Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 7

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 7
GESTURINN Eftir ÁSMUND GUÐMUNDSSON, dósent. EGAR eg var barn, fannst mér það hátiðlegust stund, er fólkið söng saman við húslesturinn á aðfangadagskvöld á heimili foreldra minna sálminn: »t Betlehem er barn oss fætt«. Og einkum þótti mér vænt um þetta vers: »Hvert fátækt hreysi höll nú er, því Guö er sjalfur gestur hér«. Mér fannst eg skilja þetta svo vel. Guð var sjálfur gestur i bænum mínum, sem var uppljóm- aður af mörgum ljósum, og við logið af kertinu mínu sá eg í huganum, hvar sonur hans var lagður i jötu og himins herskarar svifu fagnandi yfir hon- um. Þá var gleðin stundum svo sterk í brjósti mínu, að eg fór út til þess að sjá himininn stjörnubjartan yfir mér. Og eg horfði einnig á ljósin, sem blikuðu frá bæjunum í dalnum mínum. Alstað- ar þar var Guð sjálfur gestur. Eg vissi líka, að fyrir handan hálsana, sem luktú um dalinn, loguðu önnur jólaljós, já úti um allt landið, allan heiminn. Nú fer þessi sama hátíðarstund að renna upp yfir ykkur, börnin min. Jólin eru að koma. Foreldrar ykkar og vinir láta heimili ykkar verða bjart og unaðslegt, og mörgykkar fá allskonar jólagjafir. En þó er þetta ekki jólin, heldur það, að gesturinn kemur, Guð kemur og breytir jafnvel fátækasta hreysi í höll, svo framarlega sem þar er hjarta til að taka á móti honum. Eg vona, að þið öll, og hvert barn á íslandi, megið fagna þeim gesti og taka undir engla-lofsönginn; »Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun j'fir mönnunum«. Látið það vera ljúfasta umhugsunarefni ykkar um jólin, sem gerðist í Betlehem hin fyrstu jól. Hugsið um móðurina með ljóma í augum af ást og sælu og barnið við brjóst hennar, saklaust og hreint og fagurt. Þakkið Guði fyrir það heilaga og kærleiksrika barn, sem hann gaf okkur til þess að vera frelsari okkar, leiðtogi og konungur. Elskið það um fram allt annað og reynið að likjast því og vera öllum góð. Þá bjóðið þið Guð sjálfan velkominn á heimili ykkar — og í hjarta ykkar. Þá er það vist, að þið eignist (iLEÐlLEG JÓL!

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.