Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1932, Blaðsíða 4

Æskan - 01.11.1932, Blaðsíða 4
92 ÆSKAN Móðurdagurinn Það var einu sinni maður, sem dvaldi langt fjærri ættjörð sinni. Ungur hafði hann farið til Vesturheims að leita gæfunnar. Hann hafði barizt áfram og að lokum fundið það, sem hann eitt sinn áleit vera undirstöðu hamingjunnar. Hann hafði eignazt töluverð auðæfi, konu og tvö efqileg börn. Hann hafði líka komizt til valda og metorða, var orðinn borgarstjóri í borg sinni — og samt var hann ekki alls kostar hamingjusamur. t*að kom fyrir, að hann fann til nagandi sársauka í hjartastað, einkum á kvöldin, er hann sat i hlýju og björtu stofunni sinni og konan hans var að sinna börnunum og svæfa þau. t*á fór hann að hugsa um bernsku sína. Hann sat við hlið móður sinnar við kringlótta borðið i stofunni heima. Og andspænis honum sat litla systir hans. t*au voru bæði að reikna dæmin sín, undir skólann daginn eftir. Og dæmin voru nokkuð erfið, en með aðstoð mömmu tókst þó að reikna þau. Það bar ekki sjaldan við, að þau fengu ( beztu einkunn í vitnisburða bæk- urnar sínar, og að réttu lagi hefði mamma átt að fá einhvern hluta af öllum þessum háu einkunnum. En mamma átti enga einkunna- bók, og auk þess var það hvorki einkunnir né hrós, sem hún sóttist eftir. Hún var ánægð, ef litlu börnunum hennar gekk vel — og leið vel. Hamingja þeirra var það eina, sem hún þráði. Þannig hafði það jafnan verið, frá því hann fyrst mundi eftir sér, og þannig hélt það áfram að vera, þótt börnin stækkuðu og árin fjölguðu, þótt þau færu í skóla, fermdust og kæmust upp. Þetta var maðurinn að hugsa um, meðan kona hans þvoði börnunum og háttaði þau. Maðurinn, sem fór að heiman, til þess að leita gæfunnar, hugsaði um gömlu móður sína og æskustöðvarnar heima, í hinni hljóðu kyrrð kvöldsins. Svona hafði hún einmitt setið með hann í kjöltu sér, afklætt hann og fært hann í hlýja náttkjólinn. Hún hafði hvíslað nafn hans, kysst á enni hans og sungið sömu lögin og kvæðin, sem konan hans var nú að syngja við litlu börnin þeirra. Höfuð hans hneig hægt niður á brjóstið. Hann þóttist heyra aðra rödd, sem hann þekkti vel, þó að langt væri síðan hann hafði heyrt hana. Lágt — og titrandi af niðurbældum gráti — hvíslaði röddin þessi orð: »Yertu sæll, elsku drengurinn minn. Guð gefi að þér vegni nú reglulega vel. Vertu sæll — og lof- aðu mér því, að þú gleymir aldrei henni gömlu mömmu þinni. Mörg ár voru liðin, siðan hann heyrði þessi orð og sá móður sína standa á bryggjunni og veifa til sín í kveðjuskyni. Hún hafði ekki beðið um nein laun, fyrir allt það, sem hún hafði fyrir hann gert — aðeins þetta eina, að hann gleymdi henni ekki. En margir gleyma móður sinni, þegar þeir stækka og fara út í heiminn. Þessi maður hafði stundum gert það líka. En nú hugsaði hann sér, að það skyldi verða öðru vísi.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.