Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1932, Blaðsíða 1

Æskan - 01.09.1932, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. Reykjavík, september 1932 10. blað BARNABLAÐ MEÐ EI6ANDI: STÓRSTÚKA ÍSLANDS. Morgun einn var Iíaren send í lyfjabúðina að kaupa tannpínu-meðal handa Kristínu. Það var mánaðarleyfi í skólanum. Klukkan var rúmlega 9. Karen var að beygja inn í hliðargötu. Þá sér hún allt í einu, að hópur af fólki hleypur inn á Klausturgötu. Þar var húsið hans Smidt bakara. Þangað hafði hún ekki komið siðan daginn góða, er hún kom aftur úr sveitinni. Karen varð for- vitin og fylgdist með straumnum, til þess að vita, hvað um væri að vera. Nú heyrði hún lil brunabíla. Þeir óku fram hjá í hendingskasti. bað var kviknað í brauðgerð- arhúsinu. Stórir reykjar- mekkir komu út úr dyr- um og gluggum. Húsið stóð brátt í björtu báli. »Það hefir kviknað í bjallaranum«, sagði maður, sem stóð næstur Kar enu. »Þarna er Smidt bakari«, sagði annar. »Sjáið þið, hvað hann er ringlaður. Nú verður líklega bið á, þar til hann getur byrjað aftur að baka«. »Hann hefir sjálfsagt vátryggt«, sagði gömul kona, sem stóð þar skammt frá. »Það er vafasamt«, svaraði önnur. »Hann kvað vera svo dæmalaust nízkur. Það er ekki víst, að hann hafi tímt að greiða iðgjöldin«. Karen var orðin mjög óróleg. Hún var að hugsa um Pétur, bakarasvein- inn. Skyldi hann hafa kveikt i? Átti hún að segja lögreglunni, hvað hún hafði heyrt hann segja við stúlkuna forð- um? En þá yrði það sett í blöðin, og það var leið- inlegt. Allir kæmust að því, að hún hafði sofið i kjallaranum, eins og hver annar umrenningur. Og nú, þegar allir litu á hana sem dóttur ungfrú Ruudl Hún var nú líka dóttir hennar, þvi að hún var kjörbarn. Og það var einmitt svo yndislegt. Nei, hún áselti sér að steinþegja yfir öllu, sem hún vissi. Það var nú sjálfsagt bakarinn sjálfur, sem hafði kveikt í. Hann hafði reynt það áður. — Karen sótti meðalið fyrir Kristinu. Seinni hluta dagsins var hún hjá Bergljótu, en hún var alltaf L

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.