Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1932, Qupperneq 1

Æskan - 01.12.1932, Qupperneq 1
I: STÓRSTÚKA ÍSLANDS XXXIII. árg. Reykjavík, desember 1932 13. blað JÓLALJÓS. Bærinn á Skarði stendur norðan undir bröttum hálsi. Þar sér ekki sól í átján vikur að vetrinum. Hún kveður að haustnóttum, en heilsar um mið- þorra. Skammt fyrir framan bæinn er hálsinn lægstur, og þar liggur þjóðbrautin yíir fjallgarðinn. Þegar komið er niður af hálsinum, taka við sléttar grundir, Verður þar mörgum villugjarnt, þegar snjóslæðan felur götutroðningana, og bylur- inn ýrir á sjáaldrið. Þá er Skarð kjörorð nauð- leitarmannsins. Yfir grundina gnæfa hamrabeltin sem himinhár veggur. En þráfalt er kófið svo dökkt, að ekki er hægt að eygja bergsnasirnar. Þessvegna lögðu fáir ferðamenn á »Skarðið« þegar vetur gekk í garð. Þeir fóru heldur »fyrir fram- an«, eins og það er kallað. Mönnum stóð stuggur af hríðunum, enda hafði mörgum orðið erfið gang- an yfir skarðið, og nokkrir höfðu borið þar beinin. Það er aðfangadagur. Himininn grúfir þungbú- inn yfir snjóhvítri jörðinni. Með kvöldinu fer að snjóa. Pétur litli á Skarði, 5 ára gamall hnokki, klifrar upp um borð og bekki. Hann rekur fötinn í tóbaksfjölina hjá honum afa sínum, og veldur það gamla manninum ákafrar hrellingar. »Vertu ekki óþægur, væni minn«, segir mamma hans, »Veiztu ekki, að jólin koma í kvöld?« »JólinI — Þá fæ eg kerti, er það ekki, mamma?« spyr Pétur himinlifandi. »Ef þú verður góða barnið«, segir mamma hans. »Jólin koma ekki til þeirra harna, sem eru óþekk og slæm við hann afa sinn«. »Fá þá draugarnir eklu Ijós á jólunum, mamma mín?« »Draugárnir! Hvað ertu að segja, barn?« »Já, fá þeir ekki ljós,- draugarnir í Illutungu. Verða þeir alltaf að vera í myrkrinu?« »Hver hefir verið að segja þér þessa vitleysu?« spyr móðir hans. »Það er ekki vitleysa, mamma mín, hann afi minn segir það. Eru ekki draugar í Illutungu, afi minn?« Pétur lítur hi'óðugur til afa síns. »Það stendur þó í þulunnkc, bætir hann við. Móðir hans lítur þýðingarmiklu augnaráði til tengdaföður síns. Afi hrosir. Pétur hleypur til hans. »Góði afi, segðu mér eina sögu«. »Hvaða saga ætti það að vera, litli ærslakálfur?« »Ó, bara af einhverjum draugnum«, segir Pétur horginmannlega. »Þú átt að muna það, að það eru engir draugar til, Pétur minn«, segir mamma hans. »Ef þú kem- ur hérna, skal eg segja þér söguna um jólin«. Hún leggur frá sér verkefnið og tekur drenginn í kjöltu sína,. kyssir hann og segir honum söguna um litla barnið í jötunni, sem fæddist til að vera ljós heimsins og lýsa þeim, sem ganga í myrkrinu. »Og hans vegna er bjart hjá okkur, þótt sólin dvelji bak við fjöllin, aðeins ef við erum þæg og góð«, segir hún. »Lýsir þá Jesús ekki vondum mönnum?« »ójú! góði minn, vondu mennirnir eru að vill- ast, og haun lýsir þeim heim til sin. Þeir eiga hágt, sem eru að villast«. »Geta ekki fleiri en Jesús hjálpað þeim, sem eru að villast?«

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.