Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1932, Blaðsíða 4

Æskan - 01.06.1932, Blaðsíða 4
52 Æ S K,A N Amma með barnabörnin í kirkju. • otxioúooiitiittiitttimitiitogitttttotimiioooo • Goethe elskaði sannleikann, og hann sagði ó- hikað álit sitt um þessa hluti, þótt hann gæti átt á hættu að verða að athlægi. Við ýms tækifæri varaði hann við víninu, sem »gerði mönnum að- eins mein og minnkaði manngildi þeirra.« Um tóbakið skrifaði hann á þessa leið: »Tóbaksreykingar gera menn heimska og óhæfa til að hugsa og yrkja. Tóbakið er eingöngu fyrir pá, sem eru lífsleiðir og sofa einn priðja hluta æfinnar, eyða öðrum priðja hlutanum i að eta og drekka og aðra nauðsynlega og ónauðsynlega hluti — og vita svo ekki, hvað peir eiga við einn priðja hlutann að gera. Slíkum landeyðum er kærkomin skemmtun að totta pípuna og horfa á reykjarmekkina, sem peir blása út úr sér — pað hjálpar peim til að eyða timanum. Reykingunum fylgir svo öldrykkjan, til pess að kæla góminn. Ölið eykur áhrifin af tóbakseitrinu og gerir blóðið pykkara. Pannig er haldið áfram, unz taugarnar eyðileggj- ast og blóðrásin stöðvast. Gangi pað framvegis eins og nú lítur út fyrir, pá munu menn eftir 2—3 mannsaldra sjá, hvað pessar bjórvambir og reykháfar hafa gert úr Þýzka- landi. Afleiðingarnar munu fyrst koma í ljós, sem kyrk- ingur og andleysi í bókmenntum. Og hvað kostar svo allur viðbjóðurinn? Nú pegar eyða menn 25 milljónum dala i tóbaksreykingar á Pýzkalandi. Pessi upphæð getur orðið 40, 50 til 60 milljónir. Enginn svangur er mettaður, enginn nakinn er klæddur fyrir pessa peninga. Hve margt parfara væri ekki hægt að gera við pá. (Magne). • o oooooooo(eoooooðoooðoioeoooooooo(ðe«toisMM«Mi o • FYRSTA FJALLGANGAN MÍN { EFTIRTEKTARVERÐ ORÐ Nýlega hafa farið fram hátíðahöld um heim allan, til minningar um þýzka skáldið, Johan Wolfgang Goethe, sem dó fyrir 100 árum, 22. marz 1932. Hann var ekki aðeins mesta skáld Þýzkalands, heldur einnig eitthvert mesta skáld, sem uppi hefir verið í heiminum. Og hann var mikilmenni. Hann var náttúru- fræðingur og heimsspekingur, vísindamaður og stjórnmálamaður, og kynnti sér allt þetta til hlýtar. Þegar lesendur »Æskunnar« stækka, ættu þeir að lesa bækur eftir Goethe og um hann — það er of þungskilið fyrir börn. — En þessi vitri maður sagði dálitið um vínið og tóbakið, sem þið getið skilið og fest ykkur í minni. í þá daga datt engum fullkomið bindindi í hug, en ýmsir skildu, að það var rangt að drekka og reykja í óhófi. Það var dag nokkurn í júnímánuði, að smala- mennirnir voru uppi á fjöllum að smala fé, til að rýja og marka litlu lömbin. Eftir venju áttu þeir að koma heim einhverntíma um daginn, fyrr eða seinna. Við börnin biðum heima með mikilli eftir- væntingu. Okkur fannst dagurinn lengi að líða, enda þótt veðrið væri mjög gott. Við höfðum ekki stillingu til að leika okkur, eins og við gerðum venjulega, Hinu indæia kvaki fuglanna, sem flugu um loftið, gáfum við engan gaum. Við litum varla á tryppin, sem voru á grundinni skammt neðan við bæ- inn, og okkur þótti þó venjulega mjög vænt um, er þau svöluðu fjöri sínu með því að hlaupa um grund- ina, fram og aftur. Við hugsuðum aðeins um smala- mennina, ærnar og lillu lömbin, sem við höfðum aldrei séð, en áttu nú bráðlega að koma í réttina. Við hlupum upp á hæðirnar kringum bæinn og jafnvel húsþökin, og horfðum þaðan í áttina, er við væntum mannanna með fjárhópinn. Loksins sáum við þá koma; þá biðum við ekki lengur heima, heldur hlupum fram að réttinni, því að þangað

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.