Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1932, Blaðsíða 4

Æskan - 01.05.1932, Blaðsíða 4
u M SK.AN '®<2®(?X2®(2X2®<2X2>®(2><2>®(2X2>®®^(2X2>®(2X2>®(2X2®(2X2>®(2X2>®(2X2®(2X2®(2X2®(2X2>®(2X2>®(2XM(2X2^^ f VORSOL mf 'f______ _i __mf____1___/j ._i__ __ Isp p^1=ÉffÍ^ÍMÍ|^ift^=Íppl^ r x zú c 1 ' ' f7 f f f% % r T r 1 1 r r Krakk-ar úl kát - ir hopp - a úr koli’ og höll, Vetr - ar - ins fjöt - ur fell - ur, þá fagn - ar geð. létt - faett - u lömb-in skopp-a um laut og völl. Skól - a-hurð aft - ur skell - ur og skrudd-an með. (V , j L -I'- L f f J Í ^ rif j f -*-] : f * 1 l.p 1 0 0 r i u 1111 ipillilffílfpiv IHli'ii'talMTl [ u r u l- i 1 ' k 11 j i p [ d u Smal - ar í hlíð-um hó - a sitt hvell - a lag. Só! - eyj - ar vaxa’ í varp - a og vor - sól skín. Kveð - ur í loft - i ló - a svo létt - an brag. Vel - kom-in verf - u, Harp - a, með vor-blóm þín. t> h f=t m i? \ á Éámm t. oooootoeooooooaiottiiioeottooiiiMHMAttooooiiMoootoetoooooooooMoiKtiooooi 0 O O 0 o • &(2X2® (2X2® (2X2® (2X2® (2X2® (2>(2X2® <2X2® (2X2® (2X2® (2X2® (2X2®G GOÐI MAÐURINN ÆFINTVRI EFTIR CARL EWALD FRÍÐA HALLGRÍMS ÞVDDI Niöurlag. ®®®®®®®®®®®®e Hann dó nú samt sem áður ekki strax, en hann varð alltaf svengri. Loksins stóð hann upp, gekk að skáp, sem var í stofunni og tók þaðan yndis- legt, rautt epli, sem hann hafði geymt allan vet- urinn. »Þetta get eg þó borðað«, sagði hann. En varla hafði hann snert það með tönnunum, þegar hann heyrði eplið andvarpa og stynja. »ójá, ójá«, sagði það. »Eg vissi alltaf að svona myndi fara. Eg vissi það allt frá þvi að ræningj- arnir rifu mig af trénu. Nú verð eg etinn og fræj- unum mínum hent í kolakörfuna i staðinn fyrir að fara í indælu svörtu moldina. Upp af þeim spretta aldrei eplatré«. Maðurinn missti eplið, og það valt eftir gólíinu, hann sat stundarkorn og horfði á það. Svo heyrði hann þrusk út við gluggann, og leit upp. Það var kisa, sem hafði stokkið upp í glugga- kistuna. Hún settist þar nú makindalega og sneri skott- inu um lappirnar, og leit illgirnislega til mannsins. »Jæja«, sagði hún. »Hvernig gengur það? Hefir þú fengið nokkurn mat?« »ónei«, sagði maðurinn. »Bjálfi«, sagði kisa. »Eg hefi ekki krafta til að kasla neinu í þig«, sagði maðurinn. »Nei«, sagði kisa. »Það hefir þú ekki. Það verð- ur ekki langt þangað til að þú deyr úr hungri. Þú ert það mesta fífl, sem nokkurn tíma hefir stigið fæti á þessa jörð. Af hverju gerir þú þig svona heimskan? Lifðu eins og Guð hefir gefið þér vit til. Hugsa þú um að bjarga þér og skiptu þér ekki af öðrum. Mýsnar éta flesk, þegar þær geta náð í það. Kött- urinn étur mýsnar, ef hann nær þeim. Lifið er strið og barátta og ekkert annað«. Maðurinn horfði um stund á kisu, svo stökk hann á fætur opnaði eldhúsdyrnar og kallaði: »Anna — Annax— flýttu þér að búa til mið- degismatinn minn — eg er að deyja úr hungri. Fyrst vil eg fá radísur — svo flesk — því næst kjúklinga eins og í gær — og auðvitað salat með — og á eftir vil eg fá reglulega mikið af jarðar- berjum — flýttu þér nú, Annal« Þegar hann hafði þetta mælt, tók hann eplið upp af gólfinu og át það í tveimur munnbitum. Kjörnunum kastaði hann í kisu og hitti beint í nefið á henni, svo að hún fekk hnerra og flýtti sér burt eins og fætur toguðu.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.