skrifuð er á miðann. i3að getur verið, að þetta verði nokkuð erfitt fyrir sumar ykkar. En ef þið getið ekki fundið rétta jurt, þá komið þið bara með einhverja, og við athugum þær svo allar á eftir. Eftir hálfa klukkustund kalla eg ykkur saman aftur. Þið megið ekki fara mjög langt burtu. — En nú skulum við opna töskurnar«. f*ær settust niður í grasið undir stórum greni- trjám. Glóa, Iíaren og Bergljót sálu saman. Þær töluðu um það sin á milli, hvað þær vildu helzt draga. »Eg vildi óska, að eg hitti á körfublómin«, sagði Bergljót, um leið og hún beit i brauðið sitt. sÞau eru svo algeng, að enginn vandi er að finna þau«. »Eg vil fá varablóm«, sagði Glóa. »f*að er lika vandalaust að finna þau«. »Mér er nærri því sama, hvað eg hitti á«, sagði Karen. »Mér þætti mest gaman að geta fundið einhverja reglulega sjaldgæfa plöntu. Eg hlakka til þegar kennarinn fer að útskýra það allt á eftir«. »Ungfrú Ruud er yndisleg«, sagði Bergljót. »Finnst ykkur ekki skrítið, að hún skuli ekki hafa gift sig?« spurði Glóa. »Hún getur svo sem gert það ennþá«, sagði Karen. »Uss, hvaða vitleysa«, svaraði Glóa, »hún er komin yfir þrítugt, svo að hún giftist vist ekki«. »Eg held það standi á sama, hvort hún er gift eða ógift«, sagði Bergljót kæruleysislega. »Já — en það er nú samt gaman að eiga lítil börn«, skaut Glóa inn i. »Eg er viss um, að ungfrú Ruud yrði reglulega góð móðir«, sagði Karen. »I4eyrðu, Glóa! En hvað þú hefir gott síldarmauk (salat) ofan á brauðinu þinu. Eigum við að skipta á einni brauðsneið? Þú skalt fá aðra með kálfskjöti«. »Já, það vil eg gjarna«, svaraði Glóa. »Og ef það eru fleiri, sem langar til þess að smakka á sildarmaukinu, þá hefi eg hér nokkrar brauðsneið- ar og er fús til að skipta við ykkur. Telpurnar buðu nú hver annari að skipta með sér, og er þær höfðu etið nægju sína og gengið frá leifunum, drógu þær miðana hjá ungfrú Ruud. Siðan dreifðu þær sér um á lækjarbakkanum og leituðu að plöntunum í ákafa. Karen leit á miðann sinn og sá, að þar stóð, »Skýlublóm«. Hún fór undir eins að hugsa um hverskonar jurtir það ættu að vera. En svo skildi hún alll í einu, að það hlaut að vera stóru, hvítu blómin, sem kölluð voru óðjurtir. Hún fór að leita þeirra, en sá, að það voru margar teg- undir. Hún valdi loks eitt, er henni virtist vera sjaldgæfara og fíngerðara en þau venjulegu. Bergljót kom með algengt smárablóm og Glóa með bláklukku, sem hún áleit að tilheyrði körfu- blómunum, en síðar fekk hún að vita, að það var klukkublóm. Þegar ungfrú Ruud sá skýlublóm Iíarenar sagði hún: »Það var gaman, þarna hefir þú fundið villta gulrót. Hún er fremur sjaldgæf hér um slóðir«. »Er þetta villt gulrót?« spurði Karen hissa. »Já, litið þið nú á. Mitt á milli hvítu blóm- anna, eru hérna tvö svört, maður getur einmitt þekkt þessa jurt á því. Er það ekki skrítið. Það er eitt af því, sem mann langar til að rannsaka. Hvernig stendur á því, að þessi tvö blóm eru dökk og halda áfram að vera það? Væri ekki gaman að finna orsökina? »Jú«, svaraði Karen, og augu hennar leiftruðu, þvi að hún skildi, að ungfrú Ruud var að hugsa um samtal þeirra frá því fyrr um daginn. Hún horfði með aðdáun á þessar dökku agnir, sem hún hafði alls ekki veitt eftirtekt. Þær líktust mest ofur litlum skordýrum, en voru í raun og veru lítil, dökk blóm. Plönturnar voru nú allar vandlega skoðaðar og síðan látnar niður. Pað átti að pressa þær og geyma þær í jurtasafni skólans. Að þessu loknu, hélt telpnahópurinn aftur af stað. Pær stefndu nú niður á sævarströndina og komust þangað að stundu liðinni. Og nú voru þær ekki seinar á sér að fara úr sokkunum. Síðan óðu þær út í bár- urnar, sem gjálfruðu við ströndina, hlýjar og sól- glitrandi. Inni i skóginum stóð dálítið veitingahús. Par fengu þær sér te með kvöldverðinum. Síðan fóru þær í ýmsa leiki: Ekkjuleik, héraleik og marga söngleiki.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.