Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1932, Blaðsíða 6

Æskan - 01.11.1932, Blaðsíða 6
94 ÆSKAN nmasiaini LAUNIN ÞJÓÐSAGA mmm mwmm Einu sinni bjuggu bjón á bæ nokkrum uppi í sveit. Þau voru orðin nokkuð öldruð, er saga þessi gerðist. Starfsöm voru þau og unnu baki brotnu frá morgni til kvölds, fóru snemma á fætur á morgnana, en aldrei mjög seint að hátta á kvöldin, voru reglusöm með vinnu, mat og svefn. Alltaf voru þau starfandi og féll aldrei verk úr hendi. Á þessari jörð hötðu þau búið allan sinn búskap, og alltaf átt fremur við fátækt að stríða. En aldrei þurftu þau þó að sækja neitt til annara, hvorki smátt né stórt, svo teljandi væri, en oft vantaði þó ýmislegt í búið. En þau voru nægjusöm með það sem þau höfðu, þó að það væri ekki sem full- komnast, og gerðu sér allt að góðu, þó að stundum væri ekki mikið til að elda í kotinu. Þau tíndu fjallagrös uppi í fjalli, suðu þau í mjólk og borðuðu, daglega. Túnið var stórt mjög, og bafði allt verið þýft, þegar þessi hjón fóru að búa þarna. En með dugnaði, atorku og starfsemi hafði bónda tekizt að slétta mikinn hluta þess. Túnið hafði tekið svo miklum stakkaskiptum, að enginn, sem ekki hefði séð það með eigin augum, myndi hafa trúað því, svo miklum umbótum hafði það tekið. Heldur var Iíka fjárhagurinn orðinn rýmri, þó að hægt þokaðist það upp á við. Bóndi vann kappsamlega að jarðabótum haust og vor. Bæinn, sem byggður var úr torfi, hafði hann endurreist og sömuleiðis önnur hús á jörðinni. Konan hans var starfskona mikil, bæði inni og úti, fylgdi bónda sínum úti við vinnuna á sumrin og var hans önnur hönd í störfum hans öllum. En ekki sáust síður verkin hennar í bænum. Morguu einn var bóndi að leggja þökur yflr flag, sem hann nýlega hafði skorið ofan af. Höfðu það verið síðustu þúfurnar í túninu. En nú var búið að slétta þær allar, svo túnið var nú allt orðið slétt og í góðri rækt. Bóndinn hamaðist við að skella þökunum niður í flagið og var orðinn löðursveittur af erfiðinu, en segja munu menn, að ekki hafi verið unnið fyrir gíg. Þegar hann var búinn að leggja niður síðustu þökuna, brá svo við, að upp úr túninu spruttu kindur ein fyrir hverja þúfu, sem verið hafði í túninu, áður en það var sléttað. Yar þelta, eins og gefur að skilja, voðastór breiða af fé samankomið, ær, lömb, hrútar og sauðir. Allar voru þessar kindur með marki bónda, og allt var það fallegasti fénaður, spikfeitt, rétt eins og það hefði staðið í túninu og kroppað töðuna, en það hefir nú tæplega verið. Hjónin urðu, sem von var, svo forviða við þenna atburð, að þau gátu ekki mælt orð fyrst í stað. En er þau höfðu fylliJega áttað sig, fóru þau að hugsa um, hvað gera ætti við þetta fé. Kom þeim þá saman um að reka inn það, sem kæmist í húsin, en það var vitanlega ekki nema lítið af öllum þess- um fjölda. Tók bóndi fyrst nokkrar kindur og slátraði og lagði í búið, svo að þau höfðu nógan mat eftir þetta. Síðan ráku þau hitt féð á fjall, og er ekki annars getið en því hafi orðið gott af tilbreytingunni. Þau sáu nú, að það þurfti mikið hey handa öllu þessu fé. Fengu þau sér því marga kaupamenn til þess að heyja og til að bygeja hús fyrir féð, því að einhver þurfti það húsin. En um haustið, er féð kom af fjalli, þá skildu menn, sem von var, ekki hvernig á því stóð, því að þeir vissu, að hann hafði ekki átt nema fátt íé áður. Var ekki laust við, að þau væru grunuð um að hafa dregið sér það með einhverju móti, sem sagt grunuð um þjófnað, og gengu menn því á bónda með að segja sér, hvernig á þessu stæði. Bóndi sá þann kost vænstan að segja frá öllu eins og það hafði til borið, þó hann ótt- aðist, að hann yrði rengdur um söguna. Sveitungum hans þótti ótrúleg sagan í fyrstu. En vegna þess, að þau hjón voru svo vel metin, meðal sveitunga sinna, og höfðu virðingu allra, trúðu menn þessari frásögn. Bóndi rak svo í kaupstað, eða seldi margt af fénu, og mörgu slátraði hann heima, því að ekki gat hann sett það allt á um haustið, enda hafði hann ekkert við það allt að gera. Hjónin voru nú orðin vel efnuð og undu vel hag sínum, en ekki ofmetnuðust þau í hagsældinni, heldur voru ætíð jafn lítilát í hvívetna. Einu sinni, nokkru eftir þelta, kom konan að máli við bónda sinn og mælti: »Guð hefir sjálfsagt ekki ætlast til þess, að við nytum ein góðs af þessari gjöf. Heldur hefir hann, að mínum dómi, ætlast til þess, að við látum aðra, sem fátækir eru, njóta þess með okkur«. Bóndinn tók undir eins vel í þetta og sagðist vera hissa á því, að sér hefði ekki hugsast þetta áður. Þau gáfu nú öllum í sveitinni, sem fátækastir voru, margar kindur hverjum, og báðu allir þeim góðs fyrir. Gestrisin voru þau hjón með afbrigðum og til þeirra kom aldrei svo gestur, að honum væri ekki gert gott. Þau voru hjálpsöm og góðgjörn og fór enginn þaðan tómhentur, sem til þeirra leitaði,

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.