Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1932, Blaðsíða 2

Æskan - 01.06.1932, Blaðsíða 2
50 ÆSK AN Aumingja Karen. v Eftir Hellen Hempel. i Framhald. »Marta bleksletta«, sagði Karen, því að hún reiddist. Og þegar hún kom inn í skólastofuna, hrópaði hún. »Vitið þið, að Marta var kölluð bleksletta í hin- um skólanum, af því að hún skrökvaði að kenn- aranum, og það var út af blekklessu«. Iíaren var viti sínu fjær af reiði. Hún vissi, að hún varð að reyna að standa Mörtu á sporði og berjast við hana, ef hún átti að fá að vera í friði. Félagar þeirra urðu svo að dæma þeirra á milli. Marta greip pennastokkinn sinn og henti í Karenu og hitti hana í andlitið. En í sama vetfangi flaug Karen á Mörtu. Þá opnuðust dyrnar og kennarinn stóð í gættinni. Hún var alveg höggdofa af undrun. »Ert það þú, Karen, sem ræðst á hana gömlu skólasystur þína? Það er sannarlega ekki líkt þér. Hvað hefir annars gengið á?« spurði hún og sneri sér að hinum telpunum. Karen hafði sezt niður í sæti sitt og var farin að gráta. Hún byrgði andlitið í höndum sér. Hinar telpurnar sátu þegjandi. »Vill engin ykkar svara mér?« sagði kennslukonan- »Hvers vegna sló Karen Mörtu? Kristín, þú getur sagt mér það«, bætti hún við og sneri sér að stórri telpu ljóshærðri. »Eg veit það ekki vel«, svaraði Kristín. »Þær voru víst orðnar ósáttar, áður en þær komu inn«. »Út af hverju urðuð þið ósáttar?« spurði ungfrú Ruud og leit til Mörtu. Karen hélt áfram að gráta, svo að þýðingarlaust var að spyrja hana. »Hún skammaði mig, og svo fleygði eg penna- stokknum mínum í hana«, sagði Marta i hálfum hljóðum. En þegar hún sá, hve kennslukonan varð gremjuleg á svipinn, bætti hún við þrjózkulega^ »Hún er reið við mig, af því að eg hefi sagt frá þvi, að mamma bennar hét Vitlausa-Olga og var mesta fyllisvín- og Karen gekk sjálf í strákafötum og sníkti — þetta er alveg dagsatt«. »t*að er lygi«, hrópaði Karen og eldur brann úr augum hennar. »E*að var ekki mamma min! Hún var aðeins stjúpa min«. »Nú jæja, það er nú sama, og — — — «. »Hægan, það er nóg komið« greip kennslukonan fram í. »Nú byrjum við á mannkynssögunni. En þegar tímarnir eru búnir, langar mig til að tala við þig, Karen. Getur þú ekki komið heim til min klukkan fjögur?« »Jú« hvíslaði Karen. Hún var nú orðin rólegri, en fól samt enn þá andlitið í höndum sér. Hún sárskammaðist sín fyrir að hafa verið svona æst, og óttaðist, að kennslukonan yrði reið við sig og ávítaði sig. Á heimleiðinni sagði Bergljót: íÚað er ljóta stelp- an, þessi Marta. Hún er bæði leiðinleg og illgjörn. Kviðirðu fyrir að fara til ungfrú Ruud?« »ó, nei — en mér þykir svo leiðinlegt, að hún skyldi komast að því, að eg var í drengjafötum«. »Það er von, að þér leiðist það. Það er ekkert gaman fyrir mig heldur«, sagði Bergljót, án þess að hugsa út í, hve orð hennar voru særandi fyrir Karenu. »Nei«, svaraði Karen hrygg. Hún fór að hugsa um, að vel gæti verið að frú Hólm þætti líka skömm að því, að þetta hafði komizt upp. Meðan þær borðuðu miðdegisverð, sagði Bergljót móður sinni frá öllu, sem við hafði borið í skólanum. »Það er reglulega leiðinlegt fyrir mig líka«, sagði hún að Iokum. Karen er fóstursystir mín, og svo stríða stelpurnar mér náttúrlega á því, að hún hafi verið í strákafötum«. »Þú ættir að skammast þín, Bergljót, að tala svona óvingjarnlega«, sagði móðir hennar. »Hugs- aðu um Karenu. Eg álít nú reyndar, Karen mín, að þú hafir ekki getað hagað þér öðru vísi. Og sannaðu til, þú færð að vera í friði fyrir Mörtu eftir þetta. Telpurnar munu brátt komast að raun um, að hún er ekki góð stúlka, en þú hefir ekkert gert, sem þú þarft að skammast þín fyrir«. Karen var mjög þakklát frú Holm fyrir þessi orð, og henni var miklu léttara í skapi, þegar hún lagði af stað að heimsækja kennslukonuna. Hún tók vel á móti Karenu, og þær töluðu lengi samaD. Karen sagði frá öllu um stjúpu sína, drengjafötin, kjallara bakarans, þar sem hún hafði sofið, og dvölina á Sandi. Þegar kennslukonan hafði heyrt þetta allt, kyssti hún Karenu á kinnina og mælti: »Aumingja barn, en hvað þú hefir verið dugleg. Eg held nú samt, að það þýði ekkert að ávíta Mörtu. Hún yrði þér aðeins ennþá verri. En komdu til mín, þegar eitthvað amar að þér. Og bíddu nú við! Eg á hérna bækur, sem eg ætla að gefa þér. Þær eru um líf skordýranna, eftir franskan náttúru- fræðing, sem Fabre hét. Hann var bláfátækur, meðan hann var ungur. En alla æfi var hann að safna fróðleik um skordýrin- og loks varð hann frægur, og bækur hans hafa verið þýddar á mörg tungumál. Karen gat varla trúað sínum eigin augum, er hún sá, að ungfrú Rund tók þrjár fallegar bækur út úr

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.