Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1932, Blaðsíða 7

Æskan - 01.11.1932, Blaðsíða 7
ÆSK AN 95 enda urðu margir til að leita til þeirra, þegar þá skorti eitthvað, því að menn vissu, að það var ekki talið eftir, heldur veitt með ánægju. Þau lifðu lengi eftir þetta og höfðu virðingu allra til dauðadags. Björn Gnðmundsson. oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo KVEÐjUSTUND Fyrir skömmu sagði ungur piltur mér sögu þá, er hér fer á eftir: það var seint í septembermánuði, árið 1924. Eg steig þá i fyrsta sinn fæti mínum út af æsku- heimili mínu og burt úr sveitinni minni. Eg man það eins vel og það hefði gerst í gær. Mér var þungt um hjartarætur. Eg hafði enga eirð i mér, meðan eg beið eftir bílnum, sem átti að flytja mig burtu. Loks ákvað eg að leggja af stað og láta hann taka mig í leiðinni. Eg kvaddi pabba og syst- kini min, en mamma fylgdi mér á leið. Ennþá man eg hennar hollu ráð, er hún gaf mér, einmitt þá. Hún sagði meðal annars: »Nú ertu í fyrsta sinn að fara frá okkur. Guð fylgi þér og leiði þig ávallt rétta braut. Láttu freistingarnar ekki tæla þig. Reyndu að heiðra allt, sem hreint er og fagurt. En varastu það, sem ljótt er og ógöfugt. Gættu þín fyrir tóbaki og áfengi, það hefir orðið steinn í götu margra ungra manna. Gleymdu ekki ráðum mínum, og mun þér þá vel vegna.« Að svo mæltu kvaddi hún mig. Þá var eins og eg vaknaði af draumi. Nú voru leiðirnar skildar, og eg stóð þarna einn eftir. Nú fyrst skildi eg, að eg var að yfirgefa allt, sem mér þótti vænst um. Það fór um mig hrollur, og hjartað barðist í brjósti mínu. En þessum síðustu ráðum, sem mamma mín gaf mér, eg sá hana ekki framar, því að hún dó skömmu síðar, þeim hefi eg reynt að fylgja. Eg er nú orðinn tvítugur og hefi aldrei neytt hvorki víns né tóbaks. Kæru börnl Reynið að feta í fótspor þessa unga manns og fylgja hinum hollu og góðu ráðum, er móðir hans gaf honum. Jóna Jónsdóllir frá Grindavík. • (5)-v>’*,h£) STOFAN MÍN Eg hef aðeins eina siofu, öllum þangað býð til mín. Hún er fyrir háa og lága, hún er hvorki stór né fín, Enginn munur er þar gerður á því, hvort minn gestur sé stáss og mjúkra stóla verður, stórt eg engum )æt í té. Eg hef aðeins eina stofu. Elskan min þar hjá mér býr Henni fátt eg heí að bjóða, húsgögn ekki mörg né dýr. Samt hún annast engu síður okkar kæra höfuðból. Oftast hennar annað bíður, en að sitja’ í mjúkuin stól. Eg hef aðeins eina stofu, einnig fyrir börnin mín, til að læra, lesa’ og skrifa, og leika sér með guliin sin. Jafnvel fyrir allt og alla er þar rúm, þótt lítið sé. Auðlegð þetta eg því kalla, — allt, sem hef, eg læt í té. Eg hef aðeins eina stofu, aðeins fáa muni þar: Harðan bekk og harða stóla, hillu fyrir bækurnar, borð úr eik til búsins þarfa, borð úr fjöl að skrifa við. Þar eg sit og þar eg starfa, þar eg Guði krýp og bið. Pétur Sigurðsson. ®>->~T.S>V>'»-®-V>^©®-V>~T-®”V,’'~T-©~y>~T-® OOOOoojt............iuinmoooooOOO ° ORÐSENDINGAR ° l’ettn er síðasta blaðið, sem sent verður skuldugum kaupendum. Allir, sem það mögulega geta, ættu því að senda gjald sitt, svo þeir fái jólablaðið á réttum tima. Vegna þess, að bnrðai'gjatd blaða hækkar um helming 15. október, er nóvemberblaðið sent út með október- blaðinu. Þeir, sein liafa nnnið til bókaverð- launa á þessu ári fyrir kaupendafjölgun, eru beðnir að láta afgreiðsluna vita, sem allra fyrst, hvaða bók þeir óska að fá. Um þessar þrjár er að velja: Sögnr Sig. Júl. Jóhannessonar, Ottó og Karl eða Knren. — Allnr þessnr bækur verða bundnar i gyllt band. Verðlnuniu verðn send út ásamt jóla- bókinni með desemberþóstunum. ................................. ................................... : S Ií R í T L U R i • • Faðirinn: Jæja, Kristján! Áttu marga vini i skólanum? Sonu7Ínn: Nei — eg á engan vin. Faðirinn: Nú, hvernig stendur á því? Sonurinn: Af því, að mér fellur ekki við þá drengi, sem klóra mig og berja, en hinum, sem eg ber, fellur ekki við mig. Hún: Hér í blaðinu stendur, að fólk segi, að meðaltali, 10.000 orð á dag. Hann: Eg liefi nú líka alltaf álitið, að þú værir langt fyrir ofan meðaltal. Sleini: Segðu mér, Stína frænka, getur þú ráðið þessa gátu? Hve margar kattarrófur þyrfti. til þess að ná frá jörðunni og upp til tunglsins? Stína: Nei, góði minn, hvernig ætti eg að vita það? Steini: F*að þarf aðeins eina, ef hún er nógu löng. Lœknir: Hvað er að tarna, þér hafið alls ekki hreyft meðalaglasið! Sjúklingur: Nei, herra læknir. F*að stendur á flöskunni, að tappinn verði um fram allt að vera vel fastur í. oooooooooooooooooooooooooo

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.