Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1932, Blaðsíða 2

Æskan - 01.10.1932, Blaðsíða 2
82 ÆSKAN / Aumingja Karen. Eftir Hellen Hempel. Framhald. ®-v*~ »Sjáum til! þú ert dugleg telpa, sem tekur vel eftir«, sagði hann vingjarnlega. »F*að var Bergljót, sem tók eftir því, að kertið var svona fallegt«. »Bergljót. Hver er það?« »Bergljót er vinstúlka mín«. »Hvernig gat hún séð það? Hún var þó ekki með þér í kjallaranum, eða hvað?« »Nei, en eg stakk kertinu í vasa minn. og þegar eg kom heim til Bergljótar, tók hún undir eins eftir því«. »Nú, þú tókst kertið með þér. Hvað varð svo af því?« »Bergljót bað mig að gefa sér það, og það geiði eg«. »Sá móðir Bergljótar kertið einnig?« »Já hún spurði mig, hvar eg hefði fengið það, og eg sagðist hafa fundið það í kjallara«, »Hversvegna sagðir þú henni ekki, að bakarinn hefði ætlað að kveikja í?« »Hún hafði ekki hugmynd um, að eg svaf í kjallaranum og mér þótti svo leiðinlegt, að mæðg- urnar kæmust að því*. »t*að var satt. Eg skil það vel, enga lilla telpu mundi hafa langað til að segja frá því. En hvað ætlaði Bergljót að gera við kertið? hélt maðurinn áfram. »Bergljót spurði mömmu sina, hvort hún mætti ekki kveikja á kertinu, en frú Holm sagði, að bezt væri að geyma þetta fallega kerti til jólanna, og hafa það í jólatréstoppinn. »Já einmitt, það er skiljanlegt, þegar kertið var svona fallegt með gylltum rósum. Gerði Bergljót þetta?« »Já, hún lét það niður í litlu kistuna sina«. »Hún á það, ef til vill, ennþá?« »Já, það hugsa eg. Kistan, með öllu dótinu hennar í, var flutt til ömmu«. »F*að var ágætt. Þakka þér nú kærlega fyrir allar upplýsingarnar. Jæja! Nú sjáum við til, hvort ekki verður hægt að láta Pétur lausan, strax á morgun. En eg ætla að biðja ykkur að minnast ekki á þetta mál við nokkurn mann, fyrst um sinn, hvorki um kertið eða annað«. Ungfrú Ruud lofaði því. Hún skýrði lögreglu- manni frá heimilisfangi gömlu frú Holm. Síðan kvöddu þær Karen og héldu heimleiðis. »Þetta var góður maður«, sagði Karen, er þær komu út á götuna. En eg var nú samt dauðhrædd við hann í fyrstunni«. »Eg sá það á þér. — Það var sannarlega heppni fyrir Pétur litla, að þú svafst í kjallaranum. Er það ekki merkilegt, hve þetta getur orðið þýðingar- mikið fyrir líf hans. Hann hefði, ef til vill, verið dæmdur til þess að sitja lengi í fangelsi og taka út hegningu, og hver veit, hvernig þá hefði farið fyrir honum. En nú skulum við koma hérna inn og og kaupa okkur kökur með kaffinu. Eg held, að okkur veiti ekki af þvi, að fá einhverja hressingu eftir þetta allt«. Daginn eftir, þegar Karen kom í skólann, kom Bergljót hlaupandi á móti henni og sagði! »Hugsaðu þér, Karen! Það kom lögregluþjónn til okkar ömmu í gærkvöldi. Hann sótti fallega kertið, sem þú gafst mér einu sinni. Amma varð dauðhrædd. Hún hélt, að eitthvað hefði komið fyrir þig. — En lögregluþjónninn sagði, að þú hefðir gert þeim mikinn greiða með þvi að vísa þeim á kertið. Og svo sagði hann, að við mæltum, fyrir alla muni, ekki tala um þetta við nokkurn mann. En eg er forvitin. Hvaða greiða gazt þú gert lögreglunni með þessu?« »Það er nokkuð, sem við mamma höfum lofað að segja engum, en mamma segir, að það muni koma í blöðunum«. »Amma kaupir ekkert blað. Góða, þú mátt til að geyma blöðin, ef eitthvað verður í þeim um þig, og lána okkur þau. Þá get eg lesið það fyrir ömmu. Það stóð heima. Þetta sama kvöld voru frásagnir um eldsvoðann í blöðunum. Smidt bakari hafði verið handtekinn þá um morguninn. Hann var yfirheyrður og hafði meðgengið, er hann sá kertið og heyrði um frásögn litlu stúlkunnar. í blöðunum stóð með feitu letri: »Meira um brunann í Klausturgötu« Og neðan undir stóð: Lftil, foreldralaus telpa frelsar ungan mann frá óverðskuldaðri hegningu«. Siðan kom öll frásagan, og var Karen nafngreind og allir þeir, er voru riðnir við málið. Gamla frú Holm varð mjög hrærð, er hún heyrði þessa frásögu. Og næsta dag var mikið um að vera í skólanum. Nú þótti engum það skömm fyrir Karenu, að hafa átt við svo bág kjör að búa. Nei, nú var það orðið að æfintýri, sem stóð í öllum dagblöðum, þar var sagt frá litlu telpunni dökkeygu, sem hafði barizt svo djarflega gegn fátækt og hætt- um og var nú komin í góðra manna hendur, að lokum. Marta iðraðist þess, að hún hafði reynt að gera

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.