Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1932, Blaðsíða 3

Æskan - 01.06.1932, Blaðsíða 3
 bókaskápnum. Hún opnaði bækurnar og sýndi henni myndirnar, og á meðan Iíaren skoðaði þær, hitaði hún handa henni súkkulaði, Karen gleymdi brátt öllu mótlæti við öll þessi gæði. Hún fór að hugsa um framtíðina, því að ungfrú Rund sagði að síðustu, að hún skyldi lána henni peninga, ef á þyrfti að halda, svo að hún gæti haldið áfram að læra. Daginn eftir sagði Bergljót frá þvi í skólanun^ sigri hrósandi, að Karen hefði fengið súkkulaði bjá kennaranum og þrjár bækur að gjöf, og frá þeim degi urðu flestar telpurnar aftur vingjarnlegar við Karenu. Þær beygðu sig fyrir dómi kennslukonunn- ar, því að þær vissu, að hún var réttlát í dómum. Haustið var óvenju kalt þetta árið. Eitt kvöld kvartaði frú Holm um að hún væri lasin, og um nóttina fekk hún hita. Morguninn eftir símaði Karen eftir lækni. Þær Bergljót og Ivaren fóru hvorug í skólann, þær þurftu bæði að sækja meðul, búa til matinn o. fl. Læknirinn áleit, að frú Holm hefði orðið innkulsa og lét hana hafa hóstameðal. Bergljót og Karen hjúkruðu benni með mestu nærgætni og umhyggju, eftir því sem þær höfðu vit á. Þær voru báðar hræddar og kvíðafullar. Undir kvöldið óx hitinn, og sjúklingurinn fór að tala óráð. Telpurnar lögðu stöðugt nýja og nýja bakstra við enni hennar, en að lokum sagði Karen: »Eg held, að við verðum að hringja til læknisins aftur«. »Eigum við ekki að spyrja mömmu um það?« svaraði Bergljót óttaslegin. »Hún er alltof veik til þess að geta svarað því«, sagði Karen. »Ætli það væri ekki rétt að tala við ömmu fyrst?« spurði Bergljót. »Nei, við megum ekki hræða ömmu undir nótt- ina, hún getur hvort sem er ekki komið hingað«, sagði Karen ákveðin. Hún símaði til læknisins, en hann var þá ekki heima. Þá reyndi hún við annan lækni, en það fór á sömu leið. Frú Holm stundi þungt og bylti sé í rúminu. Hún var rauð og brennheit í andliti. Telpurnar horfðu örvæntingarfullar hvor á aðra og vissu ekki, hvað þær áttu að gera. Én allt í einu datt Karenu ráð í hug, og hún hvislaði að Bergljótu: »Eg skrepp til ungfrú Ruud, þér er óhætt að vera ein, rétt á meðan«. »Já«, svaraði Bergljót og kinkaði kolli. — En hvað það var gott, að Karen skyldi vera hjá þeim núnal Hún var svo miklu hyggnari og úrræðabetri heldur en hún sjálf. Hún var viss um, að ungfrú Ruud mundi koma á augabragði, ef hún væri heima, §í svo það var áreiðanlega bezta ráð, sem þeim gat dottið í hug. Það leið heldur ekki á löngu, þar til hún heyrði til þeirra í forstofunni. Þegar ungfrú Ruud sá, hve frú Holm var veik, náði hún undir eins í lækn- inn sinn, sem var kvenlæknir og mjög góður og viðfeldinn. Læknirinn sagði, að frú Holm væri með lungnabólgu, og þegar hann heyrði, að enginn væri á heimilinu, til þess að hjúkra henni, nema tvær telpur ellefu vetra gamlar, þá sagði hann, að sjúk- lingurinn yrði tafarlaust að fara i sjúkrahús, til þess að fá nauðsynlega hjúkrun. Hálfri klukkustund siðar stóðu báðar telpurnar á gangstétlinni, fyrir utan húsið, og horfðu á eftir sjúkrabílnum, sem ók burt með frú Holm til sjúkra- hússins. Þær grétu báðar sáran, en ungfrú Ruud hug- hreysti þær. Hún var hjá þeim, þangað til þær voru báðar háttaðar og sofnaðar. Hún lofaði að síma til sjúkrahússins, undir eins og hún kæmi á fætur morguninn eftir,og fá vitneskju um, hvernig mömmu þeirra liði. Hún sagði, að bezt væri fyrir þær að koma i skólann, þá hefðu þær minni tíma til að vera áhyggjufullar. Snemma næsta morgun fóru þær lil ömmu og sögðu henni, hvað við hafði borið. Hún grét og kveinaði, en kom þó telpunum af stað i skólann í tæka tíð. Hún sagði, að þær gætu búið til matinn og borðað hjá sér, meðan mamma þeirra lægi veik. Þegar i skólann kom sagði kennslukonan þeim, að hún væri búin að tala við lækninn. Hafði hann sagt, að sjúklingurinn svæfi nú rólega, en hefði mikinn hita. Telpurnar urðu glaðar og héldu að hættan væri afstaðin, og ungfrú Ruud lét þær standa i þeirri trú, þótt hún vissi, að svo var ekki. »Amma! Nú er mamma betri, hún svaf rólega í morgun«, hrópaði Bergljót, þegar þær komu inn úr dyrunum til ömmu, um hádegið. »Guði sé lof, þá hefir hún það vonandi af«, sagði gamla konan. Hún hné niður á stól og grét gleðitárum. Þannig liðu nokkrir dagar. Telpurnar fengu að koma til sjúklingsins örstutta stund á hverjum degi. En mamma var alltaf svo þreytt og brosti svo undarlega. Bergljót furðaði sig á því, að hún skyldi ekki spyrja eftir ömmu, og hvernig þeim öllum liði. En Karen þóttist sjá það á augum hennar, að hún mundi vera svo veik, að hún gæti ekki spurt. Hún talaði ekki um þetta við Bergljótu, en hún var ósköp hrædd um að frú Holm mundi deyja. • O ooOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOoo•.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.