Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1932, Blaðsíða 7

Æskan - 01.07.1932, Blaðsíða 7
Æ S K/A N 63 Þau gerðu eins og þeim var sagt. Er þau höfðu gengið nokkurn spöl, sneru þau sér að ungum manni og spurðu kurteislega, hvort þau væru á réttri leið. »Gangið lengra beint áfram, þá finnið þið brátt þann, sem þið leitið að. En er þau höfðu gengið lengi, lengi, í brenn- andi sólskininu, sáu þau að gatan breikkaði og þau stóðu fyrir utan hús eitt, svo forkunnarfagurt, að þau höfðu aldrei fyrr slíkt séð. Stóru vængjahurðirnar voru opnar upp á gátt. Þau ætluðu naumast að þora að ganga inn. Gólf- ið í anddyrinu var gimsteinum sett og veggirnir gullglitrandi. Fagurt og fágætt marmaraborð stóð á miðju gólfi. Naumast voru þau komin inn úr dyrunum, þeg- ar skrautlegur hliðarsalur opnaðist, og öldungur- inn kom á móti þeim. »Sonur minn, sonur minn !« sagði hann og breiddi út faðminn. »En hvað það gleður mig að sjá ykk- ur öll, og nú megið þið alltaf vera hjá mér héðan í frá. Alltaf !cc Þegar hann hafði boðið þeim sæti í hinum fögru stólum og gefið þeim te að hressa sig á, byrjaði hann sögu sína. »Eg var veikur«, sagði hann, »veikur afþráeftir drengnum mínum. einkabarninu mínu, sem ræn- ingjar höfðu rænt frá mér. Eg hafði enga ró. Eg lagði á stað að leita hans, en árangurslaust. Þá ákvað eg, ef eg fyndi ekki einkason minn aftur, að leita að einhverjum, sem eg gæti tekið mér i sonarstað. Eg fór land úr landi og leitaði. Eg skrifaði þrá hjarta míns á hvíta blævænginn. Hugur minn var allur hjá drengnum mínum. Eg myndi geta þekkt hann innan um hundrað þúsundir manna, þótt svona mörg ár séu liðin, því að hann hafði lítið, rautt móðurmerki i hjartastað«. »Móðurmerki«, hrópaði maðurinn í geðshrær- ingu. »Eg hefi lítið rautt móðurmerki í hjartastað«. Hann fletti frá sér baðmullarúlpunni og benti á hjartastað. Þá féll öldungurinn um háls honum og hrópaði: »Sonur minn, einkabarnið mitt, sem eg hefi leitað að í öll þessi ár og þjáðst svo mikið fyrir. Og öld- ungurinn grét. Gleðin og hamingjan tóku nú engan enda í dýrð- lega húsinu öldungsins. Sonurinn, tengdadóttirin og barnabörnin urðu öll eftir hjá honum og yfirgáfu hann aldrei. f*au höfðu öll fundið svo góðan og ástrikan föður. Börnin góð! Þið getið lika öll fundið svona rík- an og góðan föður. Hann er á Ieiðinni að leita ykkar. Vilborg Auðunnardóttir pýddi úr þýzku. o»« loocooocoesððQ DÆGRADVÖL Gáhwisur. Karlmannanöfn. Stafatiglar: I R ! I R E U N R J 3 M E B U I B A M U D R i U R Ó N B N N N R D L Á I D U D Ó B M T K L Fessa stafi skal færa til og raða þeim þannig, að út komi: 1. (efst) Meðal. 2. Hluti af kirkju. 3. Sáraumbúðir. 4. t’jóðflokkur. 5. Karlmannsnafn. 6. Sverðskenning. 7. Hitagjafi. 8. Kven- nnannsnafn. 9. Samhljóðandi. Fegar stöfunum hefir verið rétt raðað, stend- ur karlmannsnafnið í báðum lengstu línunum (lárétt og lóðrétt) og myndar þannig kross. 1. Hálft er bundið heiti mitt, þar heljar dundi reiði. Víða fundið verður hitt, það verndar stundum höfuð þitt. 2. Að mér sækja efni vönd, eftir nafni að leita. Meyjaryndi á mjúkri hönd maðurinn segist heita. Eins en pá annað. 1. Hann — er fæddur í —. 2. Hann-------allt. 3. Hann — býr i —;. 4. Hann — er alltaf —. Reikningsgála. 4 8 10 16 9 11 6 12 10 9 8 6 8 13 9 4 7 3 11 9 2 8 3 6 8 Flytjið þessar töl- ur þannig til, að útkoman í hverri röð verði 40, hvort sem lagt er saman lóðrétt, lárétt eða hornrétt. Gömul gáta. Ein á konan syni sjö, samt eins margar dætur, þó eru börnin bara tvö, brúka ei hönd né fætur. Ráðningar á dœgradöl í maíblaðinu. Bóndinn: Hallur. Sonurinn: Skjöldur. Bærinn: Gemlufall. Kópareykir. D N 3 E P u R T V í s K E R V E T T E R N E S T L A N D P Ó D A L U R H 0 R N v í K S A N D í K Hún Odda fór út að Odda. Það er hollt að ganga upp á holt, þó að holt sé undir fæti. • 0*0000000000000 • O OOOOOOOOIOOMIM

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.