Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1932, Blaðsíða 4

Æskan - 01.09.1932, Blaðsíða 4
76 ÆSKAN Sigurjón Jónsson. 50 ára afmæli átti Sigurjón Jónsson, framkvæmdarstjóri, 27. júni í sumar. Hann heflr unnið mikið og gott starf í þágu Unglingaregl- unnar á íslandi. Hef- ir hann bæði verið stórgæzlumaðurung- lingastarfs og gæzlu- maður í barnastúk- um og unnið öll þessi störf með trú- mennsku og kost- gæfni. En lesend- um »Æskunnar«, ungum og göml- um, mun hann þó minnisstæðastur. Var hann um langt skeið útgefandi og ritstjóri hennar, ásamt Að- albirni Stefánssyni prentara, og loks einn í nokkur ár, þar til Stór- stúkan tók við útgáfunni. Óþarfi er að fjölyrða um starf Sigurjóns við blaðið, flestum lesendum er það kunnugt, en óhætt er að fullyrða, að hann átti miklum vinsældum að fagna í því starfi, enda er hann sá maður, sem lengst og mest hefir unnið fyrir þetta blað. »Æskan« óskar Sigurjóni allra heilla og blessunar í framtíðinni og þakkar honum fyrir mikið og gott starf á liðnum árum. oooooooooöooooooooooooooooooooooœoooooo ið, en síðan raða menn sér á festarnar, oftast 6—8 menn, stundum fleiri. Fer það eftir þvi, hvað sigmaður er þungur — en þannig, að allir bregða sér um öxl og ganga hver á eftir öðrum, en einn maður er við hjólið, og er sá hjólmaður. Nú ef menn vilja »leggja«, sem kallað er, þá stöð- vast allir, en einn maður færir festarnar niður að jörðu og leggst með hnéð á festarnar, oftast bak við þúfu. Þetta er gert til að létta á drættinum, því að eflir þvi, sem menn eru nær brúninni, því léttara er að draga. Ganga menn nú allir fram að brúninni, og bregða um öxl sér að nýju, og halda þannig áfram, þar til sigamaður er kominn upp að brún, en þegar hjólmaður sér á eggjaaukann upp fyrir brúnina, kallar hann: »Sig á«, er þá dregið hægara yfir stokkinn og upp á brúnina. Nú losar sigamaður sig við eggin, en hann fer þannig að því, að hann leggst niður á hnén og hallar sér áfram og hellir þeim út um hálsmálið á hempunni. Bjarghællinn er nú tekinn og fluttur í næsta hælgat, og haldið þannig áfram, þar til lokið hefir verið við að siga bjargið, en bjarg útaf fyrir sig köllum við það, sem hver jörð á. Að þessu verki er gengið með mikilli varúð og alvöru. Aldrei er nokkur neyddur til að siga í bjargið. Til slíks eru ekki valdir nema þeir menn einir, er af fúsum vilja gefa sig fram. Slys hafa viljað til í Grímseyjarbjargi, en aldrei þegar sígið hefir verið á þann hátt, sem nú hefi eg lýst, Það hefir viljað til á svokölluðum »handvað«. Þá fóru menn lausir. Köstuðu þeir fyrst niður festinni og festu hana um hæl uppi á brúninni. Renndu sér síðan niður og lásu sig aflur upp á eigin handafli á festinni. Voru þeir þá aleinir oftast nær, og lítið mátti útaf bera, svo að þeir ekki týndu lífi. Ekki þurfti annað en steinvala kæmi í höfuð þeim og þeir fengju svima. — En fyrir þannig lausagrjóli getur sigamaður aldrei verið öruggur — þá mundi hann missa af festinni og bíða bana. Á þrem stöðum aðallega má fara niður undir bjargið laus. Eru það gjár, sem farnar eru. En einu sinni hefir viljað til slys af því, og gerðist það fyrir skömmu. Maðurinn var laus eins og vanalega, og hrundi á hann bjarg eitt mikið, og varð honum að bana. Allflestum, sem alast upp við björgin, finnst ekki mikið til um hættu þá, sem af því stafar að síga, þó aldrei geti menn verið óhultir um lif sitt, á meðan þeir eru niðri í bjarginu. Oft vill til, að 12—13 ára drengir fá að fara niður fyrir brúnina, til að vita, hvernig þeim bregði við í slíkri mannraun. Annars finnst þeim mönnum flestum, sem siga, ekki meira til um að fara í bjarg en að ganga á jafnsléltu. Veiklaðir menn geta ekki sigið, þeir verða að vera hraustir bæði á sál og líkama. Nú er farið að nota hesta við dráttinn, og §r það mikill fólkssparnaður, því að hestur dregur á móti þrem mönnum, og þarf þá ekki nema 3—4 menn með hestinum. Kæru lesendur, nú hef eg revnt að lýsa þessu dálítið nákvæmlega fyrir ykkur, en þó er sjón sögu ríkari, og gaman væri fyrir ykkur, ef þið ættuð eftir að sjá Grímsey, t. d. þeir, sem verða sjómenn, og sjá þessar aðfarir með eigin augum. Eg set hér mynd frá bjargsigi í Grímsey. Það er sjónarbjargsmaður á sjónarbjargi. Óðiim S. Geirdal, frá Grlmsey.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.