Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 12

Æskan - 15.12.1932, Blaðsíða 12
6 .tÓLABLAÐ ÆSKUMNAR 1932 ^OOOflOMMOOOOOOO^ oooSoooooqooqooc )00O« 5 o O O I »oo0oO°000 I O 8 O O o o£Z\ O o JÓLALJÓÐ Eftir Richard Beck Hringið klukkur hljómi blíðuni lijörtum jrið og Ijós í sál; hvern, þann höfgir harmar lýja, huggi gkkar tónamál. O o o 00 O 00 O o o O o o °ó 0 o §oo°° Yfir foldu feigðarhvíla fegurð vorsins breiðið þið; sumarhlýjar himin-raddir hegra má í gkkar klið. Út við strendur, e/st i dölum ómar jóla sigur-mál. Hringið klukkur hljómi bliðum hjörtum frið og Ijós í sál. OO o OO o O o o O OO ■ o JO O o o o o « ,ooo0o > O o o °° 00000000000000000°\ 'OOOOOOOMIMOOOO >°°oooo8 Ofur hljóðlega reis Helga upp og klæddi sig. Síðan kveikti hún upp eld og setti upp ketilinn og fór að öllu jafn hljóðlega. Og er stjúpa hennar reis upp geispandi, að stundu liðinni, og bjó sig til að klæða sig og vekja mann sinn og börnin, þá logaði eldurinn glalt á arni, borðið var dúkað og á því stóðu kaffibollar og grautardiskar. Húsfreyja leit óvenju glaðlega fraraan í Helgu. »það er merkilegt, hverju strangt uppeldi getur komið til vegar«, hugsaði hún með sér. »Eg held, að mér ætli að takast, að gera mann úr stelpunnicc. En Óli sagði við Helgu, þegar þau voru lögð af stað í skólann: »Eg skil ekkert í því, hve allt er jólalegt i dag! Mér fannst þetta strax, er eg vaknaði í morgun og sá þig vera að bera á borðið. Svo ert þú ekki heldur sjálfri þér lík í dag. Það er alveg eins og að þú búir yfir einhverju skemmtilegu leyndar- máli. Hvað er það?« »Já«, svaraði Helga. »Eg skal segja þér það ein- hvern tima seinna, þegar við erum tvö ein. * + ♦ Pað eru nú liðin rnörg ár, siðan þau Ólafur og Helga urðu fullvaxin. Helga hefir í raun og veru orðið ein af þessum sólskinsmanneskjum, eins og hana langaði svo mjög til að verða. Hún vinnur nú meðal margra og fátækra barna, og hún er sólin í lífi þeirra að mörgu leyti. Hún segir sjálf, að þessi draumur hafi mest hjálpað sér til þess að verða það, sem hún er. Og það er án efa alveg satt. ?o”0OOoo0ooOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO»00°OJo0/ ÁLFADANSIN N Ragnheiður Jónsdóftir þýddi úr sænsku Sólin var nýgengin til viðar. Húmið seig yfir hljótt og mjúklega og vafði skógivaxnar hlíðarnar í faðm sinn. Öðru hvoru gægðist ofurlítil álfastúlka út úr stórum steini, þar sem hún átti heima, hjá pabba sínum og mömmu og mörgum systrum. Hún var að gá að, hvort tunglið væri ekki komið upp. Henni fannst það láta bíða óvenju lengi eftir sér í kvöld, en það var nú líklega af því, að hún vissi, að þegar tunglið var komið i hádegis- stað, þá átti hún að fá að fara á dansleik hjá álfakónginum niðri í dalnum. Álfakóngurinn hafði misst drottningu sína í fyrra, og nú var hvíslast á um, að hann mundi ætla að fara að giftast aftur. Allir álfar, á tólf mílna svæði, voru boðnir í veizluna, og það var staðhæft, að í kvöld ætlaði hann að velja sér drottningu úr álfameyjahópnum. Og auðvitað átti sú að verða drottning, sem dansaði bezt. Pegar lilla álfamærin, sem stóð við steininn sinn uppi í hliðinni, hugsaði um fagra álfakonunginn, hoppaði í henni hjartað. Skyldi nú álfakóngurinn velja hana? Siðast, þegar hann sá hana dansa, þá horfði hann lengi á hana, og sendi henni loks koss á fingrinum. Meðan hún stóð þarna og var að skima eftir tunglinu og hugsa um álfakónginn, hélt hún hurð- inni opinni, svo að það varð gustur og súgur alla leið inn í stofu. Eldurinn á arninum blossaði og slæðurnar, sem systurnar voru að strjúka og snyrla til fyrir dansleikinn, sveiíluðust og slógust til. — »Hverslags opingátt er þetta?« kallaði álfa- mamma önug. Hún var að keppast við að fægja silfurlampann. — »Þú gerir slæðurnar ónýtar, stelpa!«

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.